Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Síða 25

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Síða 25
26. júlí 2022 | | 25 byggst upp kjarni sem vill tjalda á sunnanverðri Golfgötu. Hjól- hýsið tekur vindinn á sig í sunn- anáttum. Ég held að Golfgatan sé mjög vanmetin og eru nokkrir klókir búnir að sjá að hún er langbesta gatan,“ segir Eyþór af mikilli sannfæringu. „Við gerum ekkert út á mús- íkina í hjólhýsinu. Til okkar kemur fólk til að segja sögur og rifja upp gamla tíma og hlæja saman. Enginn í fjölskyldunni almennilega partýfær á hljóð- færi. En ef fólk byrjar að syngja þá er sándið hvergi betra en í hjólhýsinu þegar fjölskyldan tekur undir.“ Kaffi og spjall Eyþór segir að oft komi gestir sem segjast hafa komið ár eftir ár til mömmu þeirra og pabba í hjólhýsið. „Og langar einfald- lega að halda í hefðina, kíkja inn í einn kaffi og spjall. Það er líka orðin hefð hjá mörgum vina okkar að kíkja einu sinni, að lágmarki á hverri þjóðhátíð. Það er bara eins og hjá flestum – það er ákveðin listi af tjöldum sem þarf að heimsækja áður en helgin er yfirstaðin,“ segir Eyþór sem í lokin rifjar upp sögu í hjólhýsinu. „Einu sinni komu Maggi Krist- leifs og Sísí í heimsókn rétt eftir miðnætti eitt kvöldið og voru á leið heim með Jögvan í Ríkinu, pabba Sísíar. Eftir drykklanga stund segir Jögvan: - Fer þessi bekkjabíll ekki að koma sér af stað?“ „Undanfarin ár hefur fjölskyld- an stækkað eins og gengur og hefur Katrín komið upp tjaldi sem staðsett er í Golfgötunni sem fyrsta tjald við hliðina á hjólhýsinu. En hjólhýsið er í góðri geymslu á milli hátíða og mun það verða dregið í Dalinn svo lengi sem það hangir saman,“ segir Eyþór að endingu. Börnin njóta. Stella, Elís Þór, Telma, Birta Lóa, Anna Sara, Sigurjóna, Bríet og Eva við veisluborðið í hjólhýsinu. Systkinin Eyþór, Hrönn, Alda og Katrín. Fjölskyldan Laufey, Grétar Ingi, Eyþór Elí, Björn Ívar og Aníta Ýr. Frændurnir Arnar Gauti, Grétar Þór og Hörður Svævar. Denni frændi og Sara Sjöfn. ” Einu sinni komu Maggi Kristleifs og Sísí í heimsókn rétt eftir miðnætti eitt kvöldið og voru á leið heim með Jögvan í Ríkinu, pabba Sísíar. Eftir drykklanga stund segir Jögvan: - Fer þessi bekkjabíll ekki að koma sér af stað?Æskuvinirnir Davíð, Birkir, Óskar og Eyþór.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.