Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Side 8
8 | | 24. febrúar 2022
Japanir hafa lengi verið stærstu
kaupendur á íslenskum loðnu-
afurðum og mikilvægi japans-
markaðs gríðarlega mikið fyrir
íslenska framleiðendur loðnu-
afurða. Loðnubrestur síðustu ára
hefur haft mikil áhrif á markaðinn
og óttast aðilar á markaði að þessi
áhrif gætu orðið varanleg. Fram-
leiðendur á sjávarafurðum í Asíu
hafa í einhverjum mæli snúið sér
að öðrum afurðum. Loðnuhrogn
eru gífurlega vinsæl í japanskri
matargerð en hún hefur verið í
mikilli sókn og nær nú eftirspurn
eftir loðnuafurðum langt út fyrir
Japan.
Hefur séð skaðann
Þeir eru fáir sem þekkja þennan
markað betur en hinn 55 ára Yohei
Kitayama, en hann hefur höndlað
með íslenskar loðnuafurðir í
tæplega 20 ár. Fyrst fyrir japanska
aðila, en hann gekk síðan til liðs
við sölufélag í eigu Vinnslustöðv-
arinnar árið 2015. Hann segir
yfirstandandi vertíð vera gríðar-
lega mikilvæga fyrir markaðinn.
„Þetta er fyrsta árið eftir mögur ár
í loðnuveiðum og því gríðarlega
mikilvægt að við höldum rétt á
spilunum við að byggja aftur upp
markaðinn. Markaðurinn hefur
orðið fyrir miklum skaða vegna
vöruskorts og mikilla verðhækk-
ana.“ Kitayama segist hafa séð
þann skaða sem orðið hefur frá
fyrstu hendi. „Margir japanskir
aðilar hafa tapað peningum við
þessar aðstæður og fyrirtæki farið
á hausinn. Það er því mikilvægt
að allt takist vel til í ár.“
Flugu ferskri loðnu til Japan
Kitayama hefur lengst staldrað
við í um tvo mánuði yfir loðnu-
vertíð og kann ágætlega við sig
á Íslandi. „Þetta er venjulega
mikil vinna hjá mér þegar ég
er á Íslandi en vinnan er mjög
spennandi. Við vorum til dæmis
núna í fyrsta skipti að flytja ferska
loðnu með flugi til beint japanskra
kaupenda. Sendiherra Íslands
í Japan, Eyjamaðurinn Stefán
Haukur Jóhannesson, kom að
þessu með okkur en þetta er einn
liður í því að endurbyggja markað
fyrir loðnuafurðir í Japan.“ Hann
tók einnig fram að það væri mjög
áhugavert að upplifa íslenskt
vetrarveður. Aðspurður um sína
uppáhalds loðnurétti var hann
ekki í neinum vafa. „Þurrsöltuð
loðna á grillið er í miklu uppá-
haldi hjá mér,“ sagði Kitayama að
endingu.
Gríðarlega mikilvæg vertíð
SEA LIFE Trust Beluga Whale
Sanctuary vill bjóða Eyjamönn-
um upp á einstakt tilboð sem
hluti af „Vinir Verndarsvæðisins“
árskortinu. Í takmarkaðan tíma,
frá 18. febrúar til 6. mars, munu
íbúar Vestmannaeyja fá lægsta
verðið á árskortum fyrir þetta
árið og þar með spara sér 20%
af venjulegu miðaverði með
kóðanum VEYPASS22 við kaup á
miðanum.
Íbúar Vestmannaeyja fá nú þegar
besta verðið af ársmiðum hjá okk-
ur þar sem þeir borga sama verð
fyrir allt opnunartímabilið og aðr-
ir borga fyrir einn aðgöngumiða,
sem er 3.200 kr fyrir fullorðna
og 2.200 kr fyrir börn, en með
þessari útsölu gefst tækifæri á að
spara enn meira á árskortinu.
