Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Qupperneq 11
24. febrúar 2022 | | 11 Í apríl á síðasta ári opnaði deilileiga fyrir rafskútur í Vest- mannaeyjum undir merkinu Hopp. Það eru þau Nanna Berglind Davíðsdóttir og Jón Þór Guðjónsson sem standa að rekstrinum hér í Eyjum. Vest- mannaeyjar eru fyrsti staður- inn utan höfuðborgarsvæð- isins þar sem leiga sem þessi er sett á laggirnar en þeim hefur fjölgað á landsbyggðinni síðan. Við ræddum við Jón Þór um þetta fyrsta starfsár en Jón Þór hefur tekið saman ýmsar áhugaverðar upplýsingar um notkunina í Vestmannaeyjum. Fimmtíuþúsund ferðir í Vestmannaeyjum Jón Þór segir skemmst frá því að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Jú algjörlega. Við byrjuðum líka með 25 hjól og sáum strax að við þurftum að bæta við. Tókum þá önnur 20 til að svara eftirspurn.“ Í Eyjum hafa verið farnar tæplega fimmtíuþúsund ferðir í þeim hafa verið eknir samtals 66.292 kílómetrar til samanburðar er ummál jarðar um miðbaug um það bil 40.000 km svo það er búið að Hoppa rúmlega einn og hálfan hring í kringum hnöttinn. Skilja bílinn eftir í Landeyjum Jón Þór segir það ekki síður áhugavert hversu margir hafi stofnað aðgang að hopp í Vest- mannaeyjum, en það hafa yfir 3000 notendur verið stofnaðir í Eyjum. „Það eru allar líkur á að þetta séu aðallega heimamenn, en það má gera ráð fyrir að hluti af þessari tölu séu aðkomufólk sem stofnaði aðgang sinn í Eyjum, og að hluti íbúa í Eyjum hafi stofnað aðgang sinn á öðrum stöðum. Þetta eru náttúrulega einu almenningssamgöngur hérna í eyjum. Það eru margir líka ofan af landi farnir að skilja bílinn sinn eftir í Landeyjum af því þeir vita af Hopp í eyjum.“ Mikill dagamunur Jón Þór segir leiguna hér og nýtingu á hjólum vera mjög góða miðað við annarsstaðar á landinu. „Stærsti dagurinn hér fór í 20 ferðir á hvert hjól í sumar. Vestmannaeyjar hafa náð flestum ferðum á hvert hjól á einum degi. Við höfum líka séð minnst eina ferð á öllum flotanum. En það var síðasta vikan áður en við kipptum hjólunum inn einfaldlega vegna þess að það var ekki færi.“ Aðspurður hvenær Eyjamenn fái hjólin aftur á götuna gat Jón Þór engu lofað. „Það verður vonandi sem fyrst. Fer eftir því hvað veðurguðirnir ætla að vera góðir við okkur.“ Umgengnin lagaðist eftir grein Halldórs Björns Víða um heim hafa rafskútur verið gagnrýndar fyrir umgengni og truflun á almennri umferð. „Umgengnin hefur verið góð upp til hópa, vissulega má alltaf gera betur. Viðskilnaður við hjólin hins vegar lagaðist töluvert eftir greinina sem Halldór Björn Sæþórsson gaf út. Við þökkum honum fyrir að opna augun fyrir heimamönnum varðandi viðskiln- að á hjólunum svo að allir komist leiðar sinna.“ Stækkandi floti Jón Þór er stórhuga fyrir komandi sumar. „Við munum bæta 20 hjól- um við flotann en það er aðallega vegna þess að hjólin hafa fengið að þola ýmislegt. Erum þá með 65 hjól í heildina. Við áætlum að halda um 50 hjólum á götunum til þess að svara eftirspurn.“ Jón Þór hafði þetta að segja að lokum. „Við viljum þakka innilega fyrir góðar viðtökur árið 2021 og von- andi getum við gert betur á þessu ári. Eyjamenn og gestir spöruðu 8,15 tonn af koltvísýring á síðasta ári með sinni hopp notkun. Minni mengun, meira Hopp!“ Hoppað rúmlega einn og hálfan hring í kringum jörðina Meðfylgjandi „hitamynd“ sýnir hvar hjólunum er oftast ekið. Nanna Berglind Davíðsdóttir og Jón Þór Guðjónsson Hopp-arar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.