Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Qupperneq 29

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Qupperneq 29
26. júlí 2022 | | 29 Fyrsta þjóðhátíðin sem þú manst eftir, fyrsta minningin – hver er hún? - Ég á ótal minningar af þjóðhá- tíð sem lítil stelpa, í tjaldinu, í Brekkunni, í bekkjabíl og auð- vitað við undirbúninginn allan. En það sem alltaf stendur upp úr er þjóðhátíðin þegar við Birna vinkona ákváðum að það væri kominn tími til að við myndum troða upp í Dalnum og við feng- um einhverra hluta vegna að flytja lagið um Línu langsokk á Litla pallinum, dressaðar upp sem Lína langsokkur og Stína stuttsokkur og svifum heldur betur um á bleiku skýi eftir þetta gigg! Manstu eftir tískunni, hljómsveit- um eða öðrum föstum liðum sem voru á dagskrá þegar þú varst yngri? - Á mínum yngri árum var ég nú yfirleitt bara í tríkot og ég man að pokabuxur voru líka mikið í tísku og allt eins litríkt og hægt var. Ég man svo kannski mest eftir þeim hljómsveitum og skemmtiatriðum sem mér fannst skemmtilegast eins og Stjórnin, Bjartmar, Tod- mobile, Laddi, Sálin og svo að sjálfsögðu Brúðubíllinn. Hvað var öðruvísi í dag? - Það er nú kannski ekki margt sem er öðruvísi þar sem þjóðhátíð er náttúrulega mjög formföst og miklar hefðir hjá öllum og yfirleitt ekki margt sem má breyta. En líklega er það helst hvað þetta var einhvern veginn allt minna og krúttlegra, ef það má orða það þannig. En þó haldið sé fast í hefðir og passað að þjóðhátíðin sé alltaf hátíðin okkar og missi ekki sjarmann þá þróast hún sem betur fer með tíðarandanum og er sífellt verið að leita leiða til að betrumbæta og gera dásamlegu þjóðhátíðina okkar sífellt aðeins betri. Systkinin Hjálmar og Guðbjörg Helgabörn: Þjóðhátíð skapar endalausar minningar Fyrsta þjóðhátíðin sem þú manst eftir, fyrsta minningin – hver er hún? - Fyrsta minning mín er að hlaupa eftir einhverri götunni á milli tjalda, troða sér inn á milli og finna leynistaði, sem var mjög spennandi. Í nokkur ár rölti mað- ur um Brekkuna, með kassa fram- an á sér og seldi ís. En sterkasta minning mín er frá árinu 1982 þegar Stuðmenn spiluðu í búning- um frá Lúðrasveit Vestmannaeyja í grenjandi rigningu, það er alveg greypt í minnið. Manstu eftir hljómsveitum eða öðrum föstum liðum sem voru á dagskrá þegar þú varst yngri? - Fyrir utan minninguna um Stuð- menn þá man ég ekki mikið eftir hvaða hljómsveitir voru að spila, en það voru föstu liðirnir, brúðu- bíllinn, reiptogið og að sjálfsögðu að fara í sjoppurnar að kaupa dót – og stuðið í hvíta tjaldinu. Hvað var öðruvísi í dag? - Helsti munurinn er kannski í mannfjöldanum sem kemur að skemmta sér á þjóðhátíð. Óháð því er dagskráin hjá fjölskyldunni alltaf svipuð og margar hefðir sem haldið er í. Hvítt tjald er alltaf hvítt tjald, Litli pallurinn er alltaf Litli pallurinn og Palli í Mörk er með pelann, sama hvað margir eru að dansa á Stóra pallinum. Hjálmar Helgason: Stuðmannahátíðin 1982 greipt í minnið Guðbjörg Helgadóttir: Lína langsokkur, tríkot og pokabuxur Feðginin Hjálmar og Salka á góðri stundu í Eyjum. Birna og Guðbjörg í Herjólfsdal með tískuna á hreinu ca. 1990. Vasadiskó og pelanammi toppa lúkkið. Guðbjörg upp á sitt besta í sínu náttúrulega umhverfi í Herjólfsdal. Guðbjörg á góðri stundu í Brekkunni með afa sínum, Palla í Mörk sem enn mætir í Dalinn þó hann sé að verða 96 ára.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.