Feykir


Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 7

Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 7
Þau leynast víða hæfileikabúntin og meira að segja á Kambastígnum á Króknum sem er nú ekki stærsti stígur í heimi! Þar hittir Tón-lystin fyrir Jakobínu Ragnhildi Valgarðsdóttur, rétt tæplega þrítuga söngkonu. Hún er alin upp á Sauðárkróki, dóttir Valla Valla og Valdísar Skarphéðinsdóttur. Jakobínu finnst kontrabass- inn vera fallegasta hljóðfærið en sjálf getur hún spilað á píanó og ukulele. Hún segist ekki hafa unnið nein sérstök afrek á tónlistarsviðinu en hún lærði þó klassískan söng í Aachen í Þýskalandi. Hvaða lag varstu að hlusta á? Var rétt í þessu að hlusta á Only Time með Enyu. Uppáhalds tónlistartímabil? Barokktímabilið (1600-1750), jú og svo auðvitað er 80's í miklu uppáhaldi. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ef ég heyri 80' lög í útvarpinu þá hækka ég í botn. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Pabbi hlustaði rosalega mikið á Roy Orbison og The Shadows, mamma var alltaf með einhverja heilunar-tónlist í gangi sem var nú reyndar bara virkilega skemmtileg og falleg. Hver var fyrsta platan/ diskurinn/kasettan/ niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsta platan sem ég keypti mér var The Best of Andrea Bocelli með Andrea Bocelli. Hvaða græjur varstu þá með? Bara venjulegt útvarp. Hvert var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn? Time To Say Goodbye með Söruh Brightman og Andrea Bocelli. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Hmmm, ekkert sérstakt sem ég man eftir. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Haha, mér yrði ekki hleypt nálægt græjunum. Jakobína Ragnhildur Valgarðsdóttir | söngkona Ekki hleypt nálægt græjunum í partýunum ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Einhverja klassíska tónlist....Pachelbel eða Vivaldi. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Færi á tónleika með Rainbow (Ritchie Blackmore) og tæki auðvitað hann Gubba minn með. Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Eins og ég sagði hérna fyrir ofan, þá fékk ég aldrei að stjórna neinum græjum en vinirnir settu helst á lög með Katy Perry eða Eminem. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera eða haft mest áhrif á þig? Sarah Brightman hafði gífurleg áhrif á mig. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út eða sú sem skiptir þig mestu máli? Platan Dive með Söruh Brightman sem kom út árið 1993. Jakobína og Guðbrandur norðan við Bifröst á Sauðárkróki. toppurinn Lagalisti Jakobínu: Catch the Rainbow RAINBOW Captain Nemo SARAH BRIGHTMAN Still Loving You SCORPIONS Echoes in Rain ENYA Like a Prayer MADONNA Twilight and Shadow RENÉE FLEMING Jakobína með börnin; Þjóðhildi Drangey og Valgarð Hafstein. MYNDIR AÐSENDAR Meistaramót Íslands 11–14 ára Krakkar af Norðurlandi vestra stóðu sig afar vel Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöll. Um 250 krakkar voru skráðir til leiks frá þrettán félögum víðsvegar af landinu og þ.á.m. margir af Norðurlandi vestra. Keppt var í sjö greinum í fjórum mismunandi aldursflokkum í bæði pilta og stúlkna flokki og fór svo að HSK/Selfoss urðu Íslandsmeistarar félagsliða á mótinu með 543,5 stig og unnu þau stiga- keppnina í þremur aldursflokkum og hlutu alls 12 gull, 12 silfur og 12 bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 518,5 stig og Breiðablik í því þriðja með 417 stig. Helstu úrslit urðu þau að Ísak Hrafn Jóhannsson UMSS kastaði kúlu lengst allra 11 ára pilta, 7,72 metra en félagi hans í UMSS, Birkir Heiðberg Jónsson, varð fjórði. Ísak Hrafn varð annar í 60 metra hlaupi og félagi hans, Aron Gabríel Samúelsson, sjöundi. Betur gekk hjá þeim mátum í 600 metra hlaupi en þar stóð Ísak Hrafn uppi sem sigurvegari Aron Gabríel landaði þriðja sætinu. Næstur kom svo Ingi Hólmar Guðmundsson í Kormáki. Hann var svo í miklu stuði í hástökkinu þar sem hann sveif yfir 1,26 metra sem skilaði honum öðru sætinu og það sæti var einnig hans í langstökki er hann stökk 3,97 metra. Valdimar Logi Guðmannsson, USAH, gerði gott mót en hann sigraði í 60 metra hlaupi 12 ára pilta á tímanum 8,93 sek. Hann sigraði einnig í hástökki er hann stökk yfir 1,42 m en félagi hans úr USAH, Aron Örn Ólafsson, stökk 1,36 m sem skilaði honum þriðja sætinu. Valdimar Logi var ekki hættur því hann vann sína þriðju grein er hann stökk 4,48 metra í langstökki en Aron Örn endaði í 4. sæti með stökk upp á 3,96 m. Til að setja punktinn yfir I-ið náði Valdimar Logi að kasta kúlu 7,79 metra og enn ein gullverðlaunin í höfn. Fast á eftir kom Aron Örn, félagi hans, með 6,72 metra kast sem skilaði honum öðru sætinu og í 600 metra hlaupi varð hann einnig annar. Félagi hans hjá USAH, Hlynur Örn Ólason, endaði í 5. sæti. Í 60 metra hlaupi 13 ára pilta náði Bragi Hólmar Guð- mundsson, Kormáki, að koma sér í 6. sætið og það fjórða var hans í 60 metra grind. Þá varð hann í öðru til þriðja sæti í hástökk með stökk upp á 1,46 metra. Eyjólfur Örn Þorgilsson, USAH, varð annar í 600 metra hlaupi 13 ára pilta á tímanum 1:54,67 mínútu en Halldór Stefánsson, UMSS, kom fimmti í mark á 1:56,97 mín. Eyjólf- ur varpaði þriggja kílóa kúlunni 8,66 metra sem skilaði 4. sætinu. Gabríela Dóra Vignisdóttir, Kormáki, tók þátt í 600 metra hlaupi 11 ára stúlkna og endaði hún í 5. sæti á tímanum 2:13,08 mín. Harpa Katrín Sigurðardóttir, USAH, varð fjórða í 60 metra hlaupi 13 ára stúlkna á 9,08 sek. og einnig fjórða í 60 metra grind og enn varð fjórða sætið hennar í langstökki, 4,53 metrar. Betur gekk í hástökkinu hjá Hörpu Katrínu þar sem hún endaði í þriðja sætinu. Þá varð sveit UMSS önnur í 4x200 metra boðhlaupi 11 ára pilta. /PF Valdimar Logi Guðmannsson, USAH, á sínu fyrsta alvöru móti og gerði sér lítið fyrir og sigraði í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í. MYND AÐSEND 11/2022 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.