Feykir


Feykir - 05.01.2022, Qupperneq 11

Feykir - 05.01.2022, Qupperneq 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Laukur. Sudoku Krossgáta FEYKIFÍN AFÞREYING Feykir spyr... Hvernig fannst þér áramóta- skaupið? Spurt á Facebook UMSJÓN: klara@nyprent.is „Allavegana ekkert til að fara grenja yfir! Fannst margt geggjað í því.“ Gréta María Halldórsdóttir Tilvitnun vikunnar Trúðu á drauma þína, sama hversu ómögulegir þeir virðast – Walt Disney Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... Virginia Woolf var breskur rithöfundur, gagnrýnandi og femínisti og ein áhrifamesta kona skáldsagnahöfunda á 20. öld. Á WikiPedia segir að hún hafi ekki lagt mikla áherslu á flóknar fléttur eða djúpa persónusköpun heldur á tilfinningalíf og hugmyndir söguhetjanna. Virginia átti við geðræn vandamál að stríða sem varð þess valdandi að hún framdi sjálfsmorð þann 28. mars 1941 með því að drekkja sér. Ótrúlegt, en kannski satt, þá sat hún ekki við skriftir heldur stóð hún alltaf er hún skrifaði skáldsögur sínar. „Svona allt í lagi.“ Jakob Sævar „Eitt orð yfir það: Hræðilegt!" Sigþór Smári Sigurðsson LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Einhver týndi dósinni sinni. F „Svona lala.“ Sigurlína Hrönn Einarsdóttir Fylltar kjúklinga- bringur og banana- döðlublauð Matgæðingur vikunnar er Erna María Jensdóttir, frá Gili í Skaga- firði, sem býr ásamt eiginmanni sínum og þrem börnum í Keflavík. Erna er önnum kafin þessa dagana því hún er á lokametrunum í mastersnámi í Nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Erna endaði svo eitt skólaverkefnið sitt á því að ráða sig til starfa hjá vaxandi sportafyrirtæki á Suðurnesjunum, Geosilica og hefur því eldamennskan fengið minni tíma hjá henni. Erna var hins vegar svo heppin að eignast, í sumar, hinn vinsæla Airfryer og hefur hann hjálpað mikið til við matreiðslu heim- ilisins og mælir hún með því að prufa að steikja kjúklinginn í meðfylgjandi uppskrift í slíkum potti fyrir þá sem eiga. ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Erna María Jensdóttir | frá Gili í Skagafirði AÐALRÉTTUR Fylltar kjúklingabringur með sveppasósu 4 kjúklingabringur (vasi skorinn í hverja bringu) kjúklingakrydd eftir smekk Fylling: 1-2 hvítlauksgeirar ½ poki ferskt spínat 100 g ricottaostur eða rjómaostur 5-6 msk. saxað ferskt basil ½ msk. rifinn börkur af sítrónu 2 msk. kúskús (eldað) 2 msk. brauðmylsna Aðferð: Steikið hvítlaukinn við vægan hita þar til hann fer að mýkjast, bætið þá spínatinu á pönnuna og steikið áfram á vægum hita í nokkrar mínútur. Restinni er svo bætt við og hrært vel saman og smakkað til með salti og pipar. Því næst er fyll- ingin sett í vasana sem síðan er lokað með nokkrum tann- stönglum. Bringurnar eru steiktar í 2-3 mínútur. á hvorri hlið áður en þær eru eldaðar í ofni við um 180°C í u.þ.b. 20 mínútur. Sveppasósa: 250 g ferskir sveppir 1 tsk. kjúklingakrydd 1-2 dl matreiðslurjómi kjúklingasoð (½ -1 teningur) sósujafnari Aðferð: Sveppirnir eru steiktir upp úr smjöri þar til þeir hafa náð góðum lit, restinni er síðan bætt út í og látið sjóða við vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Gott að bera fram með fersku salati og steiktu rótargrænmeti. EFTIRRÉTTUR Banana-döðlubrauð í hollari kantinum 1 bolli hveiti 1 bolli haframjöl 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi ¼ tsk. salt 1-1½ tsk. kanill 2-3 vel þroskaðir bananar (og vel stappaðir) 1 egg 8 fínt saxaðar döðlur u.þ.b. ½-1 dl mjólk (fer eftir magninu af bönununum) Aðferð: Blandið þurrefnum saman í skál. Bætið bönunum, eggi og döðlum saman við. Hrærið varlega saman og setjið í eitt stórt brauðform, eða tvö minni. Munið að smyrja formin áður eða notið bökunarpappír. Bakið í ofni við 180-200°C í u.þ.b. 40 mínútur. Verði ykkur að góðu! Erna María skorar á frænku sína, Söndru Gestsdóttur, að taka við matgæðingaþættinum. Erna María. MYND AÐSEND 01/2022 11 Vísnagátur Sveins Víkings Sauðurinn hann svöngum gefur. Sómi hverri ætt. Úr moldu vaxinn margoft hefur matinn þinn bætt.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.