Feykir - 23.03.2022, Qupperneq 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Fjörugur leikur á Sauðárkróksvelli
Sigur gegn Stjörnunni
í lokaleik Lengjubikarsins
Stólastúlkur léku síðasta leik
sinn í Lengjubikarnum sl.
laugardag þegar lið Stjörnunnar
kom í heimsókn. Gengi liðanna
hafði verið misjafnt; lið
Tindastóls með eitt stig að
loknum fjórum leikjum en
Stjarnan með níu stig. Leikurinn
varð hinn fjörugasti og loka-
kaflinn reyndist liði Tindastóls
drjúgur og dugði til 3-2 sigurs
sem svo sannarlega var sætur.
Snjó kyngdi niður á Krókn-
um að morgni leikdags og fram
yfir hádegið og karlalið Tinda-
stóls mætti með skóflur á
gervigrasvöllinn til að gera
tilraun til að hreinsa völlinn.
Nokkrir grjótharðir stuðnings-
menn mættu með tæki og tól
sem gerðu gæfumuninn þannig
að hægt var að hefja leik eftir
smá töf á upphafsflauti. Að-
stæður urðu svo enn betri
þegar á leið og snjókoman varð
blautari. Logn var á Króknum
þannig að aðstæður voru
ágætar til boltasparks.
Stjarnan náði 0-2 forystu
um miðjan fyrri hálfleik en þær
voru heilt yfir betra liðið í fyrri
hálfleik. Fyrst skoraði Jasmín
Erla Ingadóttir á 21. mínútu og
Alma Mathiesen bætti marki
við á 29. mínútu. Á 31. mínútu
lagaði Hugrún Palla og Guð-
nýjar stöðuna og stóð 1-2 í
hálfleik.
Tindastólsliðið fékk 2-3
sénsa á upphafsmínútum síðari
hálfleiks til að jafna leikinn en
síðan voru það gestirnir sem
ítrekað reyndu að koma bolt-
anum inn fyrir vörn Tindastóls
og oft munaði mjóu en Amber
var sem fyrr bæði huguð og á
tánum og bjargaði nokkrum
sinnum meistaralega með
mögnuðum úthlaupum. Á 78.
mínútu fengu Stólastúlkur
síðan hornspyrnu eftir ágæta
sókn og eftir smá klafs á
markteignum kom Bryndís Rut
fyrirliði boltanum í markið og
fagnaði innilega. Fimm mínút-
um síðar átti Murr góða
sendingu á Hugrúnu sem þaut
með boltann inn í vítateig
Stjörnunnar þar sem hún var
sneidd niður. Víti dæmt og á
punktinn steig María Dögg Jóa
og Helgu og hún lét Sandiford í
marki Stjörnunnar verja frá sér
en fylgdi á eftir og setti boltann
af öryggi í markið.
Síðustu mínútur leiksins
náðu gestirnir ekki að ógna að
ráði, bæði lið fengu þó mögu-
leika og Stjarnan m.a. auka-
spyrnu fyrir litlar sakir rétt utan
teigs en boltinn hafnaði í
fanginu á Amber.
„Við hefðum klárlega getað
gert aðeins betur i mörkunum
sem við fengum á okkur og
örlítil heppni þeim i hag þar
líka. En frábær mörk hjá okkur
og [við] fengum góð færi til að
skora fleiri. Það sem ég er hvað
ánægðastur með er baráttan,
vinnusemin og liðsandinn hjá
liðinu. Kemur svo sem ekkert á
óvart en þessar stelpur okkar
sýna ótrúlegan vilja til að vinna
og það er eftirsóknarvert,“
sagði Donni þjálfari að leik
loknum. /ÓAB
Stólastúlkur fagna sigri á laugardaginn. MYND: ÓAB
Júdódeild Tindastóls
Góður árangur á Vormóti JSÍ 2022
Vormót Júdósambands Íslands
2022 fyrir yngri keppendur fór
fram á Akureyri 12. mars sl.
