Breiðholtsblaðið - 01.01.2023, Qupperneq 12
STUÐ
STUÐ
0
STUÐ
1
» Þarf stærri heimtaug?
» Hvaða lausn hentar best?
» Er kerfið búið álagasstýringu?
» Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi?
Er hleðsla rafbíla
hausverkur
í húsfélaginu?
Við aðstoðum við að leysa málið með
hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi
Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag
rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun.
Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir.
thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is
12 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2023
Nóg er um að vera hjá frístundamiðstöðinni
Miðbergi eins og endranær. Á síðasta ári hlut Miðberg
Regnbogavottun Reykjavíkurborgar en Markmiðið
með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera
starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði
fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg
fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.
Þessa vottun erum við í Miðbergi stolt og ánægð með
að hafa fengið enda viljum við að okkar starfsstaðir
bjóði öll velkomin bæði starfsfólk sem og börnin og
unglingana sem við þjónustum. Við erum svo í stöðugri
vinnu við að fylgjast með og vera vakandi fyrir því að
starfsstaðirnir okkar séu hinseginvænir og þurfum að
viðhalda vottuninni reglulega.
Annað sem starfsstaðirnir okkar eru búnir að gera
átak í eru grænu skrefin en flestir starfsstaðir okkar eru
komin með að minnsta kosti 1. skrefið þar og sum komin
lengra en grænu skrefin hjá Reykjavíkurborg miða að
því að að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar
og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum
skrefum. Við ætlum öll að stefna á að ljúka fleiri skrefum
á árinu og þannig leggja okkar af mörkum við að auka
umhverfisvitund bæði okkar og barnanna.
Nú var að hefjast ný önn í bæði barna og
unglingastarfinu hjá okkur en unglingastarfsfólkið okkar
byrjaði árið á starfsdegi þar sem Indíana Rós Ægisdóttir
hélt kynfræðslunámskeið, til þess að auka kunnáttu
starfsfólks sem er reglulega að fræða ungmennin okkar
í Breiðholtinu um þau mál. Að sjálfsögðu vorum við líka
með klassískt hópefli eftir námskeiðið, meðfylgjandi er
mynd af hópeflisleik sem starfsfólkið fór í.
Framundan eru svo hinir ýmsu viðburðir á vorönninni
eins og t.d. Danskeppni SAMFÉS 20. janúar og sama
dag er Hönnunar og búningakeppnin Stíll sem er
einnig á vegum SAMFÉS. Í febrúar hyggjumst við
svo halda Breiðholt Got Talent keppnina okkar bæði
fyrir börnin á frístundaheimilunum og unglingana í
félagsmiðstöðvunum og hlökkum við til að geta sagt ykkur
frá þessum skemmtilegu viðburðum síðar.
Við hlökkum til að eiga áfram gott samstarf við fólkið í
hverfinu á nýju ári.
Margt að gerast í Miðbergi
Frá æfingu í Miðbergi.
Umsóknir um
byggingarleyfi
orðnar rafrænar
Umsóknir um bygg
ingar leyfi hjá Reykjavíkur
borg urðu rafrænar frá
og með mánudeginum
12. desember sl. Með
raf rænum byggingar
leyfisumsóknum sparast
tími bæði íbúa og starfs
fólks. Sömuleiðis dregur
úr kolefnis fótspori vegna
starfseminnar út af minni
útblæstri vegna bílferða og
minni pappírsnotkunar.
Talsverðar breytingar
verða á skilum gagna og
meðhöndlun umsókna
hjá byggingarfulltrúa. Nú
verður öllum umsóknum
um byggingarleyfi skilað í gegnum Mínar síður Reykjavíkurborgar og
svarbréf verða rafræn. Skráningin byggir á umsóknargátt Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar. Um 300 kg. af pappír munu sparast á ári við þessa
breytingu og um 18 heimsóknir á dag sem er um 270 mínútur á dag
ef miðað er við 15 mínútna ferð samtals fram og til baka. Teikningum
verður skilað rafrænt og þarf að sameina þær í eins fáar PDF skrár og
mögulegt er. Rafrænar teikningar sem þarf að undirrita geta ekki verið
stærri en 20 mb. Það er nauðsynlegt að vera með rafræn skilríki fyrir
þessar skráningar. Nánar er hægt að lesa um skráninguna og ferlið
allt á vef borgarinnar.
Nú er hægt að sækja um byggingar
leyfi við eldhúsborðið heima.
Silly Suzi og Momo eru bestu trúðavinkonur í
heimi. Þær tala mismunandi tungumál og eiga því
stundum erfitt með að skilja hvor aðra.
Krökkum er boðið að koma í Gerðuberg og taka þátt
í trúðslátum með þessum frábæru vinkonum og sjá
hvernig þær sigrast á ágreiningi og læra tungumál.
Sýningin inniheldur djögl, loftfimleika, trúða og margt
fleira og er tilvalin stund fyrir 4 til 9 ára en sýningin er
skemmtileg fyrir alla fjölskylduna.
Silly Suzi og
Momo tilvalin
skemmtun
fyrir börn
Silly Suzi og Momo með trúðanefin á sýningu.
Viltu vera Memmm er opinn leikskóla Memmm
Play og er alla miðvikudaga kl. 10 til 12 á neðri
hæðinni í Gerðubergi.
Memmm eru félagasamtök sem vinna að fjölskyldu-
vænna samfélagi. Þar vinna áhugasamir einstaklingar
að því að skapa tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta
samveru og gæðastunda á fjölbreyttan hátt. Markmiðið
er að gaman sé að hitta aðra foreldra og forsjáraðila
með börnin sín, syngja saman, leika og læra. Óþarft er
að skrá sig og allir eru velkomin. Stundirnar eru einkum
hugsaðar fyrir fjölskyldur með ungabörn og börn
á leikskólaaldri.
Opin leikskóli
í Gerðubergi
Gaman að leika
og læra í Memmm.