Feykir


Feykir - 26.01.2022, Side 5

Feykir - 26.01.2022, Side 5
Knattspyrnudeiild Tindastóls Hannah Cade á krókinn hjá kvennaliði Tindastóls Hannah Jane Cade, sem spilaði með Fram í 2. deild kvenna sl. sumar, hefur samið við knatt- spyrnudeild Tindastóls um að stíga dansinn með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar. Hannah er 24 ára miðjumaður og er væntanleg til landsins um miðjan febrúar. „Hannah Cade er fjölhæfur miðjumaður sem getur einnig leyst fleiri stöður á vellinum. Hannah er frábær karakter og góður liðsmaður sem við vænt- um mjög mikils af. Við hlökkum mikið til að fá hana til okkar í febrúar og gerum ráð fyrir því að hún muni hafa góð áhrif á liðið að öllu leyti,“ segir Donni, aðal- þjálfari meistaraflokka Tinda- stóls, í samtali við Tindastóll.is. Þrjár heimastúlkur sömdu Þrjár Tindastólsstúlkur skrifuðu sl. helgi undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls og leika því í sumar með Stólastúlkum í Lengju- deildinni. Þetta eru þær Birna María Sigurðardóttir, Magnea Petra Rúnarsdóttir og Marsilía Guðmundsdóttir en þær hafa allar komið upp í gegnum ung- mennastarf Stólanna og voru viðloðandi hóp Tindastóls í Pepsi Max deild kvenna á síðasta tímabili. Birna María á reyndar að baki 51 leik með liði Tindastóls en hún er fædd árið 2000. Hinar tvær eru fæddar 2005 og kom Magnea Petra við sögu í tveimur leikjum í Pepsi Max deildinni í fyrra en Marsilía á enn eftir að koma við sögu í deildarleik með meistaraflokki Tindastóls skv. heimasíðu KSÍ en báðar eiga þær hátt í tíu leiki í Kjarna- fæðismóti og Lengjubikar. /ÓAB Hannah Cade. Körfubolti Covid stríðir Stólunum Kórónuveiran hefur stungið sér niður í röðum körfuboltafólks hjá Tindastóli og hefur því þurft að fresta síðustu leikjum hjá bæði stelpunum og strákunum. Strákarnir áttu að mæta liði KR sl. fimmtudag og stelpurnar áttu sömuleiðis von á Vestur- bæingum í heimsókn um liðna helgi. Tap gegn ÍR Kvennalið Tindastóls í körfu- bolta spilaði fyrsta leik sinn í rúman mánuð þegar þær héldu suður í Breiðholt sl. miðvikudag þar sem lið ÍR beið þeirra í TM hellinum. Liði Tindastóls hefur gengið brösuglega gegn sterku ÍR liði síðustu misserin og það varð engin breyting á því að þessu sinni og verður að viður- kennast að lið ÍR er skör hærra á körfuboltasviðinu. Staðan í hálfleik var 48-23 en heima- stúlkur slökuðu aðeins á í síðari hálfleik og lokatölur urðu 81- 54. Það er auðvitað deginum ljósara að brotthvarf Ksenju, sem kvaddi lið Tindastóls í desember, skilur liðið eftir veikara og enn meiri þungi hvílir á Maddie Sutton í leik liðsins. Hún var með 39 fram- lagspunkta í leiknum en restin af liðinu átta. Það er þó ekkert í boði að hengja haus. /ÓAB Maddie sækir að körfu ÍR fyrr í vetur. MYND: DAVÍÐ MÁR ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FAÐSENT | Þóra Sverrisdóttir skrifar Nú er komið að því að kjósa um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar þann 19. febrúar nk. Aðdragandi þess er búinn að vera langur en í byrjun júní sl. var kosið um sameiningu sveitar- félaganna fjögurra í Austur- Hún. eftir tæplega fjögurra ára viðræður/undirbún- ingstíma. Sú sam- einingartillaga var samþykkt í Húna- vatnshreppi og Blönduósbæ en felld í hinum tveimur og því varð ekki af þeirri sameiningu. Sú ákvörðun var tekin í sveitarstjórn Húnavatnshrepps að kanna hug íbúa til sameiningar þessara tveggja sveitarfélaga og voru 2/3 kjósenda jákvæðir fyrir að skoða þessa sameiningu. Hagsmunir íbúa Húnavatnshrepps og Blöndu- ósbæjar liggja saman á flestum sviðum. Á Blönduósi er miðstöð verslunar og þjónustu, bæði á hendi einkaaðila og hins opinbera, ásamt því að mjög margir íbúar Húnavatnshrepps sækja atvinnu þar. Þar er einnig rekið dreifnám fyrir íbúa í A-Hún. Nú er fyrirliggjandi að breytingar munu þurfa að verða á rekstri grunnskóla í Húnavatnshreppi innan tíðar hvort sem af sameiningu verður eða ekki þar sem nemendafjöldi Húnavallaskóla er orðin það lítill að ekki eru nema þrír nemendur að meðaltali í árgangi. Býður það upp á ýmsa veikleika svo sem einhæft félagaval og einhæft námsval. Einnig er grundvöllur hópíþrótta og hópavinnu orðinn hæpinn þar sem margir árgangar þurfa að vera saman við ójafnan leik vegna þroska- og aldursmunar. Jafnframt er orðið erfitt að standa fyrir stærri viðburðum í skólanum svo sem árshátíðum og bingói þar sem svo fáir koma að undirbúningnum. Nokkur börn búsett í Húnavatnshreppi eru nú með