Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Qupperneq 11
26. júlí 2022 | | 11 Kristín Erna sem er komin aftur til ÍBV og spilar með liðinu í ár, hefur mikla reynslu í boltanum. Hún segir Glenn mjög færan þjálfara. Kristín Erna segir að stærsta ástæðan fyrir góðu gengi liðsins sé sterk liðsheild sem liðið búi yfir núna. Hvað fékk þig til að færa þig aftur yfir til ÍBV? „Mig langaði í raun aldrei að fara í annað lið en ÍBV eftir að ég kom heim síðast, en það voru persónu- legir hlutir sem urðu til þess að ég fór í lið í bænum. Það var svo þegar ég fann að ég var tilbúin að spila í Eyjum aftur, þá kom aldrei neitt annað til greina en að spila fyrir ÍBV.“ Hvernig er Glenn sem þjálfari? „Að mínu mati er hann mjög fær þjálfari. Það er gott skipulag og agi hjá honum og taktískt séð er hann mjög góður.“ Taktískt mjög góður á þessum tíma. Hann var að mestu eða öllu leyti skipaður ungum og efnilegum stelpum og ekki hafði verið samið við erlendu leikmennina sem og þessar eldri Eyjastelpur. Til að byrja með var hugsunin einungis sú að ég myndi fylla upp í leikmannahópinn yfir vetrartímann og þangað til hópurinn yrði fullskipaður. Þetta gekk svo vonum framar og fór svo að ég endaði með að skrifa undir samning og var þar með orðin leikmaður ÍBV á ný. Þetta var ekkert sem ég hafði þorað að gera mér vonir um en bara ótrúlega gaman að fá að taka þátt í og vera partur af þessu frábæra liði.“ Hvernig er Glenn sem þjálfari? „Glenn er ótrúlega metnaðar- fullur og leggur hart að sér til þess að skila góðum árangri. Hann er skipulagður og klókur þjálfari, með gott auga fyrir leiknum og er góður í að greina bæði kosti og galla síns liðs sem og liðanna sem við erum að spila við. Hann býr yfir miklum leiðtogahæfileik- um og er góður í mannlegum samskiptum.“ Kristín Erna er komin aftur til ÍBV og er ánægð með þjálfarann. Gleðilega Þjóðhátíð

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.