Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 11
Fólk er alltaf að kenna okkur lýðræði en fólkið sem kennir okkur
lýðræði vill ekki læra það sjálft. – Vladimir Putin
AÐALRÉTTUR
Fiski taco – fyrir 3-4
Tortillur
500 g þorskhnakki
1 egg
1 dl hveiti
1 tsk. taco explosion
1 tsk. cumin
1 tsk. cayenne pipar (má sleppa)
11/2 tsk. salt
1 tsk. pipar
1-2 msk. smjör til steikingar
1 lime
Aðferð: Pískið egg í skál. Hrærið
saman hveitinu og öllum kryddunum
á disk. Skerið þorskinn í bita, veltið
þeim upp úr egginu og síðan hveiti/
kryddblöndunni. Steikið fiskinn á
pönnu upp úr smjöri. Skerið eitt lime
í báta og dreifið yfir fiskinn þegar
eldunin er hálfnuð.
Tortillur:
ólífuolía til steikingar
Philadelphia rjómaostur/
rjómaostur með grillaðri
papriku og chili
1/4-1/2 hvítkál
1/4-1/2 ferskt rauðkál
ferskt kóríander eftir smekk
Aðferð: Skerið hvítkál og rauðkál í
ræmur, hrærið og setjið í skál. Steikið
tortillurnar upp úr smá ólífuolíu
þangað til þær verða gylltar. Smyrjið
rjómaosti á tortillurnar, dreifið
kálinu, tómatsalsanu og fiskinum
yfir. Toppið tacoið með limesósu og
kóríander.
Salsa:
2 tómatar
2-3 msk. rauðlaukur
2 msk. kóríander
2 hvítlauksrif
1/2 rauður chili
safi úr 1/2 lime
salt og pipar
Aðferð: Skerið tómata (hreinsið
fræin úr), rauðlauk og pressið hvít-
lauk, saxið chili. Hrærið saman við
kóríander og safa úr lime. Saltið og
piprið eftir smekk.
Limesósa:
1 dl Heinz majónes
1 dl sýrður rjómi
safi úr 1-2 lime
1/2 tsk. limebörkur
salt og pipar
Aðferð: Hrærið saman majónesi og
sýrðum rjóma ásamt rifnum lime-
berki, limesafa, salti og pipar.
EFTIRRÉTTUR
Maregnsterta
Botnar:
5 eggjahvítur
1 dl sykur
31/2 dl púðursykur
Aðferð: Hitið ofninn í 150°C. Þeytið
eggjahvíturnar og bætið sykrinum
saman við í nokkrum skömmtum.
Stífþeytið þar til blandan hreyfist
ekki til í skálinni sé henni hvolft.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða
bökunarpappír í botninn á tveimur
22 cm lausbotna formum og smyrjið
þá hliðarnar með smjöri. Skiptið
marengsblöndunni á bökunarpapp-
írinn eða í formin og bakið í 50-60
mínútur við 150°C. Kælið botnana
mjög vel áður en þið setjið kókos-
bollurjóma á milli.
Kókosbollurjómi:
450 ml rjómi
4 kókosbollur
100 g karamellukurl
Aðferð: Þeytið rjómann. Þrýstið á
kókosbollurnar og skerið þær í litla
bita, blandið þeim varlega saman við
rjómann ásamt karamellukurli.
Smyrjið rjómanum á milli botnanna.
Karamellusósa:
1 poki Góukúlur
1 dl rjómi
Aðferð: Bræðið kúlurnar í rjóm-
anum við vægan hita, hrærið vel í og
kælið áður en þið hellið yfir
marengskökuna. Það er mjög mikil-
vægt annars gæti marengsinn og
rjóminn bráðnað. Skreytið kökuna
með berjum, t.d. jarðarberjum,
hindberjum og bláberjum.
Verði ykkur að góðu!
Vala skorar á Kristrúnu Ósk Sig-
urðardóttur, bekkjarsystur sína.
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Mar-grét.
Sudoku
Krossgáta
Feykir spyr...
Hvaða
tungumál
værir þú til í að
kunna?
Spurt á Facebook
UMSJÓN: klara@nyprent.is
„Mig langar að læra pólsku.
Pólskumælandi fólk er mjög
fjölmennt hèr á Íslandi og þrátt
fyrir að þau séu mörg hver
að læra íslenskuna þá langar
mig að geta talað þeirra
tungumál.“
Ólafía Kristín Norðfjörð
Finna skal út eitt kven-
mannsnafn í hverri gátu.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Orðið und merkir sár á íslensku og mörg eru orðin sem ýmist byrja
á „und“ eða hafa sem endingu líkt og undir, undanbrögð, sprund og
ögurstund, svo einhver séu nefnd. Ekkert orð er hins vegar á skrá sem
hefst á und og með sömu endingu. Ekki einu sinni undirstund. Ótrúlegt,
en kannski satt, þá er „Underground“ eina orðið í ensku sem hefst og
endar með bókstöfunum „und“.
„Spænsku, væri til í
að flytja til Tene.“
Ragnar Heiðar Ólafsson
„Væri til í að kunna að
tala spænsku því það er
einstaklega fallegt og talað í
mörgum löndum og lykill að
ríkri menningu. Langar líka
að kunna kóresku því það er
ótrúlega töff tungumál. "
Una Døgg Guðmundsdóttir
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Þetta er þjóðfáni Úkraínu.
FEYKIFÍN AFÞREYING F
„Japönsku, svo ég geti hætt
að styðjast við texta þegar
ég horfi á þættina Anime.“
Þráinn Svan Gíslason
Fiski taco og kókos-
bollumarengs
Matgæðingur vikunnar er Vala Frímansdóttir sem er fædd og uppalin
á Króknum. Vala er gift Sigurbirni Gunnarssyni og eru þau búsett á
Akureyri og eiga saman þrjú börn. Vala er geislafræðingur og vinnur á
myndgreiningardeild SAk.
„Taco er í miklu uppáhaldi hjá okkur og sérstaklega fiski taco. Hægt
er að nota hvort heldur sem er þorsk, bleikju eða rækjur. Allt ofboðslega
ferskt og gott. Hér er uppskrift þar sem notast er við þorskhnakka.
Í eftirrétt er svo uppskrift að púðursykurmarengstertu með kókos-
bollurjóma og ferskum berjum,“ segir Vala.
( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is
Vala Frímannsdóttir | Króksari á Akureyri
Vala og Sigurbjörn. MYND AÐSEND
Tilvitnun vikunnar
11/2022 11
Vísnagátur Sveins Víkings
Kemur undan höggi í hold.
Hringast líka kringum fold.
Böls á stundum bernskusvið.
Brást víst margur þannig við.