Með þessu tilboði býðst ykkur
að kaupa árskortið á 2.560kr
fyrir fullorðna og 1.760kr fyrir
börn. Innifalið í þessu verði er
aðgangur að athvarfinu okkar fyrir
árið 2022, eða frá 1. apríl til 2.
október, auk allra auka opnanna
sem kunna að verða yfir vetrar
tímann. Einnig eru innifalin glæný
fríðindi sem við viljum bjóða
Eyjamönnum, þau eru: 10% af-
sláttur í gjafavöruversluninni okk-
ar, 10% afsláttur á nýju bátsferð
okkar um klettsvík og búsvæði
lunda út í eyjum, og 10% afsláttur
af inngöngumiða fyrir alla gesti
sem koma með ykkur á safnið.
„Við kunnum virkilega að meta
hversu mikið fólkið í okkar sam-
félagi hefur lagt af mörkum og
hjálpað okkur á þessum síðast-
liðnum 3 árum, allt frá aðstoðina
sem við höfum fengið við að opna
gestamiðstöðina okkar, yfir í að
færa Mjaldrana og að hugsa um
slasaðar og olíublautar lunda-
pysjur. Án þeirra sem búa hérna
væri okkur ekki fært um að halda
starfseminni gangandi, og viljum
við því að þetta sama fólk fái sem
bestu kjör til þess að koma og sjá
þau dýr sem þau eru að styðja.“
Audrey Padgett, Framkvæmdar-
stjóri.
SEA LIFE Tust Beluga Whale
Sanctuary eru góðgerðarsamtök
og öll innkoma fyrirtækisins fer
beint í að hugsa um þau dýr sem
búa í athvarfinu, og einnig þeim
sem þurfa smá aðstoð til þess að
síðan verða sleppt aftur í náttúr-
una. Í athvarfinu eru nú 9 lundar,
tveir Mjaldrar og fiskarnir í
fiskasafninu okkar. Lundarnir sem
eru í athvarfinu okkar eru hjá okk-
ur vegna þess að þeir, af ýmsum
heilsufarsástæðum, eru ekki sjálf-
bjarga í náttúrunni. Með stuðning
gesta athvarfsins er okkur kleift
að veita þeim þá aðhlynningu og
umhverfi sem þau þurfa til þess að
eiga gott líf. Auk þess getum við
komið mikilvægum skilaboðum
til skila, þau eru; að heimamönn-
um er unnt um það náttúrulíf sem
þrífst í kringum eyjarnar.
“Stuðningurinn frá bæjarbúum er
okkur ótrúlega mikilvægur og án
þeirra væri ekkert af því sem við
gerum hér mögulegt. Undanfarin
ár hafa farið í að koma okkur fyrir
og læra hvernig á að hátta starf-
seminni en núna viljum við vinna
í að byggja upp gott samband við
heimamenn og tryggja að þau
dýr sem þurfa á okkur að halda
fái alla þá aðstoð sem við getum
veitt þeim til þess að geta lifað
af út í náttúrunni” Lína Katrín
Þórðardóttir, Gestaupplifun -og
markaðstjóri.
Innkoma frá gestum og sölum á
árskortum munu hjálpa okkur við
endurnýjingu á athvarfinu, eins og
til dæmis uppsetningu á sýningu
gamla Fiskasafnsins sem er í eigu
Vestmannaeyjabæjar. Gert er ráð
fyrir að sú sýning verði aðgengi-
leg á síðari hluta þessa árs.
Eyjamenn geta keypt nýja
árskortið í gegnum https://
belugasanctuary.sealifetrust.org/
en/annual-passes/ frá 18. febrúar
til 6. mars eða komið til okkar
í móttökuna helgina 25.-27.
febrúar. Eins er hægt að kaupa
árskort sem gjöf fyrir aðra búsetta
í Vestmannaeyjum gegn sönnun á
búsetu við afhendingu.
Okkar leið til að þakka
Eyjamönnum stuðninginn