Feykir


Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 1

Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 1
Ísak Óli Traustason var útnefndur íþróttamaður ársins 2021 á 102. ársþingi UMSS sem haldið var síðastliðinn laugardag í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Að sögn Þorvaldar Gröndal, ritara sambandsins, var mæting dræm enda hafi veiran verið að herja á Skagfirðing grimmt síðustu vikur og daga. Þorvaldur segir að nokkrar þing- tillögur hafi legið fyrir þinginu sem allar voru samþykktar samróma, einnig voru kjörnir inn nýir fulltrúar í stjórn UMSS, Gunnar Þór Gestsson var endurkjörinn formaður UMSS, Jóel Árnason og Kolbrún Passaro eru ný í stjórn og áfram sitja þau Þorvaldur Gröndal og Þuríður Elín Þórarins- dóttir. Í varastjórn voru nýir fulltrúar kjörnir inn; Finnbogi Bjarnason, Rósa María Vésteinsdóttir og Sigríður Fjóla Viktorsdóttir. UMFÍ veitti nokkrum félögum úr hreyfingunni starfsmerki, þeim Klöru Helgadóttur, fyrrum formanni UMSS, fyrir sitt starf innan hreyfingarinnar, Jóhannesi Þórðarsyni og Helgu Eyjólfsdóttur fyrir þeirra framtaksemi síðustu ára. Gunnari Sigurðssyni, fyrrverandi íþróttamanni Skagafjarðar og þjálfara, og Birni Hansen var báðum veitt gullmerki UMFÍ. Garðar Svansson, fulltrúi ÍSÍ, veitti Gunnari Sigurðssyni silfurmerki ÍSÍ fyrir hans framlag til hreyfingarinnar og Ómari Braga Stefánssyni gullmerki ÍSÍ fyrir hans vinnu og framtak til hreyfingarinnar á öllu landinu. Lið og þjálfari ársins Kosningu vegna íþróttamanns, liðs og þjálfara ársins 2021 lauk 22. desember sl. og var ætlunin að halda hátíðarsam- komu milli jóla og nýárs þar sem hefð er fyrir því að íþróttafólk komi saman og þau bestu heiðruð, en ekkert varð úr því vegna Covid-áhrifa í samfélaginu. Kvennasveit Golfklúbbs Skagafjarð- ar hlaut titilinn lið ársins, Helgi Jó- hannesson, hjá nýstofnaðri Badminton- deild UMFT er þjálfari ársins en Íþróttamaður Skagafjarðar 2021 er frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason, þriðja árið í röð. Ísak Óli varð Íslandsmeistari í sjö- þraut, grindarhlaupi innan og utan- húss og stangarstökki auk þess sem hann bætti árangur sinn í flestum greinum. Ísak keppti fyrir hönd Íslands á Evrópubikarnum í frjálsum íþróttum í Búlgaríu síðastliðið sumar og var kjörinn fjölþrautakappi Frjálsíþróttasambands Íslands 2021. /PF 11 TBL 16. mars 2022 42. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 7 BLS. 8 BLS. 6–8 Ragnheiður Bjarnadóttir snjólistamaður vekur verðskuldaða athygli Óvíst hvort listaverk Ragnheiðar lifa daginn af Jakobína Ragnhildur Valgarðs- dóttir svarar Tón-lystinni Ekki hleypt nálægt græjunum í partýunum Bjóðum alhliða lagnahreinsun á sérútbúnum bíl Losum stíflur úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, regnvatns- og skólplögnum. Hreinsum trjárætur úr lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar á sandföngum, fitu- og olíugildrum. Holræsa- og stífluþjónusta Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal beitir áskorendapennanum Takk haus! 102. ársþing UMSS haldið um síðustu helgi Þriðja árið í röð sem Ísak Óli er valinn íþróttamaður ársins Gunnar Þór Gestsson, formaður UMSS, afhendir íþróttamanni UMSS, Ísaki Óla Traustasyni, viður- kenningar og blómvönd. MYND: GUÐNÝ AXELSDÓTTIR 31 TBL 19. ágúst 2020 40. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS . 