Feykir


Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 4

Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 4
M I N N I N G Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir fædd 10. janúar 1934 – látin 16. janúar 2022 Við lát Jóhönnu Þórarinsdótt- ur, fyrrum húsfreyju á Æsu- stöðum, leitar hugurinn aftur til ársins 1981 er undirritaður réðist sem sóknarprestur að Bólstað í A- Húnavatnssýslu. Á Æsustöðum steig ég fyrst inn fæti um páskana, það var er ég kom norður til að prédika í Bólsstaðarhlíðarkirkju og kynna mig fyrir sóknarbörn- unum. Komum við hjóna- kornin norður með Norður- leiðarrútunni, sem stansaði nánast við bæjardyrnar á Æsu- stöðum, en þá lá vegurinn þar í gegnum hlaðið. Þarna var okkur tekið tveimur höndum af húsráðendum, hjónunum Sverri Halldórssyni og Jóhönnu Þórarinsdóttur. Er mér minnisstætt, hve hlýjar og rausnarlegar móttökur við fengum. Daginn eftir, páska- dag, að lokinni messu í Ból- staðarhlíðarkirkju, var svo haldið vestur í Svínavatns- hrepp. Sverrir og Jóhanna höfðu keypt Æsustaði, hið gamla prestsetur í Bólstaðar- hlíðarprestakalli, skömmu eftir 1960, er prestsetrið var lagt niður þar og flutt að Bólstað, þar sem reist hafði verið nýtt og rúmgott prest- seturhús, og þangað skyldum við flytjast. Æsustaðir eru hæg bújörð, og þangað er einkar hlýlegt heim að líta. Þar bjuggu þau hjón góðu blönduðu búi ásamt börnunum sínum þremur, Þórönnu Sigurbjörgu, Haraldi Bjarnþór og Sverri Þór. Einnig höfðu þau alið upp tvö fósturbörn, sem voru flogin úr hreiðrinu, er hér var komið sögu. Nálægt miðju sumri fluttum við svo á Bólstað, og þar með hófst ríflega tveggja ára dvöl okkar meðal góðs sóknarfólks í Bólstaðarhlíðarprestakalli. Þar eignuðumst við fljótt góða kunningja og vini, og í þeim hópi voru sannarlega þau hjón á Æsustöðum. Þangað var alltaf gott að koma, þar mætti manni jafnan sönn gestrisni og hlýlegt viðmót. Og ætíð um nóg að spjalla. Sverrir bóndi ræðinn og hress í máli, húsmóðirin kannski hæglátari, greind kona og fróð og hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum, sem hún fór hvergi leynt með. Jóhanna var mikil fjölskyldumanneskja, að ann- ast börn og bú var hennar starfsvettvangur sem hún sinnti af alúð og umhyggju, en sjálf þekkti hún sveitalífið frá bernsku, enda alin upp í torfbæ í Norðurárdal og hafði sterkar taugar til bernsku- stöðvanna þar sem hún minntist stundum á. Hún var AÐSENT | Margrét Alda Magnúsdóttir skrifar Lögreglustarfið hefur lengi heillað mig. Starfið getur bæði verið krefjandi og gefandi og þú veist aldrei hvað bíður þín þegar þú mætir á vaktina. Verkefnin sem upp koma eru fjölbreytt. Þú getur enn fremur þurft að hafa afskipti af fólki á þeirra verstu stundum en einnig aðstoðað á góðum stundum. Að vinna í lögreglunni er því fjölbreytt starf og innan hennar er margt sem hægt er að sérhæfa sig í. Þú getur unnið í almennri deild þar sem þú sinnir fjölbreyttum verkefnum og þú getur farið í rannsóknardeild og sérhæft þig á þeim vettvangi. Sviðin eru einnig fleiri. Ég sjálf starfa í almennu deildinni hjá mínu embætti en einnig er ég búin að sérhæfa mig sem leiðbeinandi með fíkniefnahund. Þar liggur minn áhugi og því fannst mér tilvalið að sérhæfa mig í því þegar ég fékk tækifæri til þess. Námið í lögreglufræði er mjög áhugavert nám. Það er sett upp þægilega, að mínu mati, þar sem þú getur tekið bóklega