Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2022, Qupperneq 10
10 | | 24. febrúar 2022 Einar Birgir Baldursson, síðast matgæðingur, skoraði á “ungfrú Heimaey” eins og hann orðaði það, Margréti Skúladóttur, til að koma með næstu uppskrift. • 1 laukur • 5-7 gulrætur (þunnt skornar) • 1 græn paprika • 1 rauð paprika • 1 kúrbítur (súkkíní) • 1 brokkolíhaus • 2 dósir niðursoðnir tómatar (saxaðir) • 1 lítil dós tómatpurre • 1 stór dós kotasæla • Lasagneblöð • Rifinn mosarellaostur • Basilik krydd • Oregano krydd • Herbamare salt (grænmetissalt) • Olía Aðferð: Skera allt grænmetið niður, steikja laukinn þar til hann verður mjúkur og blanda svo öllu grænmetinu saman á pönnuna og steikja í ca. 10 mín. Hella niðursoðnu tómötunum yfir grænmetið og blanda tómatpurre útí. Láta malla í aðrar 10-15mín. Krydda svo eftir smekk með kryddunum sem tiltekin eru hér að ofan. Hella allri kotasæludósinni útá pönnuna, skipta svo blöndunni í 3 hluta og setja 1/3 á botninn á eldföstu móti – raða svo lasagneblöðum yfir og svo aftur 1/3 af blöndunni – raða aftur lasagneblöðum yfir og aftur 1/3 af blöndunni. Stilla ofninn á 180 gráður og elda í c.a. 40-50 mín. Taka þá lasagneað út úr ofninum og setja rifna ostinn yfir og setja aftur í ofninn í c.a. 10 mín. Mjög gott að bera þetta fram með fersku salati og hvítlauksbrauði. Ég ætla að lokum að skora á Magga á Felli, hann á eftir að bjóða upp á eitthvað skemmtilegt. Grænmetislasagne Möggu Skúla Margrét Skúladóttir MATGÆÐINGURINN Fannfergi í Vestmannaeyjum hefur verið með því mesta sem þekkist í upphafi árs. Því hefur fylgt tilheyrandi ófærð og truflun á samgöngum innanbæjar. Það er jafnan fastur liður að snjó- mokstur og snjóhreinsun lendi á milli tannanna á fólki við þessar aðstæður. Það er Vestmannaeyja- bær sem annast snjómokstur í Vestmannaeyjum í samstarfi við verktaka í bænum. Við ræddum við Ólaf Snorrason um þessi mál en hann er framkvæmdastjóri um- hverfis- og framkvæmdasviðs. Ólafur segir skýra forgangsröðun vera fyrir hendi við snjómokstur og hann alla jafna unninn eftir því. Stofnbrautir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs. Síðan koma aðrar safngötur, en húsa- götur eru almennt ekki ruddar fyrr en að því loknu. Gangstéttar á miðbæjarsvæðinu njóta forgangs þegar gangstéttar eru ruddar, að afloknum snjóruðningi gatna. Gangstéttar á öðrum svæðum eru almennt ekki ruddar fyrr en að því loknu. Gönguleiðir á milli grunn- skólanna og Íþróttamiðstöðvar ganga fyrir. Aðrar gönguleiðir eru almennt ekki ruddar. 250 þúsund á tímann „Þetta er ótrúlegt magn sem við höfum mokað síðustu daga. Það hefur ekki verið mokað svona hérna síðan 2008 en til saman- burðar var snjómokstur síðasta vetur nánast enginn. Eins og við höfum verið að vinna þetta síð- ustu daga þá eru þetta ansi margir sem koma að snjóhreinsun. Í Þjónustumiðstöð eru 10 starfs- menn sem alla jafna eru allir í þessum verkum, við höfum þar þrjú stór moksturstæki og eitt lítið auk snjóblásara og vörubíls. Ef tæki og mannskapur verktaka bæt- ist við þá eru þeir með tvær stórar hjólaskóflur, þrjár til fjórar minni hjólaskóflur og vörubíla, þar af einn með snjótönn og söltunar- græjum. Þetta eru bara þau tæki sem eru að vinna fyrir okkur en svo hafa fyrirtæki verið að koma sér upp skóflum á lyftara og fleiri tæki. Isavia er líka vel búið til að sjá um flugvöllinn. Hver hefur kostnaður verið við snjómokstur síðustu ár? „Kostn- aður er mismikill en mjög algengt á bilinu 8-10 milljónir á ári. Ef við erum að moka með allri þeirri útgerð sem ég nefndi hér á undan þá er ljóst að hver klukkutími í mokstri kostar um 250 þúsund krónur. Það er því ljóst að þessi snjóþyngsli nú hafa kostað sitt.“ Fáir hafa samband Ólafur segir ómögulegt að áætla það magn sem er rutt á góðum degi en segir ljóst að það sé töluvert. Hann segir tækjakost áhaldahússins góðan til að takast á við svona áhlaup. „Tækjakostur er nokkuð góður miðað við stærð sveitarfélags ef við tökum öll tæki með. Við erum líklega með um 12-15 tæki úti þegar mest er. Aðspurður um sérfræðiaðstoð á samfélagsmiðlum segir Ólaf- ur enga vöntun þar á. „Það er svo merkilegt að við auglýsum símanúmer þar sem fólki er bent á að hafa samband við Þjónustu- miðstöð í síma 488-2500. Þangað berast aftur á móti mjög fáar ábendingar. Það er meira röflað á facebook sem er mjög erfitt fyrir okkur að eltast við þegar allir eru á kafi í vinnu. Þegar það er mikið að gera er ekkert óeðlilegt að eitthvað gleymist og þá er fínt að fá ábendingar.“ Kerfið staðist aukið álag Hvernig fer þetta snjómagn með frárennsliskerfið? „Vatnið er í raun ágætt í fráveitkerfið meðan það er ekki of mikið. Gríðarlega mikið álag er á kerfinu í gamla bænum en við höfum verið að bæta við lögnum undanfarin ár til að reyna að koma í veg fyrir hugsanleg tjón. Miklar rigningar undanfarin ár er eitthvað nýtt fyrir okkur og svokölluð 50 ára og 100 ára rigning eru orð sem við heyrðum eiginlega aldrei en koma sífellt oftar upp. Er þá átt við þá rigningu sem líkleg er til að falla einu sinni á 50 ára tímabili eða 100 ára tímabili. Það er ánægju- legt að sjá að kerfið hefur staðið þessar leysingar vel af sér. Það sýnir okkur að þessar endurbætur sem við höfum verið að gera hafa verið að virka.“ Ólafur segir eitt og annað gert til að koma í veg fyrir vandamál í frárennsli. „Fyrir- byggjandi aðgerðir eru miklar hjá okkur og það er reglulega hreins- að úr niðurföllum. Einu sinni á ári hreinsum við brunna og fáum tæki úr Reykjavík, svo erum við alltaf að skiptum út gömlum lögnum. Biður fólk að sýna þolinmæði „Það er mikli reynsla hjá okkar starfsfólki í því að þekkja þessa helstu staði sem snjórinn hleðst upp eftir vindáttum og jafnan er lögð áhersla á að vinna á þeim svæðum eins og kostur er.“ Ólafur vildi koma þeim skilaboðum til fólks að sýna þolinmæði við þess- ar aðstæður. „Það er mikilvægt að fólk sé ekki að æða út á óruddar götur á illa búnum bílum. Það getur valdið okkur miklum töfum við þessar aðstæður.“ Ekki séð svona snjó síðan 2008

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.