Feykir


Feykir - 05.01.2022, Síða 6

Feykir - 05.01.2022, Síða 6
Völvuspá 2022 Gott ár framundan og sameiningar í sjónmáli Löngum hefur það tíðkast að nýliðið ár hefur verið gert upp í fyrstu blöðum Feykis á nýju ári. En nú verður aðeins brugðið út af vananum þar sem við ætlum að rýna örlítið í framtíðina í upphafi nýs árs. Sá sem heldur á spilunum, kastar rúnunum og spekúlerar í myndum spákúlunnar vill ekki láta nafn síns getið en sá hefur áður spáð í framtíðina fyrir Feyki, eins og lesa má í síðasta blaði ársins 2019. Ýmislegt stóðst í þeirri spá en annað vakið athygli sem ekki var sagt eins og t.d. Covid fárið. Segir hann skýringuna vera þá að honum hafi ekki verið sýndar nægilega vel afleiðingar þess og kannski vegna þess að þær hafi verið öllum huldar í mósku forlaganna. En nú sést fyrir endann á fárinu og ættu allir að geta um frjálst höfuð strokið næsta sumar. Kannski er þá bara best að klára þetta Covid-vesen. „Það er kannski ekki seinna vænna að fara að spá endalokum Covid-19 en í lok febrúar verða liðin tvö ár frá því að veiran greindist fyrst á Íslandi. Hún hefur verið lævís og náð að halda sér gangandi með stökkbreytingum og nýjum afbrigðum. En núna er hún á lokametrunum og það má greina í spákúlunni að endalok hennar verða staðreynd á árinu, a.m.k. á Vesturlöndum þar sem ekki verður um nýtt afbrigði að ræða sem nær einhverri fótfestu. Annars staðar, þar sem heilbrigðiskerfi eru bágborin, má þó búast við áframhaldandi vandamálum enda færri bólusettir en t.d. hér á landi. Við Íslendingar munum kveðja kórónuveiruna áður en sumarið nær hámarki,“ segir seiðskrattinn og virðist nokkuð viss í sinni sök. Hann vill þó árétta að hér sé aðeins um spá að ræða unna upp úr þeim upplýsingum sem honum séu færðar af örlaganornum, skömmu fyrir áramót. „Eins og með allar spár geta forsendur breyst og þá þarf stundum lítið til að örlög taki nýja stefnu með öðrum afleiðingum. En svona lítur þetta út núna,“ segir spámaðurinn dulúð- legi. Þá er bara að líta á hvað hann segir um framtíðina. Sameiningar Tvennar kosningar fara fram í febrúar þar sem gengið verður úr skugga um hvort sveitarfélögin tvö í Skaga- firði verði sameinuð í eitt sem og Blönduós og Húna- vatnshreppur. Ekki er búið að boða kosningar um sameiningu Skagastrandar og Skagabyggðar en mér sýnist samt að það verði gert. Fjárhagslega þykir það rétt skref fyrir sveitarfélögin og eftir mikla baráttu verður sameining samþykkt. Fólk mun ekki verða vart við miklar breytingar en fegið þegar þetta verður yfirstaðið enda framtíðin bara björt. Það verður ansi tvísýnt með sameiningu sveitar- félagana í Skagafirði en mér sýnist hún ganga eftir. Vissar forsendur eru fyrir því að sameining verði að veruleika en samt eru nokkrir óvissuþættir. Pólitíkin vill samruna en margir íbúanna ekki sannfærðir enda líður fólki vel eins og staðan er. Til hvers þá að sam- eina? Þetta fer allt eftir kosningaþátttöku því verði hún góð verður sameinað. Það er mjög skrítin mynd sem mér er sýnd af sameiningu Blönduóss og Húnavatnshrepps en ég er alveg sannfærður um að af henni verði. Þetta á eftir að verða heillaspor fyrir sveitarfélögin sem fá aukinn kraft í uppbyggingu og eflingu sameinaðs samfélags bæði í sveitum sem og í þéttbýli. Sveitarstjórnarkosningar Skagafjörður Eins og allir vita fara sveitarstjórnarkosningar fram í vor og eins og má búast við með nokkuð breyttu sniði vegna sameininganna sem væntanlega fara fram. Reynt verður að vanda til verka í öllum sveitarfélögum, og sérstaklega þeim nýju og má sjá að allir eru tilbúnir í samstarf. Kosningabaráttan verður heiðarleg að mestu en nokkurn skjálfta verður að finna í Skagafirði þar sem efasemdarfólk sameiningar lætur til sín taka án þess þó að illt muni af hljótast. Skagafjörður heldur áfram að vaxa og dafna og mun ánægja ríkja hjá flest- um enda mun ný sveitarstjórn verða farsæl. Uppbygg- ing iðnaðar og viðamiklar framkvæmdir vítt um hér- aðið verður áberandi og í skólamálunum má búast við heilmiklum aðgerðum. Blönduósbær og Húnavatnshreppur Það er bjart framundan hjá þessum sveitarfélögum í