Vesturbæjarblaðið - jan. 2023, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2023
Opið virka daga 9 - 18 og helgar 10 - 18.
Eiðistorgi 15
facebook.com/arnaisogkaffi
Karl prédikar
í Dómkirkjunni
5. febrúar
Barrokksveitin sem spilaði í Dómkirkjunni á nýársdag. Sveitina
skipa Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Sólveig Steinþórsdóttir,
Ísak Ríkharðsson, Ásta Kristín Pjetursdóttir og Halldór Bjarki
Arnarson. Hér á myndinni er Barokksveitin ásamt frú Agnesi
M. Sigurðardóttur biskupi Íslands prédikaði og séra Sveini
Valgeirssyni sóknarpresti Dómkirkjunnar sem þjónaði fyrir altari.
Hér á Aflagranda gengur allt sinn
vanagang, félagsstarfið er að fara af
stað eftir gott jólafrí. Við leitumst
við að bjóða upp á fjölbreytt
starf og þægilega samveru í hlýju
umhverfi. Hér geta allir fundið
eitthvað við hæfi og jafnvel farið út
fyrir þægindarammann og prófað
eitthvað alveg nýtt.
Öflugt starf er í húsinu á opnunar
tíma frá 8:30 til 15:45 og má þar
nefna tálgað í tré, postulínsmálun,
jóga, Zumba Gold, samsöngur,
bókaspjall, kórinn Söngfuglarnir,
bókmenntaklúbbur, myndlist og
Ukulele. Svo er bingó alla föstudaga.
Einnig er starf í húsinu eftir lokun,
og er þá unga fólkið meira með
völdin. Frosti félagsmiðstöð fyrir
unglinga kemur eitt til tvö kvöld í
viku, Flótta fólk er með aðstöðu hjá
okkur fyrir úkraínskt flóttafólk, hér
eru kenndir Bollywood dansar og
Leynileikhúsið er með námskeið
fyrir börn og unglinga.
Við erum með opna vinnustofu
alla morgna þar sem fólk hittist
með handavinnuna sína og ræðir
heimsmálin yfir kaffibolla. Hér er líka
Hársnyrtistofa Olgu, tímapantanir í
síma 8933780 og Fótaaðgerðastofa
Gyðu, tíma pantanir í síma 8955505.
Bókaspjall Katrínu
Kristins
Hið sívinsæla bókaspjall með
Katrínu Kristinsdóttur er á sínum
stað alla miðvikudaga og fær hún til
sín góða gesti. Við megum því eiga
von á skemmtilegu bókaspjalli í
vetur. Komið og njótið.
Hingað er hægt að koma og
borða hádegismat milli 11:3012:30,
panta/afpanta verður matinn fyrir
kl. 12:30 daginn áður og svo er
síðdegiskaffi kl. 14:30 alla daga
nema miðvikudaga þá er kaffið til kl.
15:00 vegna Bókaspjallsins. Nánari
upplýsingar um hádegismatinn veitir
Sigrún í síma 4112707.
Í samstarfi við íþróttafélagið KR
bjóðum við upp á Kraft í KR og
erum við tvisvar í viku, mánudaga
og föstudaga kl. 10:30. Tímarnir
eru fyrir 60+ og er markmiðið að
bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu.
Íþróttafræðingur, Linda Björk
Ólafsdóttir, sér um að láta fólk
svitna. Þetta er hressandi hreyfing í
frábærum félagsskap þar sem hver
gerir á sínum hraða og sinni getu.
Boðið er upp á frístundaakstur frá
Þorraseli Vesturgötu kl. 10:10,
Granda vegi 47 kl. 10:15 og Afla
granda 40 kl. 10:20 í KR heimilið og
aftur til baka. Við hvetjum ykkur til
að nýta ykkur frístundaaksturinn.
Bæði hreyfingin og aksturinn er
ykkur að kostnaðarlausu.
Viðburðir fyrir
Vesturbæinga
Í samfélagshúsinu okkar viljum
hafa viðburði fyrir Vesturbæinga
svo sem flóamarkaði, spilakvöld,
veislur, sýningar og allt það sem
Vesturbæingar kalla eftir. Endilega
ef þið hafið hugmyndir að starfi eða
viðburði sem ykkur langar að sjá
hér í samfélagshúsinu okkar, hafið
samband við Sirí verkefnastjóra eða
Helgu virknifulltrúi á skrifstofunni,
4112701 & 4112702. Við erum alltaf
til í nýjar hugmyndir og áskoranir.
Við hvetjum alla til að finna face
booksíðuna okkar, Sam félagshúsið
Aflagranda 40, því þar koma allar
tilkynningar. Öll velkomin.
Margskonar starf fyrir alla hópa er á Aflagranda 40.
Öflugt starf á Aflagranda
- samfélagshús í hjarta Vesturbæjar fyrir jafnt unga sem aldna
Karl Sigurbjörnsson biskup mun prédika við guðsþjónustu
í Dómkirkjunni sunnudaginn 5. febrúar en hann á 50 ára
vígsluafmæli daginn áður 4. febrúar næstkomandi. Messað er í
kirkjunni alla sunnudagsmorgna kl. 11:00.
Ýmislegt er í boði á vegum kirkjunnar á næstunni. Má minna
á að öll þriðjudagskvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar. Af
öðru má nefna eru bænaog kyrrðarstundir, opið hús, tíðasöngur,
örpílagrímasöngur og kvöldkirkja.
Í hátíðarguðþjónustunni á nýársdag sl. spilaði barokksveit tvö verk.
Fjögur lið
kepptu
Fjögur lið kepptu fyrir hönd Vesturbæjarskóla
á jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur. Tvö lið
úr 1. til 3. bekk og tvö úr 4. til 7. bekk. Börnin
stóðu sig mjög vel og greinilegt að mikill áhugi
er fyrir skák í skólanum.
Skák hefur lengi verið hluti af valinu í öllum
árgöngum og á Skólatorgi, bókasafninu, er hægt
að koma við og tefla. Við óskum þessum frábæru
skákiðkendum til hamingju með árangurinn, segir
á heimasíðu skólans. Frá jólaskákmóti grunnskólanna.
Netverslun: systrasamlagid.is