Feykir - 26.01.2022, Page 4
AÐSENT | Einar Kristján Jónsson skrifar
Í tengslum við sameiningarviðræður Blönduósbæjar og
Húnavatnshrepps hefur verið hrundið af stað verkefni til
undirbúnings stofnunar umhverfisakademíu á
Húnavöllum með fyrirhuguð-
um stuðningi frá Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga. Hugmyndin hafði
áður verið rædd í tengslum við
sameiningarviðræður sveitar-
félaganna fjögurra í Austur-
Húnavatnssýslu.
Starfshópur sem skipaður var í
nóvember 2021 skilaði nýlega af
sér skýrslu þar sem niðurstaðan er
að stofnun umhverfisakademíu á
Húnavöllum sé vænlegur kostur
fyrir sveitarfélögin sem að sam-
einingarviðræðunum standa. Ekkert nám í umhverfisfræðum
er í boði á framhaldsskólastigi á Íslandi þótt víða sé hægt að
finna greinar á sviði umhverfisfræða í námskrám háskólanna.
Umhverfisakademían myndi því fylla í eyðu í skólakerfinu á
sviði sem ætti að vera eftirspurn eftir. Góð aðstaða er fyrir
starfsemina á Húnavöllum. Verði af sameiningu Blönduósbæjar
og Húnavatnshrepps má gera ráð fyrir að nýr grunnskóli verði
stofnaður og kennt verði á Blönduósi eftir árið 2024. Að síðustu
horfði starfshópurinn til þess að í tengslum við undirbúning
sameiningar ættu að vera sóknarfæri til að afla stuðnings
ríkisins við nýjar og áhugaverðar hugmyndir og fá fjárhagslegan
og pólitískan stuðning til að hrinda þeim í framkvæmd.
Umhverfisakademían er hugsuð sem lýðskóli, en með því
er átt við skóla fyrir 18 ára og eldri sem hefur það að markmiði
að veita almenna menntun og uppfræðslu og undirbúa
nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Nám í skólanum
er ekki metið til eininga, en getur orðið nemendum til
framdráttar í frekara námi eða starfi. Starfsemi skólans þarf að
uppfylla ýmis skilyrði til að hljóta viðurkenningu fræðslu-
yfirvalda, s.s skilyrði um húsnæðisaðstöðu, menntun
skólastjórnenda og viðurkennda starfshætti. Starfstími með
nemendum í Lýðskóla á að lágmarki vera 12 vikur á skólaárinu
og gert er ráð fyrir að nemendur myndu búa á staðnum á
námstímanum. Starfsemin gæti því fallið vel að rekstri
ferðaþjónustu á Húnavöllum utan háannatímans.
Skóli fyrir eldri nemendur en grunnskóla hefur ótvíræða
kosti fyrir héraðið allt. Með rekstri skóla á framhaldsskólastigi
felast ótal tækifæri eins og sannast hefur með tilkomu
dreifnáms FNV í A-Hún. Nýting fasteigna sem að öðrum kosti
myndu vera í takmörkuðum notum nema sem hótel er
ótvíræður kostur. Með umhverfisnámi getur A-Hún markað
sér ákveðna sérstöðu á sviði umhverfismála og skapað sér
jákvætt orðspor sem gæti leitt til meiri áhuga til búsetu í
héraðinu.
Einar Kristján Jónsson
sveitarstjóri Húnavatnshrepps og formaður starfshóps um stofnun
umhverfisakademíu að Húnavöllum
Umhverfisakademía? Hvað er það?
AÐSENT | Guðmundur Haukur Jakobsson og Jón Gíslason skrifa
Þann 19. febrúar nk. verður kosið um sameiningu
Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Meirihluti kjósenda í
sveitarfélögunum tveimur samþykkti tillögu um sam-
einingu sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu í
kosningum í júní 2021, en
meirihluti íbúa Skagabyggðar
og Sveitarfélagsins Skaga-
strandar felldi tillöguna.
Í kjölfarið ákváðu sveitar-
stjórnir Blönduósbæjar og
Húnavatnshrepps að gefa
íbúum sínum færi á að kjósa
um sameiningu sveitar-
félaganna tveggja.
Eftir að hafa skoðað málið í
samstarfsnefnd um sameiningu
er það niðurstaða okkar að sam-
eining myndi verða samfélaginu til góðs, ekki síst þegar kemur
að hagsmunagæslu fyrir svæðið. Okkur sem störfum í
sveitarstjórnum sveitarfélaganna tveggja þykir hagsmunir
sveitarfélaganna okkar oft vega of lítið þegar kemur að skipt-
ingu á fjármunum ríkisins sem renna eiga til þess að auka
lífsgæði íbúa landsins og framkvæmdum á þess vegum.
Á svæðinu okkar er urmull af tækifærum í ferðaþjónustu,
matvælaframleiðslu, uppbyggingu textílklasa, nýtingu orku í
hátækniiðnaði og matvælaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt.
Hér er á ýmsu að byggja í blómlegu mannlífi og menningarstarfi
og íbúaþróun hefur verið jákvæð.
