Feykir


Feykir - 09.02.2022, Síða 12

Feykir - 09.02.2022, Síða 12
Huldukonan Ragnheiður Jónsdóttir Á Hríshóli var að reka fé út í haga og sýndist kvenmaður standa hjá kletti er var við götuna er líktist leiksystur er hún átti. Sagði þá Ragnheiður hún þyrfti ekki að fælast sig, hún þekkti hana. Sýndist henni þá hún hverfa upp í klettana og var horfin er hún leit af henni. Þetta var huldukona, en ekki stallsystir Ragnheiðar. /PF Þjóðsögur Jóns Árnasonar Álfar Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Auglýsing um skipan í kjör- deildir í Sveitarfélaginu Skagafirði Við kosningar til sameiningar sveitarfélaganna Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem fram fara laugardaginn 19. febrúar n.k. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00 Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Höfðaborg Hofsósi þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild á Ketilási þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps– kjörfundur hefst kl 12:00 Kjördeild í Varmahlíðarskóla, þar kjósa íbúar fyrrum Staðar – og Seyluhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00. Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni Norðurlands vestra á Sauðárkróki frá kl. 09:00 til kl. 15:00 virka daga fram að kjördegi. Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV. Yfirkjörstjórn Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 06 TBL 9. febrúar 2022 42. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Jafnvel þótt nafnið sje vel skiljanlegt í þessari mynd, er það að nokkru breytt og hefir táknað annað upp- haflega. Elzta brjefið um nafnið er Auðunarmáldagi l3l8 (DI. II. 470): Vindel-, er það furðanlega rjett, því margt er misritað í Auðunarbók. 75 árum síðar er þannig stafsett í Pjeturs- máldögum (DI. III. 55): „Spákonufellskirkja á hrýs fyrir utan götu þá er liggur frá Vindælisgardi í Stapa.“ Næstu aldir er nafnið eins Vindæli: t.d. árin 1461, 1503, 1526 ( DI. V. 354, VII. 602, IX. 385). Það kemur því ekki til neinna mála, að h hafi verið upphaflega í nafninu, þegar það finst hvergi í elztu heimildum. Nafnið getur tæplega hafa verið í fyrstu annað en Vinddæl- og rit- hátturinn er því mjög eðlilegur. Vindæli, því dd hlaut að renna saman í d, eins og vanalegt er, þar sem samhljóðum lendir saman síðast og fyrst í atkvæðum (ef þeir breytast eigi). Og í fornbrjefum er ætíð ritað eftir framburði. Einnig hefir breytingin Dæl í dæli orðið afarsnemma, líklega um l l00 (sbr. um Dæli í Víðidal) (sjá M. Jónsson: Torsk. bæjan. I. bls. l4). Því miður eru ekki gögn fyrir hendi er sýna hvenær h kemst inn í nafnið, en af áðurgreindum brjefum sjest að það hefir orðið eftir 1550. Og fyrir 1700 er það orðið Vindhæli (eða Vindhæll, sem finst frá síðustu öldum). Vinddæli er rjettnefni og í samræmi við landslagið umhverfis: Meðfram túninu að norðaustan er djúp kvos eða dæl og melhólar í kring á þrjá vegu. Í lægðinni er tjörn sem þornar upp í miklum sumar- þurkum. Þetta er bersýnilega dælin, sem bærinn var kendur við. Vel kunnugir menn hafa sagt mjer að á Vindhæli sje afar veðurnæmt, svo orð sje á gert; einkum sjeu sunnan- og austanbyljir snarpir og nái sjer vel í kvosinni, svo vatnið skefst upp, sje dælin vatnsmikil, t.d. í leysingum. Kemur þetta í bága við nútíðarnafnið: skjól, hæli fyrir vindum. Nafnið Vinddæl felur í sjer mjög algenga hugmynd, sem kemur fram í fjöldamörgum bæjanöfnum svipuðum: t.d. Vindheimar Vindland, Vindás, Vindbelgur, Vindgjá, sem er nálega hið sama, o.m.fl. Því verður samt ekki neitað, að Vindhæli er fegurra nafn en Vinddæli, Þótt það sje ekki upprunalegt, og ef nafninu hefir verið breytt af ásettu ráði, sem vel getur verið, er ástæðulítið að taka gamla nafnið upp aftur (Dr. F. J. skýrir ekki nafnið). Vindhæli á Skagaströnd TORSKILIN BÆJARNÖFN | palli@feykir.is RANNSÓKNIR OG LEIÐRÉTTINGAR MARGEIRS JÓNSSONAR Vindhælisstofa Þórdísar. MYND: LJÓSMYNDASAFN HÉRAÐSSKJALASAFNS AUSTUR HÚNAVATNSSÝSLU.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.