Feykir


Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 5

Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Subway deildin | ÍR – Tindastóll 71–75 Stólarnir rifu tvö stig úr Hellinum Lið Tindastóls vann fjórða leik sinn í röð sl. fimmtudagskvöld og þriðja leikinn á einni viku þegar liðið sótti hellisbúana í Breiðholtinu heim. Eins og vanalega þegar lið ÍR heldur partý þá var boðið upp á baráttu og spennu. Tindastólsmenn voru án Javon Bess en náðu að negla saman þokkalegasta varnarvegg og í sókninni steig Taiwo upp og sýndi listir sínar. Lokatölur voru 71-75 og Tindastólsmenn öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Stólarnir þó yfirleitt með örlitla forystu. Staðan var 17-19 að honum loknum. Fimm stig frá Taiwo og tvö víti frá Sigga komu Stólunum átta stigum yfir snemma í öðrum leikhluta, 22- 30, en mestur varð munurinn tólf stig eftir þrist frá Arnari þegar tvær og hálf mínúta voru til leikhlés, 25-37. Átta stigum munaði í hálfleik, staðan 31-39. Fyrstu fimm stig síðari hálf- leiks voru heimamanna og leikurinn í raun í járnum allt til loka. Allt var jafnt, 55-55, eftir að Pétur setti niður tvö víti undir lok þriðja leikhluta en það voru heimamenn sem byrjuðu lokafjórðunginn betur, komust fjórum stigum yfir, 61- 57, en þá tók Taiwo upp á því að galdra fram nokkrar körfur og kom Stólunum yfir á ný. Staðan var 65-68 þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og tókst heimamönnum aldrei að kom- ast yfir það sem eftir lifði. Igor Maric jafnaði fyrir ÍR þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, 71-71, en Taiwo og Pétur skelltu í eitt hollý-hú fyrir forystunni. Í næstu sókn ÍR rændi Pétur boltanum snyrtilega af Triston Simpson og Arnar tryggði síðan sigurinn með því að pakka tveimur vítaskotum í körfuna. Sannarlega sætur sigur Tindastóls og er liðið nú í sjötta sæti Subway-deildarinnar og á eftir að spila þrjá leiki. Næsti leikur er gegn Keflvíkingum í Síkinu 24. mars, síðan heim- sækja Stólarnir flengjarana í Þorlákshöfn og síðasta dag marsmánaðar mætir lið Þórs frá Akureyri í Síkið. Taiwo Badmus gerði 27 stig í leiknum og hirti átta fráköst, Arnar skilaði 19 stigum, Zoran Vrkic 12 og Siggi var með níu stig og tíu fráköst. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð kemur í ljós að ÍR hafði naumlega betur á flestum sviðum – nema þegar kemur að vítaskotum. Heimamenn fengu aðeins níu víti í leiknum (7/9) á meðan Tindastólsmenn fengu 18 (16/18). Þetta ætti að gefa til kynna að Stólarnir hafi spilað vörnina vel. /ÓAB Taiwo Badmus í baráttunni gegn liði KR á dögunum. Þessi körfuboltabisness getur stundum verið tómt basl. MYND: HJALTI ÁRNA 1. deild kvenna í körfubolta Þrír leikir á fjórum dögum hjá Stólastúlkum Stólastúlkur spiluðu átjánda leik sinn í 1. deild kvenna sl. laugardagskvöld þegar lærisveinkur Brynjars Karls í Aþenu/UMFK mættu í Síkið. Gestirnir fóru betur af stað og leiddu með níu stigum í hálfleik en lið Tindastóls gafst ekki upp og náði vopnum sínum í síðari hálfleik. Lokamínúturnar voru æsispennandi en heimastúlkur héldu út og unnu leikinn 68-66. Staðan í hálfleik 26-35 fyrir Aþenu en einhverja eldræðu hefur Jan þjálfari þrumað yfir sínum stúlkum í hléi því heima- stúlkur komu ákveðnar til leiks og hófu fljótlega að saxa á forskot gestanna í síðari hálfleik og skópu sigurinn með góðum kafla snemma í fjórða leikhluta. Maddie Sutton var atkvæðamest að venju, gerði 30 stig og tók 22 fráköst. Eva Rún gerði 16 stig og átti sex stoðsendingar og Ingi- gerður gerði tíu stig. Tap gegn liði Hamars/Þórs Daginn eftir kom síðan lið