Austur-Húnavatnssýslu og almenn sátt ríkir um sam- eininguna. Ekki verða miklar væringar eftir kosningar enda eru menn almennt meðvitaðir um mikilvægi þess að láta hlutina ganga upp. Fjárhagslega eru horfurnar góðar og með bjartsýni að vopni má nýta sér slag- kraftinn til frekari atvinnuuppbyggingar, ekki síst þeg- ar litið er til allrar orkunnar sem hægt er að virkja í héraðinu. Í sveitinni blómstrar landbúnaðurinn og ef einhverjir bændur eiga eftir að eflast og finna aukin tækifæri í greininni þá eru það bændurnir í héraðinu. Skagaströnd og Skagabyggð Þetta er nokkuð snúin sýn sem ég fæ og ég veit ekki alveg hvernig á að túlka. En eins og áður hefur komið fram er líklegt að af sameiningu verði en mér er líka sýnt sundurlyndi. Hvort það sé fyrir því að sameiningin muni ekki fara fram eða að einhver óánægja sé með hana í samfélaginu veit ég ekki. Kannski er líka verið að segja mér að sameiningin sé í kortunum en fari ekki fram fyrr en síðar, jafnvel eftir einhver misseri. Það verður þá bara að koma í ljós. En ég fæ að heyra að áhuginn sé til staðar en einhver reiði eigi eftir að krauma í sambandi við þetta mál allt saman. Þetta mun þó ekki hafa djúpstæð áhrif á samstarf sveitarfélaganna sem, þrátt fyrir allt, eru eins og systkin. Húnaþing vestra Ekki þarf að hafa áhyggjur af sameiningum í Vestur- Húnavatnssýslu þar sem nú þegar er mikil og góð heild í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra. Þar stjórnar öflugt teymi og engin breyting verður þar á. Sveitarfélagið hefur yfir öflugum sveitarstjóra að ráða og svo mun einnig verða eftir kosningar. Það er engu líkara en Húnaþing vestra sé í stórsókn líkt og raunin er um allt Norðurland vestra. Ferðabransinn fær ferskt loft í lungun og nýtur héraðið góðs af því um allt héraðið. Þrátt fyrir að Vatnsnesvegurinn fái enga yfirhalningu sem gagn er að verður hann fjölfarinn sem fyrr þegar ferðamenn fara að fjölmenna á ný. Íþróttir Kormákur/Hvöt á afar erfitt tímabil fyrir höndum þar sem leikmenn meistaraflokks mæta virkilega öflugum andstæðingum í 3. deildinni og næsta víst að ástandið virðist oft óyfirstíganlegt. Það kæmi mér ekki á óvart að uppskeran verði rýr í lok tímabils og, eins leiðinlegt og er að segja það, jafnvel fall. En ef rétt er á spilum haldið og allir einbeittir á markmiðin er allt hægt. Vonum það besta. Karlalið Tindastóls er að hefja nýja vegferð í sinni sögu og þó að liðið leiki í neðstu deild í ár er það samt ákveðin áskorun. Margir möguleikar felast í stöðunni sem á eftir að koma sér vel fyrir liðsheildina, jafnvel þó liðið fari ekki upp um deild fyrr en síðar. Margt gott á sér stað sem koma mun liðinu vel í framtíðinni þar sem fagleg miðlun og umræða á eftir að breyta kúltúrnum í liðinu til hins betra. Það mun einnig hafa áhrif á yngri lið félagsins sem eiga eftir að sjá miklar breytingar með öflugu og faglegu starfi þjálfara og góðu utanumhaldi. Mér sýnist t.d. sameinaður 2. flokkur félaga á Norðurlandi vestra eiga eftir að gera það gott. Þar er mér sýndur góður árangur, athyglisverð sköpun, ef hægt er að orða það svo, og svo mikil gleði sem smitast mun til áhorfenda sem eiga eftir að flykkjast á bak við liðið og styðja vel. Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls verða sigur- sælar í 1. deildinni í sumar og munu berjast á toppnum enda með mikla reynslu og getu. Hvort þær fari upp í Pepsí í haust eru örlagadísirnar ekki alveg tilbúnar að Þrátt fyrir afleitt ástand Vatnsnesvegar munu ferðamenn halda áfram að þeysast fram og aftur holótta blindgötuna. Hér eru Sigurður Ingi Jóhannsson þv. samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands að opna Norðurstrandaleið formlega við Hvammstangaafleggjara í júní 2019. MYND:P PF Einhverjar blikur eru á lofti í hestasamfélaginu í Skagafirði en vonandi verða þær ekki alvarlegar. MYND ÚR SAFNI FEYKIS Horfurnar eru góðar hjá nýju sveitarfélagi í Austur-Húnavatnssýslu og með bjartsýni að vopni má nýta sér slagkraftinn til frekari atvinnu- uppbyggingar. MYND: VALDIMAR GUÐMANNSSON 6 01/2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.