6–7 BLS. 4 Olíutankarnir á Króknum teknir niður Nýttir se meltu- geymar á Vestfjörðum BLS. 10 Hrafnhildur Viðars hefur opnað sérhæfða naglasnyrti- stofu á Sauðárkróki Game of Nails Hera Birgisdóttir læknir segir frá degi í lífi brottflutts Sak ar íslensk viðhorfsins „þetta reddast“ Bjóðum alhliða lagnahreinsun á sérútbúnum bíl Losum stífl r úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, reg vatns- og skólplögnum. Hreinsum trjárætur ú lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar á sandföngum, fit - og olíugildrum. Holræsa- og stífluþjónusta Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Meirapróf - Vinnuvélanámskeið Ökunám - Endurmenntun Birgir Örn Hreinsson Ökukennari S: 892-1790 bigh@simnet.isHÁEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4400 www.facebook.com/velavalehf www.facebook.com/velavalehf & 453 88 88 velaval@velaval.is Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Stórprent í toppgæðum Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga með hita upp á 20 stig og jafnvel meira og að sjálfsö ðu stillu norðanlands sem er ávísun á næt rdögg. Á mánu- dagsmorgun mátti sjá hvernig áfallið baðaði umhverfið a.m.k. í og við Sauðárkrók. Á Borgars nd- inum höfðu maurköngulær spunnið breiðu af f llegum ve jum svokölluðum vetrarkvíða sem Ingólfur Sveinsson, sá er tók meðfylgjandi mynd, segir sjaldgæfa sjón. Matthías Alfreðsson, skordýr fræð- ingur hjá NÍ segir vetrarkvíða v a náttúrufyrirbrigði sem voðköngulær e u þekktar fy ir að spinna og leggist eins og silki yfir gróður. Blökkuló (Erigone arctica) er dæmi um tegund sem skil r eftir sig slíka þræði. Á vef Náttúrufræðistofnunar Ís- lands kemur fram að maurkönguló sé tiltölulega sjaldgæf en fundin í öllum landshlutum, e.t.v. algengari um norðanvert landið en á landinu sunnanverðu, á miðhálendinu í Fróðárdal við Hvítárvatn. Maurkönguló finnst í runnum og trjám, einnig í klettum og skriðum, ekki eins hænd að vatni og frænka hennar sveipköngu óin (Larinioides cornutus). Vefurinn er hjóllaga, tengdur milli greina inni í unnum eða utan í þeim eða á milli ste n . Hér á landi hafa maurköngulær fundist kynþroska í júlí og ágúst. Almennt Maurkönguló er lí t áberandi þar sem lítið er af henni og hún dyl t vel í kjörlendi sínu. Auk þess er vefurinn fíngerður og óáberandi, varla nema um hálfur metri í þvermál ef aðstæður leyfa. Maurkönguló er mjög lík sveip- könguló, þó heldur minni, og er stundum vissara að aðgæta kynfæri til að aðgreina þessar frænkur með vissu. Oftast er afturbolur þó dekkri á maurkönguló og ekki ljós rönd aftur eftir honum miðjum. Miðbakið er að mestu dök t en ljóst þverbelti sker dökka flekkinn í tvo hluta rétt framan miðju á kvendýrum. Þetta getur þó verið breytilegt. Neðan á afturbol eru tveir svigal ga ljósir blettir ein og á sveipkönguló, og fætur eru sömuleiðis rauðleitir eða rauðguli með ökkum beltum. Í heiminum eru þekktar um 44.000 tegundir öngulóa, á Í landi 91 tegu auk slæðinga. /PF Köngulóin sveipar elgresið silki Áfall næturinnar í sól rgeislum árdagsins Þessa skemmtilegu mynd tók Ingólfur Sveinsson sl. mánudagsmorgun af maurkönguló sem hafði strengt vef milli melgresisstráa. Sagði hann vefina hafa verið fjölmarga á svæðinu og sagði slíka breiðu vefja sem baðaðir eru næturdögginni kallaða vetrarkvíða. Sáust þeir vel í morgunsárinu áður en döggin hvarf með hækkandi sól. MYND: INGÓLFUR SVEINSSON .f . / l l f l l l l.i VÉLAVAL VARMAHLÍÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.