Það sem helst heldur aftur af framþróuninni eru inn-
viðirnir. Mikil orkuframleiðsla er nú þegar í Blönduvirkjun og
fyrirhugað að auka við hana, en þegar kemur að því að flytja
orkuna til okkar, strandar á byggðalínunni. Fjölmargir
ferðamenn eiga leið um svæðið á degi hverjum, en ástand vega
utan hringvegarins og takmörkuð uppbygging á ferða-
mannastöðum standa uppbyggingu í ferðaþjónustu fyrir
þrifum. Þessa sömu vegi þurfa fjölmargir íbúar að aka um
daglega á leið til og frá vinnu eða skóla.
Samstarfnefnd hefur að undanförnu unnið að því að vekja
athygli ráðherra og þingmanna á þörf fyrir uppbyggingu
héraðs- og tengivega og stóraukið viðhald þeirra. Við höfum
talað fyrir aukinni flutningsgetu byggðalínunnar frá
Blönduvirkjun og auknum stuðn-
ing við atvinnuuppbyggingu með
framlögum úr Framkvæmda-
sjóði ferðamannastaða og fjölgun
starfa á innheimtumiðstöð sýslu-
mannsins á Blönduósi. Við höfum
einnig vakið athygli á þörfinni
fyrir bundið slitlag á Blönduós-
flugvöll og bætta heilbrigðis-
þjónustu og samhliða samein-
ingarviðræðunum hefur verkefni
um stofnun umhverfisakademíu
á Húnavöllum verið hrundið úr
vör með stuðningi Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga. Við höfum þannig lagt grunninn að frekari
baráttu fyrir þessum hagsmunum fyrir þá sem taka við keflinu
í sameinuðu sveitarfélagi.
Með viðræðum um sameiningu hefur sveitarstjórnarfólk í
Blönduósbæ og Húnavatnshreppi tekið frumkvæði í að fylgja
stefnu stjórnvalda með því að kanna forsendur fyrir sam-
einingu sveitarfélaganna. Við í samstarfsnefndinni væntum
þess að ríki og Alþingi fylgi eigin stefnumörkun á sama hátt
og sveitarfélögin, með því að forgangsraða fjármunum til að
styðja myndarlega við verkefnið.
Við teljum fullvíst að fjölmennara sveitarfélag eigi auð-
veldara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og að
meiri líkur séu á því að á okkur verði hlustað þegar við komum
fram saman en sitt í hverju lagi.
Guðmundur Haukur Jakobsson
forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar
Jón Gíslason
oddviti sveitarstjórnar Húnavatnshrepps
Áfram veginn!
Samstarf Tindastóls
og Örgryte í Svíþjóð
Þrír efnilegir
fóru í víking
Á dögunum fóru þrír leikmenn
Tindastóls til reynslu til sænska liðsins
Örgryte IS sem leikur í næstefstu deild
þar í landi. Leikmennirnir sem um ræðir
eru Einar Ísfjörð Sigurpálsson (2005),
Jón Gísli Stefánsson (2004) og Sigurður
Pétur Stefánsson (2003) en þeir hafa
allir nýverið skrifað undir samninga við
lið Tindastóls. Þeir æfðu með U19 ára
liði Örgryte og til stóð að þeir spiluðu
einn æfingaleik.
Fram kemur í frétt á Tindastóll.is að
ferð strákanna er partur af spennandi
samstarfi sem Tindastóll er að byggja
upp með Örgryte sem er gamalgróið
atvinnumannafélag i Svíþjóð. Samstarf
sem verður síðan þróað í sameiningu á
næstu árum.
„Þetta er virkilega spennandi ferð
fyrir þessa flottu leikmenn. Allir hafa
þeir lagt gríðarlega hart að sér og lagt
mikinn metnað í æfingar og uppskera
eftir því,” segir Donni, þjálfari meistara-
flokka Tindastóls og yfirmaður knatt-
spyrnumála. „Við viljum hjálpa öllum
okkar leikmönnum að eiga möguleika á
að taka næsta skref á ferlinum. Það
verður gaman að heyra hvernig dreng-
irnir upplifa það að æfa við bestu að-
stæður og hvernig þeir taka þá reynslu
með sér á næstu mánuðum og árum,”
segir Donni í fréttinni.
Þess má til gamans geta fyrir þá sem
ekki koma þessum köppum fyrir sig að
Einar Ísfjörð er Króksari, sonur Sigga
Dodda og Kristínar Elfu Magnúsdóttur.
Bræðurnir Jón Gísli og Sigurður Pétur
eru frá Blönduósi, synir Stefáns Ólafs-
sonar hæstaréttarlögmanns og Erlu Ísa-
foldar Sigurðardóttur póstmeistara á
Blönduósi. Erla Ísafold er dóttir Sigurðar
Hermansssonar frá Blönduósi og Sig-
fríðar Jónsdóttur frá Vestmannaeyjum.
Hún spilaði áður með Hvöt við góðan
orðstýr sem vinstri bakvörður og þótti
hörð í horn að taka. Samkvæmt inn-
herjaupplýsingum Feykis heldur hún því
fram að hæfileikar drengjanna á knatt-
spyrnusviðinu komi frá sér. /ÓAB
Einar Ísfjörð fyrir miðju og bræðurnir Jón Gísli og
Sigurður Pétur á sænskri grundu.
4 04/2022