Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Page 18
18 | | 26. júlí 2022 Klara Elias, sem heitir fullu nafni sem heitir fullu nafni Klara Ósk Elíasdóttir, hefur heldur betur sungið sig inn í hjörtu Vestmannaeyinga með nýja Þjóðhátíðarlaginu Eyjanótt. Hún hefur enga fjölskyldutenginu til Vest- mannaeyja, en talar og syngur um Þjóðhátíð eins og hún sé innfædd. Í laginu nær hún að fanga á fallegan hátt þá eins- töku tilfinningu og upplifun sem heimafólk er alltaf að tala um en aðkomufólk á Þjóðhátíð þekkir ekki endilega. Klara kemur fram með Kvennakór Vestmannaeyja þegar hún flytur lagið á Stóra sviðinu. Er það með orðin Eyjakona. Hún tók sín fyrstu skref á ferlinum með stúlknabandinu Nylon og nýtur í dag vel- gengni, hér heima og erlendis, sem söngkona, tónlistarkona og lagasmiður. Hún segir árin í Nylon hafa verið dýmætustu reynslu lífsins. Töfrar í Dalnum Hefurðu einhverntíman áður komið fram á stóra sviðinu á Þjóðhátíð? „Ég hef bara einu sinni komið fram á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og það var í fyrra þegar ég söng með Albatross í upphitun fyrir Brekkusöng þar sem Dalurinn var tómur og öllu var sjónvarp- að. Meira að segja þegar ég var í Nylon og við vorum að koma fram bókstaflega út um allt land þá komum við aldrei fram í Eyj- um. Það var skrýtin tilfinning að syngja fyrir tóman Dal en um leið svo mögnuð. Ég hef sagt það áður og ég er sannfærð um að það er einhver alveg sérstök orka í Daln- um. Við sem sungum fyrir tóman Dal, vorum öll sammála um að það væru einhverskonar töfrar í honum. Ég held að öll gleðin og hamingjan sem brýst þarna út á ári hverju sitji eftir og taki svo á móti okkur ári síðar.“ Hvað finnst þér best við Þjóðhátíð og Vestmannaeyjar? „Í þau skipti sem ég hef komið á Þjóðhátíð eða til Vestmannaeyja finnst mér alltaf jafn magnað hvað orkan í eyjunni er jákvæð og falleg. Það er alltaf svo vel tekið á móti manni, Eyjafólk er svo glaðlegt og hlýtt og mér líður eins og allir séu glaðir að taka á móti öllum þessum gestum í Eyjum. Það hefur komið svo berlega í ljós í samstarfi mínu við Kvenna- kór Vestmannaeyja. Þær eru svo öflugar og flottar og hafa tekið Klara hefur sungið sig inn í hjörtu Eyjamanna: Einstakt tækifæri að fá að semja og flytja lagið Hlakkar til að koma fram með Kvennakórnum Kvennakór Vestmannaeyja mun frumflytja Þjóðhátíðarlagið með Klöru á kvöldvöku á VERÐI föstudagskvöldið. Kvöldvakan hefst kl. 21:00. ” Í þau skipti sem ég hef komið á Þjóðhátíð eða til Vestmannaeyja finnst mér alltaf jafn magnað hvað orkan í eyjunni er jákvæð og falleg. Það er alltaf svo vel tekið á móti manni, Eyjafólk er svo glaðlegt og hlýtt og mér líður eins og allir séu glaðir að taka á móti öllum þessum gestum í Eyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.