Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Side 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549 Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum. Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Eygló Egilsdóttir - omar@eyjafrettir.is - eyglo@eyjafrettir.is. Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf. Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Grímur Hergeirsson, lögreglu- stjóri í Vestmannaeyjum er nú að undirbúa starf á þjóðhátíð með sínu fólki og samstarfsaðilum. Í allt verða milli þrjátíu og fjörtíu manns við löggæslu á hátíðinni og í mörg horn að líta þegar fjölmenni safnast saman í Herj- ólfsdal. Sjálfur kom Grímur fyrst á þjóðhátíð á Breiðabakka 1976, þá sjö ára gamall. Mætti í Dalinn sem ungur maður en kom með fjölskylduna á Þjóðhátíðina 2016 og hreifst af. Auk þess að vera lögreglustjóri í Vestmannaeyjum er hann settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá fyrsta júlí til næstu áramóta og gegnir báðum embætt- unum samhliða. Grímur er fæddur og uppalinn á Selfossi. Byrjaði að læra húsa- smíði, bjó í Noregi í nokkur ár en þegar hann kom heim fór hann í lögregluna. „Ég fór í Lögreglu- skólann og var í lögreglunni í tíu ár áður en ég fór í laganámið. Þegar ég kláraði laganámið vann ég í fimm ár í lögmennsku en fór þá aftur í lögregluna sem lög- lærður fulltrúi,“ segir Grímur um starfsferilinn. Þegar staða lögreglustjóra losn- aði í Vestmannaeyjum árið 2020 sá Grímur tækifæri á að breyta til og sér ekki eftir því. Lét ekki þar við sitja og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks ÍBV karla í hand- bolta með Erlingi Richardssyni síðasta vetur. Var liðið hársbreidd frá Íslandsmeistaratitli nú í vor. „Það var mjög skemmtilegt. Frábær hópur, flottir strákar og gaman að vinna með Erlingi. Við spiluðum saman á sínum tíma með Selfossi,“ segir Grímur. Fyrst á Þjóðhátíð á Breiðabakka Þegar talið berst að þjóðhátíð minnist hann þess þegar hann sjö ára kom með fjölskyldunni á Þjóðhátíðina á Breiðabakka 1976. „Þá var pabbi, Hergeir Krist- geirsson, að vinna í lögreglunni. Við vorum hjá Pálínu frænku minni, systur mömmu og Ragnari Bjarnasyni. Þetta var mikið æv- intýri fyrir sjö ára peyja, að koma á þjóðhátíð. Síðast kom ég svo á Þjóðhátíð 2016 með fjölskylduna. Þá kynntist maður betur þeirri hlið á hátíðinni sem er dagskráin og lífið í kringum hvítu tjöldin sem er alveg frábært. Líka gaman fyrir krakkana,“ segir Grímur sem í ár kemur að hátíðinni frá annarri hlið. Hann segir mikla reynslu vera til staðar hjá öllum þeim fjöl- mörgu aðilum sem koma að skipulagningu hátíðarinnar, bæði ÍBV, lög- reglu og öðrum viðbragðsað- ilum. „Það er enginn að gera þetta í fyrsta skipti og það er búið að þróa og efla allt skipulag og utanumhald og gott samstarf milli þessara aðila en það er í mörg horn að líta eins og gefur að skilja. Það er mikill fjöldi sem kemur á þjóðhátíð og við þurfum að vera vel undirbúin. Huga þarf að skipulagi og stýringu á umferð, bæði gangandi og akandi, bíla- stæðum og fleiru. Þetta er í býsna góðum farvegi og gaman að sjá hvernig framkvæmdin og samstarf þeirra sem koma að hátíðinni með einum eða öðrum hætti hefur þró- ast og eflst í gegnum árin,“ segir Grímur og neitar því ekki að vera spenntur fyrir helginni. „Auðvitað er alltaf spenna og við höfum okkar hlutverk. Að vera undirbúin í að takast á við það að vera með allan þennan fjölda og þau mál sem kunna að koma upp. Þau afgreiðum við af fagmennsku og yfirvegun.“ „Í það heila verða hátt í fjörutíu manns að störf- um hjá okkur í lögreglunni um þjóðhátíð. Fólk sem gengur vaktir, rannsóknarlög- reglumenn og fíkniefnaeftirlit með þrjá hunda. Sautján koma frá okkur og um tutt- ugu koma hingað til starfa frá öðrum embættum. Maður gerir sér grein fyr- ir því, sama hvar það er að þegar mikill fjöldi kemur saman fylgja því verkefni sem þarf að leysa. Það þýðir ekkert að hafa áhyggjur, við erum vel undirbúin og afgreiðum þau mál sem upp koma eins og til er ætlast,“ segir Grímur að lokum. Grímur lögreglustjóri Undirbúningur fyrir hátíðina í fullum gangi: Enginn að gera þetta í fyrsta skipti Mikil reynsla til staðar Gott samstarf allra aðila Öflug sveit lögreglufólks skiptir máli. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufulltrúi og Heiðar Hinriksson rannsóknarlögreglumaður. ” Í það heila verða hátt í fjörutíu manns að störfum hjá okkur í lögreglunni um þjóðhátíð. Fólk sem gengur vaktir, rannsóknar- lögreglumenn og fíkniefnaeftirlit með þrjá hunda. Sautján koma frá okkur og um tuttugu koma hingað til starfa frá öðrum embættum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.