Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Side 4
4 | | 24. febrúar 2022 Frysting gengur vel „Það er bara bræla,“ var það fyrsta sem Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni hafði til málanna að leggja þegar við ræddum við hann á þriðjudaginn. „Annars hefur fram að þessu óveðri gengið ágætlega hjá okkur. Við erum bún- ir að vera að frysta nær óslitið frá því á föstudaginn fyrir rúmri viku. Þetta veður sem er að ganga yfir núna hefur sett strik í reikninginn. Frystingin er að slitna núna í fyrsta skiptið af því að Ísleifur kemst ekki til Eyja, en hann liggur í vari við Reykjanes eins og fleiri bátar. Við erum að vonast til að hann komist til Eyja í kvöld eða nótt. Síðan er verið að skammta okkur rafmagn núna sem gerir þetta allt aðeins erfiðara.“ Hjá Vinnslustöðinni eru kom- in á land rúm 40 þúsund tonn. „Stærstur hluti hefur farið í bræðslu en við erum búin að frysta um 4000 tonn. Þetta hefur verið gott hráefni og það sem við erum að frysta núna hefur verið með um 16% hrognafyllingu og loðnan hefur verið í síðustu skömmtum svona 16-18 prósent. Það sem Ísleifur er að koma með er að nálgast 19% og þá fer að styttast í að hægt verði að fara að kreista.“ Sindri segir hráefnið vera mismunandi enda sé veiðin að koma af mismunandi svæðum. „Stór hluti af flotanum var fyrir vestan land, við Reykjanes og inn á Faxaflóa, og var að fá ágætis afla. Kapin hefur verið við Eyjar og þar var þokkaleg loðna. Norð- menn eru enn að fiska fyrir austan land þannig að loðnan virðist vera mjög dreifð. Hvergi stóra gangan, en víða kropp.“ Hvenær reiknar þú með að hægt verði að fara að kreista í hrogn? „Það er stór spurning. Það fer náttúrulega allt eftir þroska loðnunnar og hrognanna. Hún fer ekkert að losa hrognasekkinn fyrr en fyllingin er komin upp í 21-22%. Ég er búinn að segja það alla vertíðina að við getum farið að pæla í þessu fyrstu vikuna í mars og ég ætla að halda mig við það. Það er alveg jafn vitlaust eins og hvað annað.“ Þegar talið barst að söluhorfum fyrir afurðir þá var Sindri nokkuð brattur. „Við getum ekkert annað en verið bjartsýnir á sölu en það er bara allt í vinnslu. Eins og venjulega þá skýrist þetta ekkert endanlega fyrr en eftir vertíð en það er tilefni til bjartsýni,“ sagði Sindri kátur að lokum. Fínasta Japans loðna Eyþór Harðarson hjá Ísfélaginu hóf samtalið á mjög svipuðum nótum og Sindri. „Það er bara bræla á þessu og þrír bátar hjá okkur í skjóli við Reykjanes að bíða eftir að komast með loðnu til frystingar í Eyjum, vonandi hefst það í kvöld.“ Þar á bæ er búið að frysta rúm 2000 tonn af þeim rúmu 67 þúsund tonnum sem skip Ísfélagsins hafa komið með að landi. „Þetta hefur verið fín Japans-loðna sem við höfum náð að frysta núna nær óslitið í rúma viku. Það er bara þessi bræla núna sem er að stoppa okkur af. Nú er bara beðið eftir næsta skammti. Við höldum líklega áfram að frysta hrygnu til mánaðamóta og þá getum við farið að taka hrogn.“ Eyþór segir hráefnið hafa verið gott sem skipin hafi verið að koma með. „Aflinn sem skipin eru að reyna að koma heim núna er góður og er hrognafylling að nálgast 20%. Þá fer að styttast í að það fari að losna í hrygnunni og þá fer hrognavinnslan af stað.“ Hjá Ís- félaginu stendur ekki til að frysta hæng. „Það er mikil óvissa með sölu á honum eins og ástandið er núna en aftur á móti eru mjög góðar söluhorfur í mjöli og því eðlilegra að kallinn endi þar.“ Þegar talið barst að söluhorfum almennt á loðnuafurðum var Ey- þór nokkuð brattur. „Það er bara eins og menn hafa sagt áður þetta lítur ágætlega út en það er annarra að svara því betur en menn eru bara bjartsýnir. Það er alla vega eitthvað eftir af þessari vertíð,“ sagði Eyþór að endingu. Alltaf nóg að gera Arnar Richardsson hjá Berg- Huginn var ekki að æsa sig þegar við ræddum við hann á þriðju- dag. „Það er bara búið að vera ágætt hjá okkur. Bergey fór út á fimmtudaginn og landaði í gær og svo fara þeir aftur út á fimmtu- dag. Þetta var mest þorskur, ýsa og koli hjá þeim sem þeir fengu Lónsbugtinni og á Pétursey.“ Það var ekki hægt að sleppa Arnari án þess að ræða fasta liði og spyrja frétta af Vestmannaey VE. „Það eru allir varahlutir komnir til landsins og það er verið að mála og klára eitt og annað. Það ætti allt að vera klárt hjá okkur eftir um tíu daga eða svo.“ Aðspurður um það hvernig markaðsmálin stæðu nú þegar afléttingar væru komnar á fullt úti í Evrópu sagði Arnar mál- in ekki vera alveg svo einföld. „Nú erum við komin á þann árstíma sem mikil veiði er við Noreg og þeir moka inn á markaðina með tilheyrandi áhrifum á verðið. En það er nóg fram undan hjá okkur, Gullver er að fara í togararallið og þá þurfum við að skaffa vinnsl- unni fyrir austan fisk þannig að það er alltaf nóg að gera. SJÁVARÚTVEGURINN Brælur og bullandi vertíð

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.