Feykir - 23.03.2022, Síða 4
AÐSENT | Frá Skipulags- og byggingarnefnd
aðalskipulagi er áætlað að
íbúum Skagafjarðar fjölgi um
0,5% að meðaltali á ári út
skipulagstímabilið, sem jafn-
gildir um 370 manns á 15
árum. Mikilvægt er að þessari
fjölgun verði fylgt vel eftir með
öflugri uppbyggingu á allri
þjónustu fyrir íbúa ásamt
fjölbreyttu og öflugu atvinnu-
lífi. Það er megininntak nýs
aðalskipulags að móta um-
gjörð til að sett markmið náist.
Þéttbýlisuppdrættirnir af
Sauðárkróki, Varmahlíð,
Steinsstöðum, Hólum og
Hofsósi voru endurskoðaðir
og uppfærðir. Á öllum stöð-
unum er nú tryggt að
nægjanlegt landrými er fyrir
íbúabyggingar til næstu ára-
tuga og einnig að svæði fyrir
atvinnuuppbygginu eru til
staðar. Á bæði Sauðárkróki og
í Varmahlíð koma inn ný íbúa-
og athafnasvæði ásamt því að
breytingar verða gerðar á
öllum stöðunum um gerð og
nýtingu svæða.
Mikil vinna var lögð í upp-
færslu á tillögum að reiðleiðum
um sveitarfélagið og var sú
vinna unnin meðal annars í
samráði við hestamannafélög
og ferðaþjónustuaðila. Jafn-
framt er lögð áhersla á að
göngu- og hjólastígum fjölgi
bæði innan þéttbýlis og milli
þeirra. Af öðrum stórum sam-
gönguþáttum má nefna beina
tillögu um vegtengingu yfir á
Kjálka með nýrri brú yfir
Héraðsvötnin. Sú vegtenging
eykur lífsgæði þeirra sem búa
í framhluta héraðsins ásamt
því að opna nýjar leiðir fyrir
ferðamenn með hringakstri
um héraðið. Einnig er lagt til
að veggöng verði milli Siglu-
fjarðar og Fljóta og veggöng
undir Hjaltadalsheiði, en með
þeim munu byggðir vestan
Tröllaskaga tengast betur við
Eyjafjörðinn.
Í skipulaginu er lögð
áhersla á skynsamlega nýtingu
Aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 2020-2035
Horfum til framtíðar
Frá fundi vegna skipulagsmála í Húsi frítímans á Sauðárkrókii.
MYNDIR AÐSENDAR
Á vordögum 2019 samþykkti
sveitarstjórn Sveitarfélagsins
Skagafjarðar að hefja vinnu
við endurskoðun á gildandi
aðalskipulagi sveitarfélagsins,
en aðalskipulag er skipulags-
áætlun sem nær til alls lands
sveitarfélagsins. Í aðalskipu-
laginu er mótuð stefna um
framtíðarnotkun lands og
fyrirkomulag byggðar ásamt
því að sett er fram stefna
sveitarstjórnar um byggða-
þróun, samgöngur, reiðleiðir,
gönguleiðir og margt annað
sem snýr að gerð og þjónustu
sveitarfélagsins.
Í vinnuferlinu var frá upphafi
mikið lagt upp úr því að eiga
gott samráð og samtal við íbúa
og hagsmunaðila við gerð
aðalskipulagsins. Leitað var til
íbúa Skagafjarðar þar sem
þeim var gefinn kostur á að
koma á framfæri sínum skoð-
unum og sjónarmiðum um
framtíðarsýn á fyrirkomulag
byggðar og þjónustu í sveitar-
félaginu. Fyrst var leitað til
nemenda í 7. og 9. bekk grunn-
skólanna þriggja í Skagafirði
þar sem þeir svöruðu spurn-
ingum og settu fram hug-
myndir um hver væri þeirra
framtíðarsýn fyrir Sveitarfél-
agið Skagafjörð. Haldnir voru
fjórir íbúafundir auk þess sem
fólki var gefinn kostur á að
koma hugmyndum sínum á
framfæri í gegnum samráðs-
vefinn Betra Ísland. Við gerð
skipulagsins og mótun tillagna
var tekið mið af þeim sjónar-
miðum sem komu fram á
þessum fundum. Einnig var
skipulagstillagan kynnt íbúum
og hagsmunaaðilum á vinnslu-
stigi og höfðu íbúar þá tækifæri
til að gera formlegar athuga-
semdir við efni hennar. Í
kjölfarið var svo fundað með
fjölmörgum einstaklingum og
hagsmunahópum um mis-
munandi útfærslur á einstaka
þáttum skipulagsins og komist
að sameiginlegri niðurstöðu
sem þjónar sem flestum, en
eitt af hlutverkum skipulags-
og byggingarnefndar er að
leiða til lykta ólík sjónarmið
um gerð samfélagsins og þarfir
þess.
Á íbúafundunum kom
fram skýr vilji um íbúafjölgun
í Skagafirði og að sveitarfélagið
hefði sterka innviði til að taka
á móti þeirri fjölgun. Í nýju
opinna svæða með það að
markmiði að svæðin henti til
leikjaiðkunar og útivistar.
Einnig er gert ráð fyrir
stækkun golfvallarins á Sauð-
árkróki bæði til vesturs og
síðan til suðurs í átt að Sauðá
frá núverandi svæði. Á Sauð-
árkróki er áfram stefnt að því
að ný íbúabyggð sé staðsett á
Nöfunum. Áður fyrirhuguð
vegtenging yfir Sauðá var felld
brott en í staðinn er gert ráð
fyrir að framtíðar vegtenging
upp á Nafirnar verði norðar-
lega í bænum. Vinna við
nánari útfærslu á þeirri leið
þarf síðan að fara í vinnsluferil
í framhaldi af samþykkt þessa
skipulags.
