Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Síða 24

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Síða 24
24 | | 26. júlí 2022 „Fyrir fjórum árum kom ung stelpa sem við þekktum ekki og kíkti inn. Spurði hvort þetta væri hjólhýsið í Stuðmannamyndinni, Með allt á hreinu? Þetta kom okkur í opna skjöldu en sögðum henni að líklega væri það nú rétt. Við höfðum aldrei tekið eftir því í myndinni en við nánari skoðun sést það í senunni þegar Stinni Stuð lenti í átökum á brúnni. Þar er hjólhýsi fjölskyldunnar í bak- grunni. Þessu hafði hún tekið eftir. Var heilluð af því að vera komin í hjólhýsið sem sést í myndinni sem var tekin á Þórsþjóðhátíð 1982. Löngu áður en hún fæddist,“ segir Eyþór Harðarson í spjalli um hjól- hýsi fjölskyldunnar sem í áratugi var og er enn leiðarsteinn fólks á leið í og úr Dalnum á þjóðhátíð. „Mamma og pabbi keyptu hjólhýsið sumarið 1973, gosárið. Við ferðuðumst í því öll fjöl- skyldan fyrstu sumrin. Það stóð mörg sumur við Meðalfellsvatn, á skika sem við deildum með Gulla og Dóru sem keyptu samskonar hjólhýsi á sama tíma. Þau voru vinafólk foreldra okkar frá því á Kirkjuveginum,“ segir Eyþór um heimili fjölskyldunnar í Dalnum. Foreldrarnir Hörður Jónsson, skipstjóri og Sjöfn Guðjónsdóttir, bónusdrottning og verslunareig- andi, rak verslunina Hressó við Vestmannabraut. Þau eru bæði látin. Börnin eru Eyþór, tvíburarn- ir Alda og Hrönn og Katrín og er það Eyþór sem segir söguna. Fyrst á Breiðabakka „Þegar við fluttum heim til Eyja í ágúst 1974 fylgdi hjólhýsið með og var fyrst notað á Þjóðhátíð á Breiðabakka 1975. Hefur það verið notað með örfáum undan- tekningum á þjóðhátíðum síðan – alltaf sama hjólhýsið. Ef ég sé gamlar þjóðhátíðarmyndir byrja ég alltaf að tékka hvort og hvar hjólhýsið var staðsett það ár,“ segir Eyþór. „Í margar þjóðhátíðir vorum við í götunni fyrir neðan Veltusund- ið, í fyrsta stæðinu. Síðari árin höfum við fundið okkur stað í syðstu götunni á horninu. Þetta eru stæði sem yfirleitt enginn reyndi að ná í kapphlaupinu mikla um tjaldstæðin. Horntjöldin verða oft fyrir ónæði af gangandi umferð og fólki sem skreppur fyrir horn til að pissa. Núna erum við á Golfgötu sem á ágætlega við fjölskylduna, mörg okkar í golfi. Það er líka kostur að fólk þarf ekki að leggja götunafn og númer á minnið ef það vill kíkja í kaffi. Það er auðvelt að finna hjólhýsið.“ Golfgatan sú besta Fjölskyldan heldur fast í hefðirn- ar, ekki síst í mat og drykk þar sem foreldrarnir lögðu línuna. „Það fyrsta er að við förum öll í sparifötin á föstudeginum og mætum á setninguna. Á eftir eru brauðtertur og kökur með kaffinu í hjólhýsinu. Á föstu- dagskvöldinu eftir brennu eru hitaðar pylsur og að sjálfsögðu allskonar matur, samlokur og flatkökur sem eru á borðum alla þjóðhátíðina. Á laugardeginum er aftur hátíðarkaffi um miðjan dag með nýsmurðu meðlæti og um miðnætti á laugardagskvöldinu er hituð gómsæt súpa. Yljar hún vel eftir kvöldvökuna. Sunnudagurinn er tekinn með miðdegiskaffi og í kvöldmatinn eru kjúklingabitar úr veitingatjaldinu. Borðaðir í Dalnum fyrir lokakvöldið.“ „Staðsetningin gerir það að verkum að margir reka inn nefið eða heilsa uppá okkur fyrir utan hjólhýsið sem er í gönguleiðinni í og úr Dalnum. Einnig hefur Hjólhýsið hýst fjölskylduna á þjóðhátíð frá 1975: Leiðarsteinn fólks á leið í og úr Dalnum Hjólhýsið á sínum stað í Dalnum. Katrín, Grettir, Arnar Gauti, Sara Sjöfn og Elís Þór í góðu yfirlæti. ” Staðsetningin gerir það að verkum að margir reka inn nefið eða heilsa uppá okkur fyrir utan hjólhýsið sem er í gönguleiðinni í og úr Dalnum. Einnig hefur byggst upp kjarni sem vill tjalda á sunnanverðri Golfgötu. Hjólhýsið tekur vindinn á sig í sunnanáttum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.