Hamars/Þórs í heimsókn í Síkið og þær reyndust sterkari aðilinn, kannski komin smá þreyta í fætur heimastúlkna þegar leið á leikinn. Astaja Tyghter fór mikinn í liði gestanna, gerði 47 stig. Eftir ágæta byrjun Stólastúlkna þá náðu gestirnir yfirhöndinni skömmu fyrir hlé og liði Tindastóls gekk illa að minnka forskotið í síðari hálfleik – eða í raun bara alls ekki. Lokatölur 69-82. Maddie gerði 27 stig fyrir lið Tindastóls og tók 14 fráköst. Eva Rún gerði 14 stig og átti fimm stoðsendingar, Anna Karen var með átta stig, Klara Sólveig sjö, Ingigerður sex, Fanney María fimm og Inga Sólveig tvö. Síðasti leikur tímabilsins hjá liði Tindastóls var síðan spilaður í gærkvöld en þá var Feykir farinn í prentun. /ÓAB Tindastólsmenn hafa verið duglegir að segja frá samningum við leikmenn sem verða með meistaraflokkum félagsins í sumar. Nýverið var samið við Yves Ngassaki um að leika með karlaliði félagsins í 4. deildinni í sumar en hann er fæddur 1996, franskur framherji sem hefur spilað á Englandi og í Kanada. Þá hafa sænsku tvíburarnir Anton og Oskar Örth samið við Stólana en þeir eru fæddir 1995 og hafa æft með liði Tindastóls frá því í byrjun febrúar. Um síðustu helgi settu þeir Eysteinn Bessi Sigmarsson og Spánverjinn Juan Carlos Dominguez Requena nöfn sín undir samn- ing við Stólana en Domi spil- aði með Stólunum sl. sumar. Hjá kvennaliði Tindastóls gerðu Aldís María Jóhanns- dóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls og verða því með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar. Aldís María, sem er alin upp hjá Þór Akureyri, samdi til eins árs en Króksarinn Anna Margrét samdi til tveggja ára. /ÓAB Lengjubikarinn í knattspyrnu Bæði norðanliðin nokkuð sátt þrátt fyrir töp Leikið var í Lengjubikarnum í knattspyrnu á laugardag en fyrst voru það Stólastúlkur sem mættu liði Selfoss og síðan voru það kapparnir í Kormáki Hvöt sem tókust á við lið Hauka úr Hafnarfirði. Bæði norðanliðin urðu að sætta sig við naumt tap í hörkuleikjum. Lið Tindastóls mætti Bestu deildar liði Selfoss í JÁVERK- höllinni á Selfossi. Marka- drottningin Brenna Lovera kom liði heimastúlkna yfir strax á 12. mínútu og reyndist það eina mark leiksins. Feykir náði á Bryndísi Rut, fyrirliða Stólastúlkna, sem var nokkuð sátt við leikinn. „Það voru margir jákvæðir hlutir í þessum leik, höfum verið að lenda í smá brasi með að ná hópnum almennilega saman sökum Covid / meiðsla / vinnu eða annars en í dag vorum við með nokkuð heilt lið. Fengum á okkur eitt mark en heilt yfir var varnarleikurinn fínn. Vorum óheppnar með sóknar- leikinn, boltinn vildi ekki inn en við fengum nokkur færi og það er líka jákvætt. Við sjáum árangur í okkar leik og erum því á réttri leið á undir- búningstímabilinu.“ Húnvetningar sprækir í Hafnarfirði Í Skessunni í Hafnarfirði tóku Haukar á móti liði Kormáks/ Hvatar sem fékk slæman skell í fyrstu umferðinni gegn liði Njarðvíkur. Það var kraftur í Húnvetningum og úr varð hörkuleikur. Heimamenn komust í 2-0 eftir 13. mínútna leik en Akil minnkaði muninn fyrir hlé. Ingvi Rafn jafnaði síðan leikinn í síðari hálfleik en Haukar gerðu sigurmarkið á 81. mínútu. Þá átti karlalið Tindastóls að spila sl. sunnudag en heimamenn í KB (Breiðholti) báðu um frestun en þar sem beiðni um frestun barst of seint urðu þeir að gefa leikinn. /ÓAB Knattspyrnudeild Tindastóls Leikmannamál að skýrast hjá strákunum Yves Ngassaki ætlar að skora fyrir Stólana í sumar. MYND: TINDASTÓLL Astaja fann leiðina að körfu Stólastúlkna alltof oft. MYND: HJALTI ÁRNA 11/2022 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.