Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Qupperneq 9
24. febrúar 2022 | | 9 Hlynur Andrésson er lang- hlaupari ársins 2021 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í þrett- ánda skiptið sunnudaginn, 13. febrúar. Hlynur hlýtur þennan titil í annað skiptið. Kosið var á milli sex hlaupara í karlaflokki. Hlynur Andrésson flutti nýlega til Ítalíu frá Hollandi og æfir þar undir leiðsögn eins fræg- asta og besta langhlaupara Ítalíu, Stefano Baldini, en hann vann Ólympíugull í maraþoni 2004. Hlynur er Eyjamaðurinn í blaði Eyjafrétta að þessu sinni, við ræddum við Hlyn um flutn- inginn og komandi verkefni. Hlynur segir flutninginn hafa átt sér nokkuð langan að- draganda. „Eftir að hafa keppt í Bretlandi í 10,000m hlaupi á braut, bætt Íslandsmetið mitt og endað í öðru sæti þar, bauðst mér að flytja til Ítalíu og æfa undir einum af mínum hetjum í sportinu, Stefano Baldini, sem vann Ólympíuleik- ana í maraþoni árið 2004 í Aþenu. Ég hafði búið í Hollandi í 3 ár og verið þar með banda- rískri/hollenskri stelpu, en þar sem við hættum saman í byrjun árs 2021, þá vildi ég prófa að flytja heim til Íslands og sjá hvort ég gæti búið þar og æft á sama stigi og ég hafði verið að gera í Hollandi. Eftir nokkrar vikur sá ég að það var ekki hægt þannig að ég ákvað að prófa að æfa með hópnum hans Baldini á Ítalíu í nokkrar vikur og mér leist svo vel á staðinn og hópinn að ég ákvað bara að kýla á það og flytja.“ Hann segist vera ánægður með lífið á Ítalíu svona við fyrstu sýn. „Mér líst mjög vel á þetta, en að sjálfsögðu er ekkert land án vandamála. Héraðið sem ég bý í heitir Emilia-Romagna, það er mjög veðursælt þar og full- komið fyrir hlaupara til þess að æfa allan ársins hring, nema kannski á sumrin þegar hitinn er kominn upp í 35 gráður, en þá munum við færa okkur upp í ítölsku Alpana.“ Hér- aðið er ekki bara hentugt fyrir hlaupara því Emilia-Romagna er líka þekkt fyrir góða matar- gerð. „Héðan eru t.d. parma skinka, parmesan ostur, tortelli og lambrusco allt frá þessum stað. Svo er ítalskan að mínu mati fallegasta tungumál heims og mig hefur alltaf lang- að til þess að læra hana síðan ég sá kvikmyndina Inglourious Basterds eftir Tarantino. Það er hinsvegar ekki hægt að redda sér á ensku hérna þar sem ég bý, þannig þú ert svolítið í djúpu lauginni þegar kemur að samskiptum við almenning. Svo gerast hlutirnir einnig rosa hægt hérna; t.d. keypti ég mér bíl um daginn og það ferli tók næstum 4 mánuði og ansi mikla þolinmæði.“ Hlynur segir að um frábært tækifæri sé að ræða fyrir sig. „Það sem ég sé í þessu er aðallega að verða eins góður íþróttamaður og ég mögulega get. Ég held að ég eigi töluvert meiri séns á að ná markmiðun- um mínum hérna með Baldini sem þjálfara og æfingafélaga sem eru á mínu getustigi. Svo má kannski bæta því við að ég mun læra mitt fjórða tungumál og virkilega kynnast ítölsku menningunni.“ Hvað er næst á dagskrá hjá þér? „Allur fókusinn núna er á Evrópumeistaramótinu í frjálsum, sem verður haldið í Munchen, Þýskalandi í enda ágúst. Svo er Heimsmeist- aramótið í hálfmaraþoni um miðjan nóvember og atlaga að Ólympíulágmarki stuttu seinna.“ Nafn: Hlynur Andrésson Fæðingardagur: 16. september, 1993 Fæðingarstaður: Landspítalinn, Reykjavík. Fjölskylda: Addi Steini, Ása og Egill. Uppáhalds vefsíða: letsrun.com Aðaláhugamál: Frjálsar, körfubolti, bókmenntir, kvikmyndir og tungumál. Uppáhalds app: Spotify Uppáhalds hlaðvarp: Hef verið hlusta svolítið á Italiano Automatico og það hefur verið mér mjög hjálpsamt með að læra ítölskuna. Uppáhalds matur: Sólþurrkaður saltfiskur með kartöflum, rófum og hamsatólg. Versti matur: Rósakál Hvað óttastu: Eftirsjá Mottó í lífinu: Fylgdu hjartanu. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Gríðarlega erfið spurning en ætla að segja Arnold Schwarzenegger vegna þess að ég held að enginn hafi notið velgengni á jafn mörgum mismunandi sviðum og sá maður og ég gæti líklega lært ýmislegt frá honum. Hvaða bók lastu síðast: Það var ítalska morðgátan “Il Nome Della Rosa” eftir Umberto Eco Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Það breytist oft en akkúrat núna er það DeMar DeRozan og Chicago Bulls sem ég vona að vinni titilinn í ár. Svo er Max Verstappen í Formúlunni í öðru sæti. Ertu hjátrúarfullur: Er lærður vísindamaður þannig það er kannski ekki við hæfi að vera hjátrúarfullur. Uppáhalds sjónvarpsefni: Demantamótaröðin í frjálsum eða NBA Playoffs, svo líka bara góð kvikmynd. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Mjög hrifinn af nýjustu plötu The Weeknd sem kom út á árinu og heitir Dawn FM. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Væri gaman að sjá sem flesta í Vestmannaeyjahlaupinu í september og ég hvet alla Vestmannaeyinga til þess að taka þátt því það er alveg einstök upplifun. EYJAMAÐURINN Ætla að verða eins góður íþrótta- maður og ég mögulega get Hlynur Andrésson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.