Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Blaðsíða 6
6 | | 24. febrúar 2022
Sunna Kristrún Gunnlaugsdótt-
ir fluttist til Vestmannaeyja í
ágúst 2020 ásamt fjölskyldu
sinni. Það stóð alltaf til að
flytja til Eyja en Sunna Kristrún
er gift eyjamanninum Elíasi
Inga Björgvinssyni og saman
eiga þau fjögur börn. Sunna
Kristrún er djákni og leik-
skólakennari en hún starfar á
Kirkjugerði ásamt því að sjá
um foreldramorgna í Landa-
kirkju.
Sunna Kristrún hefur búið
víðsvegar um landið og áætlar
hún að hafa flutt rúmlega tuttugu
sinnum á ævinni. Á yngri árum
stoppaði hún lengst við á Akureyri
og kallar sig því Þorpara. Eftir
að hafa lokið námi í Reykjavík
flutti fjölskyldan norður þegar
Sunnu Kristrúnu bauðst drauma-
starfið í uppeldiskirkjunni sinni
að starfa við hlið föður hennar
sem djákni. ,,Foreldrar mínir eru
Gunnlaugur Garðarsson sóknar-
prestur kominn á eftirlaun og dr.
Sigríður Halldórsdóttir prófessor
í hjúkrunarfræði við Háskólann á
Akureyri. Það má segja að ég hafi
fetað í fótspor beggja foreldra því
ég hef lokið tveim háskólagráð-
um, annars vegar á sviði trúmála
og hins vegar umönnunar, en ég er
djákni og leikskólakennari. Áður
en við fluttum til Eyja starfaði
ég sem djákni við hlið pabba í
kirkjunni sem ég ólst uppí og við
pabbi segjum oft að það hafi verið
hápunktur í lífi okkar, “ sagði
Sunna Kristrún en á sumrin hefur
hún starfað í kristilegum sumar-
búðum í rúma tvo áratugi. Í dag
starfar Sunna Kristrún á leikskól-
anum Kirkjugerði. ,, Mér finnst
mjög skemmtilega fyndið að hann
skuli heita KIRKJUgerði. Það
hefði toppað það hefði ég unnið
á deildinni Prestavík í þokkabót,”
sagði Sunna Kristrún og hló.
Fjölbreytt og skemmtilegt starf
Eins og áður sagði starfaði
Sunna Kristrún sem djákni við
hlið föðurs síns en blaðamanni
lék forvitni á að vita í hverju
það felst að vera djákni. ,,Ég fæ
oft spurninguna hvað djáknar
geri þegar það berst í tal að ég
sé vígður djákni. En þó ég hafi
lokið djáknanámi og starfsnámi
Þjóðkirkjunnar verður maður ekki
djákni fyrr en biskup vígir mann
til starfa. Djáknar sinna því sem
kallast kærleiksþjónusta. Þetta
er mjög opið hugtak og það var
eitt af því frábæra sem ég upplifi
við starfið. Að finna þörfina fyrir
slíka þjónustu í lífi kirkjunnar og
reyna að mæta henni. Þegar ég
starfaði sem djákni hélt ég utan
um foreldramorgna, barna- og
æskulýðsstarf frá 1-10 bekk sem
og alla þá viðburði og ferðalögum
sem því fylgja. Ég sá um leiðtoga
og ungleiðtoga ásamt fræðslu til
þeirra. Ég aðstoðaði í fermingar-
fræðslu og eldriborgarasamverum.
Sá um fjöl-
skylduguðs-
þjónustur í
hverjum mánuði
og sunnu-
dagaskólann.
Ég var með
sálgæsluviðtöl
og meðlimur
í áfallaráðum
í hverfinu. Ég
setti á fót kyrrðartónleika í sam-
starfi við grasrótartónlistarfólk
bæjarins og starfaði með Barna-
vernd, Hjálparstarfi Kirkjunnar
og grunnskólum sóknarinnar
að ýmsum málum. Það finnast
djáknar í kirkjum, skólum, hjúkr-
unarheimilum og fleiri stofnunum
svo fátt eitt sé nefnt og hvert starf
er sniðið að hverjum stað og fólk-
inu. Kærleiksþjónusta er viðbót
við þjónustu samfélagsins og er
stunduð í samstarfi við en ekki
samkeppni við hana. Fyrirmyndin
er sjálfur Jesús Kristur,” sagði
Sunna Kristrún.
Vígðu nýju fæðingarstofuna
Frá því að Sunna
Kristrún og Elías
Ingi fóru að vera
saman hafa þau
verið með annan
fótinn hér í Eyjum
og var alltaf planið
að koma hingað á
endanum, það varð
svo að veruleika
og fluttu þau
hingað ásamt börnunum sínum
þremur. Síðan þá hefur bæst í
barnahópinn en þau vígðu nýju
Orðin Eyjakona
” Mér finnst mjög skemmtilega fyndið
að hann skuli heita KIRKJUgerði. Það
hefði toppað það hefði ég unnið á
deildinni Prestavík í þokkabót.