Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Qupperneq 7

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Qupperneq 7
24. febrúar 2022 | | 7 fæðingarstofuna í Eyjum með tilkomu fjórða barnsins síðasta sumar ,,Ég elskaði eyjarnar frá fyrstu kynnum. Þar spilar inn í náttúrufegurðin en ekki síður skemmtilega stórfjölskyldan hans Elíasar Inga sem stendur svo þétt saman og er svo dugleg að hittast og gera sér glaðan dag. Eftir að ég flutti hingað sé ég æ betur að það er einkennandi fyrir Eyjamenn að njóta þess að hittast og gleðjast saman. Mér finnst fólkið hérna svo skemmtilegt og ræktarsamt. Auk þess á ég hér elskulega frænku, Katrínu Magnúsdóttur, sem Vestmannaeyingum er að góðu kunn.” Endurvakti foreldramorgna Síðasta haust höfðu séra Guð- mundur og séra Viðar samband við Sunnu Kristrúnu og lögðu fram þá hugmynd að hún myndi hafa forgöngu að endurvekja for- eldramorgnana. ,,Það varð úr að ég og kvenfélagið tókum höndum saman og byrjuðum með starfið nú á haustdögum. Ég sakna þess stundum að vinna í kirkju og geta samtvinnað menntun mína eins og ég gat á Akureyri. Það stóð því ekki á svörum þegar sérarnir komu að máli við mig og buðu mér þetta tækifæri,” sagði Sunna Kristrún en foreldramorgnar eru vettvangur foreldra ungra barna til að hittast, spjalla og fá sér kaffisopa. ,,Á þessum stundum hittir maður aðra á sama stað í lífinu og við það á ákveðin jafningjafræðsla sér stað. Svo fer fram ótrúlega dýrmætt þroskatækifæri fyrir litlu krílin sem hafa gaman af því að hittast og leika og vera innan um ný andlit. Ég skellti mér í Barna- loppuna og fjárfesti í vönduðum þroskaleikföngum í bland við flott leikföng sem yndislegt fólk í bænum gaf til starfsins.” Foreldramorgnarnir eru haldnir á hverjum miðvikudegi frá klukkan 10-12 í safnaðarheimili kirkjunnar (gengið inn að austan). ,,Við erum með mjög hlýlega aðstöðu og ekki skemmir fyrir að kvenfélagskonur bjóða upp á léttar veitingar og snúast í kringum okkur eins og yndislegar ömmur á kantinum. Fyrsta miðvikudag í mánuði er svo einhver skemmtun og fræðsla og aðeins fínna með kaffinu. Núna 2. mars ætlar Hildur Sólveig sjúkraþjálfari til dæmis að fræða okkur um góða líkamsstöðu og líkamsbeitingu t.d. þegar haldið er á litlu barni.” Hvetja feður til að mæta Covid hefur sett strik í reikninginn hjá aðstandendum foreldramorgna eins og hjá svo mörgum öðrum í janúar og byrjun febrúar. ,,Annars hefur gengið vonum framar síðan í haust og góð mæting. Það er greinilegt að þörfin er til staðar og þessu vel tekið. Það er líka ekkert leyndarmál að það hefur orðið barnasprenging í bænum og þörfin aukist því sem nemur. Við hvetj- um feður í fæðingarorlofi til að vera ófeimna að mæta. Það verður tekið mjög vel á móti þeim. Þetta heita ekki lengur mömmumorgnar af ástæðu,” sagði Sunna Kristrún en frekari upplýsingar má finna á facebookhópnum Foreldramorgn- ar Landakirkju. Komin til að vera ,,Hjarta mitt er svo fullt af þak- klæti yfir öllum þeim lífsgæðum sem fylgdu því að flytja til Eyja. Það kom svo skemmtilega á óvart hversu vel var tekið á móti okkur og manni mætti hlýja á hverju horni. Ég segi stolt ef ég er spurð í dag að ég held ég sé orðin Eyja- kona, bara búin að vera hér í rúmt ár. Hér er ég komin til að vera,” sagði Sunna Kristrún að endingu.Sunna Kristrún og Elías Ingi vígðuvnýju fæðingarstofuna 7.7.21. Á Lóðhátíð Vestmannaeyja 2021. ” Ég segi stolt ef ég er spurð í dag að ég held ég sé orðin Eyjakona, bara búin að vera hér í rúmt ár. Hér er ég komin til að vera.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.