Feykir


Feykir - 09.02.2022, Page 5

Feykir - 09.02.2022, Page 5
Subway deildin Súrt tap á þorranum Stólarnir þurftu að láta í minni pokann þegar þeir öttu kappi við Breiðablik í Smáranum í Kópavogi í síðastliðið mánudagskvöld í Subway deild karla. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu gestgjafar tíu stiga forystu sem þeir létu ekki af hendi það sem lifði leiks og unnu með 107 stigum gegn 98. Þrátt fyrir góða baráttu Tindastóls má segja að varnar- vinnan og tapaðir boltar hafi ráðið úrslitum leiksins að þessu sinni og er áhyggjuefni fyrir framhaldið. Má segja að þetta komi á óvart þar sem mikið var lagt upp úr vörninni strax í upphafi tímabils. „Þurfum að hætta að fá á okkur 100 stig í leik,“ sagði Baldur Þór, þjálfari Stóla í viðtali við Karfan.is eftir leikinn og Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var einnig tekinn í viðtal og minntist á varnarleikinn: „Þeir eru ekki góðir varnarlega, eiga erfitt með að halda mönnum fyrir framan sig og eru seinir og við nýttum okkur það.” Tíu stiga forskot Tindastóll og Grindavík mættust í HS Orku-höllinni suður með sjó sl. fimmtudags- kvöld en bæði lið voru með 14 stig fyrir leik. Leikurinn var að mörgu leyti ágæt skemmtun, sagði Óli Arnar í umfjöllun sinni á Feykir.is eftir leik, þar sem bæði lið spiluðu ágætan sóknarbolta en „margir söknuðu þess að Stólarnir spiluðu alvöru varnarleik“. Líkt og í leiknum í Kópavogi náðu heimamenn tíu stiga forystu, en nú í fyrsta leikhluta, og það bil náðu gestirnir aldrei að brúa þó oft hafi aðeins vantað herslu- muninn. Lokatölur urðu 101- 93 fyrir Grindavík. Nú situr Tindastóll í 7. sæti deildarinnar með 14 stig meðan ÍR, Breiðablik og KR raða sér í næstu sæti fyrir neðan með 12 stig og ljóst að nú þarf að hysja upp um sig sokkana ætli liðið í úrslitakeppnina. Næsti leikur er gegn Njarðvík á fimmtudaginn og þá þurfa stuðningsmenn að fjölmenna í Síkið og leggja sitt af mörkum í baráttunni. Áfram Tindastóll! /PF Kjarnafæðismótið Kvennalið Tindastóls með góðan sigur á Þór/KA Meistaraflokkur Tindastóls kvenna sigraði Þór/ KA 0-3 síðastliðinn sunnudag í A-deild Kjarna- fæðismótsins sem fram fór á Akureyri. Leikurinn byrjaði af miklum krafti okkar stelpna gegn ungu liði Þórs/KA, segir á heimasíðu Tindastóls. „Murielle skoraði frábært skallamark eftir góða fyrirgjöf frá Sólveigu Birtu strax á 5. mínútu leiksins. Elísa Bríet Björnsdóttir (fædd 2008) skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Tindastól, í sínum fyrsta meistaraflokksleik, með stórglæsilegu skoti upp í samskeytin eftir að hafa tekið frákast eftir hornspyrnu. 2-0 var staðan í hálfleik. Strax í byrjun seinni hálfleiks skoraði Aldís María Jóhannsdóttir gott mark eftir frábæran liðsundirbúning. Virkilega gott spil sem endaði með því að Aldís slapp ein í gegn, kláraði færið vel og gerði út um leikinn,“ segir í lýsingu á Tindastóll.is. „Heilt yfir góð frammistaða gegn mjög sprækum og barráttuglöðum ungum leikmönnum Þórs/KA. Liðið hélt hreinu og skoraði 3 mörk. Margir fínir spilkaflar og allir leikmenn að leggja sig fram fyrir hvor aðra. Allir leikmenn komu við sögu í leiknum. Þrír leikmenn fæddir 2008 spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik og stóðu sig vel og verður gaman að fylgjast með þeim í framhaldinu,“ sagði Donni þjálfari stelpnanna eftir leikinn við tíðindamann Tindastóls. Tindastólsstelpur leika næst í Lengjubikarnum og mæta þá liði Breiðabliks nk. laugardag, 12. febrúar. /ÓAB ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Það tók Murielle fimm mínútur að finna markið þetta árið. Hún er að hefja sitt fimmta tímabil með Tindastól og hefur hingað til skorað 87 mörk í 76 KSÍ-leikjum. MYND: ÓAB Knattspyrnudeild Tindastóls Johanna Henriksson ráðin þjálfari Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Svíann Johönnu Henriksson sem þjálfara hjá deildinni en hún mun verða aðalþjálfari 3. flokks kvenna og nýstofnaðs 2. flokks kvenna og einnig hluti af þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og karla í markmannsþjálfun. Á heimasíðu Tindastóls segir að Donni, þjálfari