Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Page 5
24. febrúar 2022 | | 5
Vestmannaeyingar hafa fengið
að finna fyrir því að Lands-
virkjun hefur þurft að skerða
ótrygga raforku og þá m.a. til
fjarvarmaveitna vegna bágrar
stöðu í miðlunarlónum, aðal-
lega Þórisvatni. Í Vestmanna-
eyjum er vatnið hitað upp
annarsvegar í varmadælustöð-
inni og hins vegar í kyndistöð-
inni. HS Veitur hafa keypt
forgangsorku fyrir varmadælu-
stöðina en til að halda niðri
kostnaði þá hefur verið keypt
skerðanleg orka á kyndistöð-
ina sem er þá skert núna. Ná-
ist að reka varmadælustöðina
á fullum afköstum notar hún
um 3 MW af raforku og sparar
um leið tæp 6 MW þannig að
til mikils er að vinna. Álag-
ið á hitaveituna á þessum
árstíma er hinsvegar meira
en varmadælustöðin annar
og því óhjákvæmilegt að nýta
kyndistöðina einnig en hvað
mikið ræðst af notkuninni í
bænum. Varmadælustöðin er
þannig rekin sem grunnafl og
alltaf fullnýtt miðað við stöðu
búnaðar og afkastagetu á
hverjum tíma og síðan tekur
kyndistöðin við.
Notkun lítið breyst
Fram kom í tilkynningu frá HS
veitum í síðustu viku að vegna
kostnaðar og umhverfisáhrifa
leggja HS Veitur áherslu á að
olíunotkun í kyndistöðinni verði
sem allra minnst. Mikilvægt atriði
í því sambandi er að bæjarbúar
fari eins sparlega með heita vatnið
eins og kostur er og hafi í huga
að öll sóun á heitu vatni, sérstak-
lega þegar hún er framleidd með
brennsluolíu, er mjög slæmur
kostur. Þar kemur einnig fram að
eins og útlitið er í dag gæti þessi
skerðing staðið langt fram í apríl
og jafnvel lengur.
Ívar Atlason svæðisstjóri vatns-
sviðs HS Veitna í Vestmannaeyj-
um sagði í samtali við Eyjafréttir
ekki greina að samdráttur hafi
orðið í notkun á heitu vatni í Vest-
mannaeyjum eftir tilkynninguna.
Hann greinir þó vel þann mun í
kostnaði sem þessi ráðstöfun felur
í sér. „Munurinn á því að kaupa
raforku (ótrygga orku ) eða olíu er
töluverður, munar einni milljón á
dag fyrir HS Veitur hf, hvað það
er dýrara að hita upp vatnið. Sjó-
varmadælustöðin er núna að milda
þetta högg sem orkuskorturinn
veldur. Ef hún væri ekki til staðar
væri kostnaðaraukinn um þrjár
milljónir á dag.“
Þurfa Eyjamenn að hafa áhyggj-
ur af því að orka verði skömmtuð
þegar loðnuvertíðin er komin á
fullan snúning? „Nei, bræðslurn-
ar eru keyrðar á olíu. Það litla
rafmagn sem þær þó nota er
forgangsorka. Það sama á við um
heimilin, það er forgangsorka og
það verður ekki skert.“
Ekkert plan B í dag
Ívar segir það annarra en hans að
svara því til hvaða úrræða þarf
að grípa til að leysa stöðuna til
framtíðar og tryggja orkufrekri
atvinnustarfsemi örugg rekstrar-
skilyrði. „Það er fyrst og fremst
Landsvirkjun og Landsnet sem
þurfa að svara því. Það þarf
að framleiða meiri raforku á
suðurlandi eða flytja meiri raforku
annarsstaðar frá á Suðurland. Síð-
an þarf að leggja nýjan sæstreng
milli lands og Eyja til að leysa
af strenginn frá 1962 af hólmi
og leggja jarðstreng frá Landeyj-
arsandi upp á Hvolsvöll. Ef þetta
verður gert, þá ætti að verða til
næg raforka og næg flutningsgeta
ásamt flutningsöryggi, svo kölluð
N-1 leið þ.e.a.s ef ein línan bilar,
þá verður ekki rafmagnslaust,
því til er b-leið fyrir rafmagnið.
Þannig er það ekki í dag.“
Hljóð og mynd fara
ekki saman
Ívar lá ekkert á þeim skoðunum
sínum að ástandið er með öllu
ólíðandi. „Það er hreint út sagt
ömurlegt að sjá hvernig staðan
er í orkumálum á Íslandi. Talað
er um hamfarahlýnun, orkuskipti
og ýmis markmið til minnka eða
hætta að losa CO2. En á sama
tíma eru allar loðnubræðslur og
fjarvarmaveitur landsins keyrðar
á olíu, því ekki er til raforka eða
flutningskerfi raforku er orðið svo
gamalt og úrelt. Hljóð og mynd
fara ekki saman í þessu máli.“
Ömurlegt að sjá hvernig staðan
er í orkumálum á Íslandi
segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs HS Veitna í Eyjum
Það er orðið langt um liðið frá síðustu gátu en
hér er allavegana komin lausn. Spurt var nafn
á konu og föðurnafn hennar.
Menn bölva og segja hið blessaða nafn
án blíðu þegar menn tala
Orðbragðið er oft ægilegt safn,
hún er afkominn vöru-heildsala
Menn bölva og segja hið blessaða nafn.
Það er nafnið sem er blessað (Barnið
er skýrt ) en ekki orðið. Menn bölva og
……………. ragna > Ragna
Tvær næstu línur eru lýsingar á bölvinu og
ragninu.
Hún er af komin þ.e. dóttir, vöru-heild-
sala……………Nýtt nafn á heildsala er
birgir.
Svar: Ragna Birgisdóttir.
Allhvass vindur er hans nafn
GÁTAN Spurt er um nafn á manni, einnig er spurt um nafn
föður hans. Maðurinn heitir tveim nöfnum
Allhvass vindur er hans nafn
og einstakt grjót á bala.
Faðirinn, prófar, frekar enn
fjasa um málið og tala.