Í þessu nýja aðalskipulagi
er lögð áhersla á að vernda gott
landbúnaðarland en á íbúa-
fundum kom fram krafa um
mikilvægi þess að sveitar-
félagið stæði vörð um slík
svæði. Búið er að grófflokka
land í Skagafirði og skilgreina
hvaða gerðir lands tilheyra
hverjum flokki en markmið
sveitarfélagsins er að reyna
eftir fremsta megni að tryggja
að gott ræktanlegt land verði
notað undir ræktun á grasi eða
aðra fóðuröflun fyrir menn
eða dýr.
Í aðalskipulaginu er gerð
tillaga að hugsanlegri stað-
setningu vindmyllugarða til
rafmagnsframleiðslu en til-
lagan byggir á athugun á
vindafari og mögulegum teng-
ingum við núverandi flutn-
ingskerfi. Áherslur sem
sveitarfélagið leggur við frekari
skoðun á möguleikum til að
nýta vindorku eru að svæðin
séu ekki nálægt líklegum
farleiðum fugla og að þau þurfi
að vera í ásættanlegri fjarlægð
frá þéttbýli og vinsælum úti-
vistar- eða ferðamannastöðum.
Jafnframt að tengingar frá
þeim verði jarðstrengir.
Endurskoðunin á aðal-
skipulagi Sveitarfélagsins
Skagafjarðar var viðamikið
verkefni, en í stuttri samantekt
sem þessari er einungis hægt
að gera grein fyrir hluta þeirra
mála sem tekið var á í því ferli.
Aðalskipulagið er hins vegar
og verður áfram lifandi plagg
sem þarf að endurskoða eftir
þörfum en ein af þeim breyt-
ingum sem nú hafa verið gerð-
ar er að öll kort og uppdrættir
eru framvegis á stafrænu formi
sem á að auðvelda og einfalda
alla vinnu við breytingar í
framtíðinni.
Skipulags- og byggingar-
nefnd vill þakka öllum íbúum
Skagafjarðar sem þátt tóku í
vinnu við endurskoðun á aðal-
skipulaginu ásamt starfsfólki
Sveitarfélagsins Skagafjarðar
og Verkfræðistofunni VSÓ
sem leiddi verkefnið. Jafnframt
vonum við að íbúar muni
áfram taka þátt í þeim breyt-
ingum sem gerðar verða á
komandi árum en öllum
samfélögum er nauðsynlegt að
hafa góða sýn á framtíðar-
möguleika og þarfir síns sam-
félags.
Aðalskipulag fyrir Sveitar-
félagið Skagafjörð 2020-2035
er nú aðgengilegt á heimasíðu
sveitarfélagsins.
Einar E. Einarsson, formaður
Regína Valdimarsdóttir,
varaformaður
Álfhildur Leifsdóttir, ritari
Sveinn F. Úlfarsson,
áheyrnarfulltrúi.
Grænir Frumkvöðlar Framtíðar
Fyrsta MAKEathonið af stað í Árskóla
Í gær hófst í Árskóla á Sauðárkróki fyrsta
MAKEathon af þremur í verkefninu
Grænir Frumkvöðlar Framtíðar (GFF). Hin
tvö fara fram fyrir páska í Grunnskóla
Bolungarvíkur og Nesskóla í Neskaupstað
en MAKEathon verkefnið er nýsköpunar-
keppni sem stendur yfir tvo daga.
Í þessu fyrsta MAKEathoni tekur 31
nemandi í níunda bekk þátt sem vinna
saman í teymum og keppast við að kynna
lausn á áskoruninni: Hvernig getum við
dregið úr notkun plasts við pökkun fisks og
rækju?
„Þeir reyna að búa til einhvers konar
frumgerð (e. prototype), m.a. í samstarfi
við FabLab Íslands smiðjur á hverjum
stað auk þess sem starfsfólk Matís verður
á staðnum til aðstoðar, segir í frétta-
tilkynningu frá MATÍS.
Þar segir að nemendur hafi komið
auga á áskorunina þegar þeir fengu
heimsóknir sjávarútvegsfyrirtækjunum
Dögun og FISK Seafood og fengu fræðslu
um starfsemi þeirra, sem var einn þáttur
GFF verkefnisins. „Þar að auki fengu þeir
innsýn í mögulegar áskoranir hvað varðar
áhrif loftslagsbreytinga á hafið og þeirra
nærumhverfi en það var hluti af einni
vinnustofu verkefnisins, vinnustofu 4.
Allt efni GFF verður gert aðgengilegt eftir
að verkefninu lýkur.“
Verkefnið Grænir Frumkvöðlar Fram-
tíðar hófst í skólunum í september 2021
og MAKEathonin eru síðasti hluti verk-
efnisins. Landskeppni á milli skólanna
þriggja fer fram í maí og verða úrslit
hennar kynnt í Nýsköpunarvikunni, þann
20. maí. Verkefnið er styrkt af Lofts-
lagssjóði og hægt að fylgjast með gangi
þess á heimasíða verkefnisins:
graenirfrumkvodlar.com. /PF
Verkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar er farið á fullt
í Árskóla, Sauðárkróki. MYND AÐSEND
4 12/2022