lögheimili á Blönduósi til að geta sótt Blönduskóla þar sem foreldrar þeirra telja það betri kost fyrir börnin sín með tilliti til áðurnefndra þátta, þrátt fyrir ágætt starf sem fram fer í Húnavallaskóla og starfsfólk sem gerir sitt besta miðað við þessar forsendur. Er nú svo komið að margir nemendur Húnavallaskóla og foreldrar þeirra bíða eftir að breyting verði á skipan þessara mála. Í undirbúningi er stofnun Umhverfisaka- demíu á Húnavöllum – lýðskóla sem samræmist vel þeim hótelrekstri sem þar hefur verið rekinn á heilsársgrundvelli sl. fimm ár og hafa ráða- menn gefið loforð fyrir fjármagni í verkefnið ef af sameiningu verður. Mikil áhersla er á umhverfis- og loftslagsmál í dag og má sjá fyrir sér að þetta verkefni geti vaxið hratt og orðið umfangsmikið á stuttum tíma. Það eru jafnframt miklir mögu- leikar á ylræktun grænmetis t.d. enda gott aðgengi að heitu vatni þar. Við búum yfir miklum mannauði á svæðinu sem við þurfum að geta nýtt betur til sóknar, mannlífið er gott og grunnþjónusta er nokkuð góð en hana þarf að efla enn frekar svo sem þjónustu við börn, unglinga, öryrkja og eldri borgara. Má þar m.a. nefna frístundaakstur og frístundaheimili. Við þurfum að sækja fram, efla samfélagið okkar, vegakerfið, fjölga atvinnutækifærum og gera það ákjósanlegt fyrir unga fólkið að snúa til baka/ velja sér búsetu hér, hvort heldur sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ég tel að við verðum mun öflugri og samhentari og munum ná betri árangri í þessum málum sem eitt sveitarfélag. Með sameinuðu sveitarfélagi höfum við sterkari rödd út á við, gagnvart ríkisvaldinu og einnig í samstarfi við önnur sveitarfélög og erum fýsilegri kostur fyrir hvers kyns atvinnustarfsemi. Núna er fjárhagsleg staða sveitarfélaganna beggja erfið eins og flestra annarra sveitarfélaga sem rekja má til áhrifa heimsfaraldurs Covid19. Það er fyrirsjáanlegt að ef ekki verður af þessari sameiningu verður sveitarfélögunum tveimur þröngur stakkur búinn næstu árin varðandi rekstur og ekki síst allar fjárfestingar og fram- kvæmdir. Ef hins vegar af sameiningu verður þá mun nýtt sveitarfélag fá hátt í 600 milljónir í sameiningarframlög frá Jöfnunarsjóði, þar af er tæplega helmingur þeirrar fjárhæðar skulda- jöfnunarframlag. Er það mikil innspýting fyrir svæðið. Ef að Húnavallaskóli og Blönduskóli yrðu sameinaðir á einn kennslustað þá munu grunn- skólaframlög haldast óbreytt næstu fimm ár á eftir eins og um tvo kennslustaði væri að ræða sem gerir um 44 milljónir á ári eða um 220 milljónir á fimm árum. Jafnframt er áætlað að 40-50 millj. króna hagræðing yrði á ári ef kennslustaður er einn. Samtals má segja að sameining færi okkur um milljarð i innspýtingu svæðisins og munar um minna. Þessir fjármunir munu gera okkur kleift að efla og styrkja samfélagið enn frekar og veita betri þjónustu. Einnig munu árleg reglubundin framlög Jöfnunarsjóðs hækka um 24 milljónir króna eftir sameiningu og munar um minna. Í tillögum samstarfsnefndar er gert ráð fyrir að fyrirkomulag og tilhögun fjallskilamála muni verða með óbreyttum hætti ef sveitarfélögin sameinast. Það verði áfram staðbundnar fjall- skilastjórnir og nýtt sveitarfélag muni sjá um viðhald rétta, afréttagirðinga og gangnamanna- skála eins og verið hefur. Mín upplifun er sú að við séum eitt samfélag á flesta vegu og því sé ég enga meinbugi á því að sveitarfélögin tvö sameinist. Við erum sterkari saman en í sundur og höfum heildarhagsmuni svæðisins að leiðarljósi. Ef ekki verður af sameiningu núna er ekki fast í hendi hvort íbúar hér muni hafa val um framtíðarskipan sveitarfélaganna en útlit er fyrir að það verði lögskipaðar sameiningar innan fárra ára vegna þess hversu íbúar eru fáir. Það er afar mikilvægt að íbúar mæti á kjörstað laugardaginn 19. febrúar og greiði atkvæði um þessa sameiningartillögu til þess að niðurstöður kosninganna endurspegli vilja íbúanna og vil ég því hvetja alla íbúa til að nýta kosningaréttinn. Undirrituð hefur setið í sveitarstjórn Húna- vatnshrepps síðan 2010, þar af fjögur ár sem oddviti. Ég á fjögur börn og þrjú barnabörn, er sjúkraliði og rekstrarfræðingur og við hjónin rekum sauðfjárbú að Stóru-Giljá. Þóra Sverrisdóttir Fulltrúi í samstarfsnefnd Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps Kæru íbúar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar Tökum næsta skref inn í framtíðina 03/2022 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.