Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Page 15
26. júlí 2022 | | 15 það var víst uppáhalds setningin hans, ekki að ég hafi nokkrum tíma heyrt hana en Daði fékk hana oftast. Það er líka eftirminnilegt þegar við bárum Sigga Valló inn í Dal í kóngastól og svo fórum við einu sinni klæddir eins og frændi okkar frá Vestmannaeyjum karabíska hafsins, Bob Marley. Ég myndi segja að Yngvi Bor hafi náð honum best.’’ Fagn á hvert skorað mark Þegar Hermann er spurður hvort ein þjóðhátíð umfram aðra standi upp úr þegar litið er til baka stóð ekki á svarinu. „Á Stuðmannahá- tíðinni 1982 var maður nú bara gutti, á háhest hjá Bjössa frænda og var skutlað heim um tólf leytið. En það er hátíðin 1995. Það var frábært veður, við komnir í ÍBV og þetta var fagnsumarið mikla. Þetta var lygilegt með fögnin, það var svo mikil stemning að þau tóku orðið stóran part í undirbún- ingi fyrir leiki. Var þannig að ef við æfðum þrjú fögn þá skoruðum við þrjú mörk. Má segja að við höfum ákveðið fyrirfram hvað myndum skora af mörkum í hverjum leik. Mikil stemning í hópnum og allt svo skemmtilegt. Þannig að það var ekki erfitt fyrir okkur að finna út hvernig við áttum að njóta þjóðhátíðarinnar. Við fórum þá með Sigga Valló út að borða og eitthvað að drekka, svo bárum við hann inn í Dal á kóngastól. Hann var ansi kátur með innkomuna og skemmti sér það vel að hann var heima hjá sér laugardag og sunnudag. Okkur var eðlislægt að gera eitthvað skemmtilegt og tilfinningin er að það var gaman þetta sumar. Það lá einhvern veginn í augum uppi að þetta yrði gjörsamlega geggjuð þjóðhátíð. Það var svo gaman í öllu sem við vorum að taka okkur fyrir hendur. Og er að sjálfsögðu ennþá.“ Hermann hefur búið bæði erlendis og uppi á landi en hefur ekki sleppt úr þjóðhátíð þegar tækifæri hafa gefist. „Þá er það engin spurning, maður mætir og það verður spennandi hátíð í ár, að mæta með fjölskylduna og njóta þess að vera loksins með þeim inni í Dal.“ Mikill spenningur fyrir þjóðhátíðinni Hermann og Alexandra unnusta hans hafa nú búið í Eyjum síðan í desember og eiga þau stóra fjölskyldu sem samanstendur af fimm börnum. Þrjá drengi, Emil Max tveggja ára, Hermann Alex þriggja ára og Jóhann Lárus 11 ára. Síðan þær elstu, Ída Marín sem varð tvítug daginn sem við- talið var tekið, 13. júlí og Thelma Lóa 23 ára. „Thelma Lóa verður farin út í skóla en hin mæta öll með okkur í Dalinn. Það er mikil tilhlökk- un í hópnum því það er alveg öruggt að þetta verður langbesta þjóðhátíð sögunnar. Við verðum að sjálfsögðu með tjald með öllu tilheyrandi og erum hrikalega spennt að búa okkur til hefðir fyrir komandi ár, ásamt stór- fjölskyldunni. Þau eru öll mikið þjóðhátíðarfólk. Ef það heyrast mikil læti inni í Dal úr tjöldun- um þá eru Óla Heiða og Maggi líklegast byrjuð að syngja. Síðan er aldrei að vita hvort Bjössi Ella bjóði manni aftur á háhest.“ Og fjölskyldan er ánægð með lífið í Eyjum. „Við elskum lífið hérna á eyjunni fögru og ég er sérstaklega heppinn með hana Alexöndru því hún elskar allt við Vestmannaeyjar. Alveg eins og ég, nema kannski Þorlákshöfn, þannig við erum á hárréttum stað og ég hef aldrei verið spenntari fyrir þjóðhátíð. Kæru Eyjamenn, gleðilega þjóðhátíð hlakka til að sjá ykkur á Hásteinsvelli á laugardaginn í þjóðhátíð kl. 14.00 og seinna í brekkunni. ÀFRAM ÍBV,’’ sagði Hemmi að endingu. Vallógengið var ósigrandi í firmakeppni ÍBV. Hér er mynd af sigurliðinu 1999. Sýnishorn af fagni, Leifur Geir og Steingrímur heitinn Jóhannesar. Lokahóf 1995. Bestur og efnilegastur. Hermann í baráttu í leik ÍBV gegn ÍA í júlí 1994. Mynd: Ingi Tómas. Marki fagnað í leik ÍBV gegn KR í september 1994. Mynd: Ingi Tómas.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.