meistaraflokka Tindastóls, hafi áður unnið með Johönnu en hún kom fyrst til Íslands sem markmaður hjá Þór/KA fyrir nokkrum árum meðan Donni þjálfaði þar. „Ég er svakalega glaður að fá Johönnu Henriksson, eða Jojo eins og við köllum hana, inn í þjálfaraliðið okkar. Johanna kom fyrst til Íslands sem markmaður hjá Þór/KA fyrir nokkrum árum og stóð sig vel. Það sem hún kemur með sem þjálfari er mikill metnaður og ástríða. Hún leggur sig alltaf fram og erdrífandi og jákvæður einstaklingur. Jojo vill læra og gera allt sem hún gerir eins vel og kostur er. Við erum að mínu mati einstaklega heppin að fá svona flottan þjálfara til liðs við okkur og hún mun klárlega leggja sitt af mörkum til að gera alla í kringum sig betri,“ er haft efir Donna sem bætir við: „Ég vona að allir taki sérstaklega vel á móti Jojo sem mun vafalaust setja skemmtilegan svip á starfið okkar.“ /PF Johanna Henriksson kampakát eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól. MYND AF TINDASTÓLL.IS 1. deild kvenna í körfubolta Enn einn stórleikurinn hjá Maddie Tindastóll og Stjarnan mættust í 1. deild kvenna í körfubolta í Síkinu sl. laugardag og var um hörkurimmu að ræða. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en lið Tindastóls átti góðan kafla í upphafi fjórða leikhluta, náði þá átta stiga forystu sem lið gestanna náði aldrei að saxa alla leið niður þrátt fyrir nokkur áhlaup. Þær réðu einfaldlega ekki við Maddie Sutton sem var í banastuði hjá Stólastúlkum og endaði leikinn með 62 framlags- punkta sem er sjaldséð tala. Lokatölur 84-77 og mikilvægur sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni 1. deildar. Gestirnir komust í 3-10 eftir rúmlega tvær mínútur en þá skelltu Stólastúlkur í lás í vörninni og fimm mínútur liðu þangað til Stjarnan bætti við körfu en þá var staðan orðin 16- 10. Staðan var 22-17 að loknum fyrsta leikhluta og mestur varð munurinn átta stig snemma í öðrum leikhluta eftir sniðskot frá Evu Rún, 31-23. Þá hófu Stjörnustúlkur að saxa á forskotið og þegar tvær og hálf mínúta voru til leikhlés höfðu þær minnkað muninn í eitt stig, 35-34, en þristur frá Önnu Karen jók muninn á ný. Karfa frá Evu Rún jók muninn í átta stig en Stjarnan gerði síðustu sex stig fyrri hálfleiks á síðustu mínútu annars leikhluta og minntu rækilega á að hægt er að snúa við körfuboltaleik á örskömmum tíma. Staðan 42-40 í hálfleik. Elva Lára Sverrisdóttir hóf síðari hálfleik með því að setja niður þrist og koma gestunum yfir. Næstu mínútur var allt í járnum en rétt fyrir miðjan leikhlutann náði Stjarnan fimm stiga forskoti. Stólastúlkur voru snöggar að jafna og tvær mikilvægar körfur frá Ingibjörgu Fjólu komu liði Tindastóls yfir en aðeins munaði einu stigi, staðan 61-60, þegar fjórði leikhluti hófst. Þá voru það heimastúlkur sem mættu baráttuglaðari til leiks og gerðu fyrstu sjö stigin; fyrst Eva, þá setti Ingigerður ísköld niður þrist áður en Maddie skilaði íleggju rétta leið. Vörn Tindastóls var góð en bæði lið gerðu slatta af mistökum enda spennustigið hátt. Stólastúlkur héldu sex til níu stiga forystu þangað til rúm mínúta var eftir en þá náði Elva Lára að stela boltanum, fékk víti og minnkaði muninn í fimm stig, 78-73. Nú reyndist Maddie drjúg en gestirnir neyddust til að brjóta ítrekað á henni og senda á vítalínuna og þar gerði hún ekki mörg mistök. Eftir smá drama á lokasekúndunum fór vel á því að Maddie kláraði leikinn fyrir Stólastúlkur. Hún gerði 43 stig í leiknum, tók 29 fráköst og þar af 15 í sókn en auk þess átti hún sex stoðsendingar og fiskaði 15 villur. Kallað er eftir því að hún verði sameinuð Skagafirði hvernig svo sem sameiningar- kosningar Akrahrepps og Skagafjarðar fara. Eva Rún átti sömuleiðis fínan leik, gerði 17 stig en hún gerði átta körfur í ellefu skotum innan teigs. Anna Karen, Fanney María og Ingigerður voru allar með sex stig í leiknum. Í liði Stjörnunnar var Diljá Ögn stigahæst með 26 stig en Elva Lára skilaði 17 stigum. /ÓAB Stólastúlkur hæstánægðar að loknum góðum sigri sl. laugardag. MYND AF FB KKD. TINDASTÓLS 06/2022 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.