Feykir


Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 10

Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 10
Auglýsing um skipulagsmál Leik- og grunnskólasvæðið á Hofsósi – Tillaga að deiliskipulagi Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 422. fundi sínum þann 9. mars 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir leik- og grunnskólasvæðið á Hofsósi skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið markast af Lindargötu að vestan, Hofsósbraut að norðan, að austan af vegtengingu aðkomuvegar við Hofsósbraut og að sunnan af línu um það bil 35 m frá Austurgötu. Deiliskipulagstillagan felur í sér forsendur til frekari uppbyggingar á lóðinni. Skipulagstillagan er auglýst frá 16. mars til og með 28. apríl 2021. Skipulagstillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 28. apríl 2022. Hofsóskirkja, kirkjugarður, Prestbakki, Hátún og Sætún - Skipulagslýsing Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 422. fundi sínum þann 9. mars 2022 að auglýsa lýsingu fyrir gerð deiliskipulags sem nær yfir göturnar Hátún, Sætún, Hofsóskirkju, kirkjugarðinn og Prestbakka á Hofsósi skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af Suðurbraut að vestan, að Kirkjugötu að norðan og af opnu svæði sunnan við kirkjugarð og kirkju og að mestu óbyggðu íbúðarsvæði að sunnan og austan. Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði skilgreindar núverandi og nýjar lóðir, bílastæði og umferðarleiðir og þannig mótuð heildstæð byggð sem efli og styrki samfélagið. Skipulagslýsingin er auglýst frá 16. mars til og með 7. apríl 2021. Skipulagslýsingin mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 7. apríl 2022. Freyjugötureitur á Sauðárkróki – Skipulagslýsing Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 422. fundi sínum þann 9. mars 2022 að auglýsa lýsingu fyrir gerð deiliskipulags Freyjugötureitsins á Sauðárkróki skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landmótun leggur fram, fyrir hönd Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf., skipulagslýsingu dags. 26.01.2022 fyrir svokallaðan Freyjugötureit sem afmarkast af Freyjugötu, Knarrarstíg og Strandgötu. Áform eru um að byggja nýja íbúðabyggð miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við gamla bæinn og nýta þannig reit sem staðið hefur óbyggður um langt skeið. Reiturinn er staðsettur miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við elsta hluta byggðar á svæðinu og mun uppbygging taka mið af því. Skipulagslýsingin mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Skipulagslýsingin er auglýst frá 16. mars til og með 7. apríl 2021. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 7. apríl 2022. Reykjarhóll lóð (146062) – Deiliskipulagsbreyting Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 422. fundi sínum þann 9. mars 2022 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan er auglýst frá 16. mars til og með 28. apríl 2021. Skipulagstillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@ skagafjordur.is í síðasta lagi 28. apríl 2022. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagið Skagafjörður www.skagafjordur.is Matthew Syed, margfaldur breskur meistari í borðtennis og virtur íþróttafréttamaður þar í landi, veltir því fyrir sér í bók sinni Bounce: The Myth of Talent and the Power of Practice hví gatan sem hann ólst upp við í Brighton hafi alið af sér fleira afreksfólk í borðtennis en á Bretlands- eyjum samanlagt. Skýringin er í raun einföld: Á staðnum var aðstaða til borðtennisiðkunar til fyrir- myndar, aðstaðan var opin börnum og unglingum og þarna bjó gamall afreksmaður í íþróttinni sem gaf sér tíma til að leiðbeina unga fólkinu. Þarna var góð aðstaða, hún var aðgengileg, og það var aðgengi að þekkingu. Syed bendir á hve okkur hættir til að ofmeta meðfædda hæfileika og vanmeta að sama skapi mikilvægi handleiðslu og ástundunar. Þetta er sama niðurstaða og Malcolm Gladwell kemst að í bókinni Outliers: The Story of Success, en þar sýnir hann m.a. fram á að Bill Gates og aðrir braut- ryðjendur í tölvugeiranum hefðu aldrei komið fram án almennilegrar aðstöðu, að- gengis að aðstöðunni og fag- þekkingar á staðnum. Það er allra hagur, í hvaða geira sem við störfum, að börnum og ungu fólki sé greidd braut að þessum lykilþáttum til árangurs, hvort sem við lítum til íþróttastarfs, iðnnáms eða skapandi greina. Skapandi greinar, menning og listir þar á meðal, eru einn vænlegasti vaxtarbroddur Ís- lands, og þá sérstaklega landsbyggðarinnar. Skapandi greinar eru mannfrekar, þekkingardrifnar, og gjald- eyrisskapandi, þurfa ekki að vera staðsettar í borg og byggja á grunni lista- og menningarstarfs. Mannfrek og verðmæt atvinnustarfsemi er einmitt það sem lands- byggðin þarf á að halda til að ná vopnum sínum á ný. Í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninga vil ég því hvetja væntanlegt sveitar- stjórnarfólk á landsbyggðinni til þess að huga vel að eftirfarandi þáttum. • Að byggja upp aðstöðu til skapandi starfs fyrir ungt fólk; • Að tryggja bæði formlegt aðgengi (í formi skipu- lagðrar ástundunar) og frjálst aðgengi (tækifæri til að koma, leika sér og hanga) og; • Að tryggja handleiðslu fag- fólks með þekkingu og reynslu til að miðla áfram. Víða eru félagsheimili og tómstundamiðstöðvar að drabbast niður. Aðgengið er takmarkað eða ekkert því húsin eru ýmist lokuð eða kostnaðarsöm til leigu og svona mætti lengi telja – því miður. Alvarlegastur er þó fullkominn skortur á aðgengi að menntuðu fagfólki sem hefur reynslu og áhuga á að leiðbeina unga fólkinu. Aðstöðuleysi og takmark- að aðgengi að þekkingu kemur algerlega í veg fyrir að til verði afreksfólk í nær- umhverfinu en það er afreks- fólkið sem við þurfum til að ná árangri í harðri samkeppni á heimsvísu. Þessu þarf að breyta. Ef við fjárfestum ekki í dag munum við ekki uppskera á morgun. Greta Clough listrænn stjórnandi Handbendis Brúðuleikhúss – Handbendi er Eyrarrósarhafinn 2021-2023 AÐSENT | Greta Clough skrifar Aðstaða og aðgengi: Leiðin til árangurs Siturðu á grein? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is 10 11/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.