hluta þess í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri og svo er verklega kennslan hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu (MSL) kennd í lotu- formi í Reykjavík. Þar af leið- andi getur þú stundað námið hvar á landi sem er. Hjá MSL er þér kennt margt af því sem tengist starfinu þar sem þú þarft að leysa úr krefjandi verkefnum við krefjandi að- stæður. Námið í MSL er kennt í bekkjarkerfi og því kynnist þú hópnum þínum vel. Eftir námið gefst þér tækifæri til að starfa í lögreglu þar sem þú heldur áfram að læra þar sem upp geta komið verkefni af fjölbreyttum toga sem þurfa mismunandi úr- vinnslu. Svo býður MSL upp á alls konar námskeið sem þú getur sótt og aukið þekkingu þína á ýmsum sviðum. Ég hvet þig, hafir þú áhuga á áskorunum og fjölbreytileika í starfi og að vinna í góðum og samheldnum hópi samstarfs- manna, að skrá þig í lög- reglufræði við Háskólann á Akureyri. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.mennta- seturlogreglu.is Margrét Alda Magnúsdóttir lögreglumaður Lögreglustarfið dýravinur, hlúði að öllu lífi, en einnig að fallegum trjágarði á Æsustöðum, sem Sigríður Stefánsdóttir, kona sr. Gunnars Árnasonar, er síðast sat Æsustaði, hafði ræktað upp. Greiðvikni og hjálpsemi voru ríkir eigin- leikar í fari Jóhönnu. Sum- arið 1983 var mér veitt Mælifell í Skagafirði og þurfti þá að flytja mína fyrstu messu þar, sem var um verslunarmannahelgina í Ábæjarkirkju í Austurdal. Þangað var talsvert löng leið frá Bólstað, sem ég hafði raunar ekki hugmynd um, hversu löng og torsótt var. Ég var einn heima með eins og hálfs árs gamla dóttur mína, sem ég þurfti að koma í fóstur á meðan. Ég hringdi í Jóhönnu, sem kvað meira en sjálfsagt að taka barnið, ef hún gæti við unað. Byrjaði ég messudaginn á að skjóta telpunni niður í Æsustaði, en hélt síðan fram á Austur- dalinn. Þangað náði ég í tæka tíð og gekk allt slysalaust. Var ég kominn aftur í Æsustaði um tíuleytið og dóttirin alsæl með dvölina. Þannig var Jóhanna á Æsustöðum, heilli og traustari manneskja var vandfundin. Árið 1994 seldu þau hjón Æsustaði og fluttust suður í Kópavog. Þar lést Sverrir árið 2002. Síðast dvaldi Jóhanna á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ, og þar lést hún 16. janúar sl. 88 ára að aldri. Útför hennar fór fram frá Breiðholtskirkju 28. janúar. Einlægar samúðar- kveðjur sendum við börnum hennar, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum. Björt lifir minning mætrar konu. Ólafur Hallgrímsson Mælifelli Textílmiðstöð Íslands fékk fína heimsókn í byrjun mars þegar nemendur á öðru ári í vöruhönnun í Listaháskólanum komu í vettvangsferð í TextílLab – stafrænu textílsmiðjuna í Textílmiðstöðinni á Blönduósi. Fengu þau kynningu á starfseminni sem þar fer fram en TextílLab er rými sem útbúið er stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Í frétt á Húna.is segir að nemendurn- ir hafi verið í áfanganum „staðbundin framleiðsla“ og voru að kynna sér tæki og möguleika sem hægt er nýta sér til nýsköpunar og þróunar í tengslum við textíl og hönnun. Fengu þau að prófa þæfingarvél með ull úr ullarþvottastöð- inni og afgangsgarn til prufugerðar. /ÓAB TextílLab á Blönduósi Listaháskólanemar í heimsókn Brosmildir nemendur Listaháskólans í vettvangsferð í TextílLab. MYND: TEXTÍLMIÐSTÖÐ ÍSLANDS 4 11/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.