Júdódeild Tindastóls mætti til
leiks með fjóra keppendur en
sumir þurftu að hætta við
þátttöku vegna Covid-smita og
var mikið um forföll hjá öllum
félögum sem þátt tóku í mótinu.
Í frétt á heimasíðu Tindastóls
segir að greinilegt hafi verið að
keppendar frá Tindastóli hafi
bætt sig mikið síðan á
Afmælismótinu þrátt fyrir að
lítið hafi verið hægt að æfa vegna
Covid. „Allir stóðu sig vel og var
sérstaklega tekið fram þegar
þjálfarar töluðu saman að móti
loknu að hópur júdókeppenda
hjá Tindastóli sé orðinn öflugur
en keppendur okkar fóru heim
með eitt gull, eitt silfur og tvenn
bronsverðlaun.
Haldið var upp á árangurinn
með ísferð að móti loknu. /ÓAB
Keppendur Tindastóls brosmildir að móti loknu. MYND: TINDASTÓLL.IS
Feykir sagði frá góðum árangri
krakka af Norðurlandi vestra á
Meistaramóti Íslands 11-14 ára
sem fram fór í Reykjavík um
síðustu helgi. Skemmtilegt að
geta bætt því við að Björgvin
Kári Jónsson, sem ættaður er
úr Skagafirði, náði einnig
frábærum árangri þar sem
hann komst á pall í öllum þeim
greinum sem hann tók þátt í
og varð Íslandsmeistari í
600m hlaupi 12 ára pilta.
Björgvin Kári keppir fyrir ÍR
en hann háði harða baráttu við
Húnvetningana Valdimar
Loga Guðmannsson, sem
vann allar sínar greinar, og
Aron Örn Ólafsson, sem varð
sæti ofar en Björgvin í
kúluvarpi . Björgvin Kári náði
öðru sæti í hástökki og
langstökki 12 ára pilta, en
Íslandsmeist-aratitillinn varð
hans í 600 metra hlaupi á
tímanum 1:58,31. Þar varð
Aron Örn í öðru sæti.
Þannig fór að Björgvin
Kári og félagar hans í ÍR unnu
liðakeppnina 12 ára drengja.
Tenging Björgvins Kára við
Skagafjörðinn er þannig að
móðir hans, Harpa Þöll, er
dóttir Gísla Halldórssonar
dýralæknis, og Jónínu Halls-
dóttur hjúkrunarfræðings úr
Varmahlíð, sem bjuggu lengi í
Skagafirði. /PF
Lengjubikarinn í knattspyrnu
Lukkan ekki í liði
með Húnvetningum
Lið Kormáks/Hvatar var
hársbreidd frá því að næla í
fyrstu stigin í B deild karla,
riðli C, í Lengjubikarnum sl.
laugardag þegar Húnvetn-
ingar mættu liði ÍH í Skessunni
í Hafnarfirði. Þeir voru 3-4 yfir
þegar venjulegur leiktími var
liðinn en fengu á sig tvö mörk í
uppbótartíma
Það var nú fátt sem benti til
markaveislu í byrjun leiks í
Skessunni því aðeins var
skorað eitt mark í fyrri hálfleik
og það gerðu heimamenn í ÍH
á 41. mínútu. Þorgrímur Goði
jafnaði leikinn á 50. mínútu en
á 59. mínútu náði ÍH aftur
forystunni. Gestirnir settu
Alfreð Má Hjaltalín inn á á 63.
mínútu og örfáum mínútum
síðar var hann búinn að skora
tvö mörk. Hann jafnaði
leikinn á 67. mínútu, Akil De
Freitas kom gestunum yfir
tveimur mínútum síðar og
Alfreð bætti við fjórða marki
Kormáks/Hvatar á 70. mínútu
– semsagt þrjú mörk gestanna
á fjórum mínútum og staðan
2-4! Heimamenn í ÍH minnk-
uðu muninn á 84. mínútu og
sem fyrr segir gerðu þeir tvö
mörk í uppbótartíma og unnu
því 5-4.
Lið Kormáks/Hvatar er því
enn án stiga í sínum riðli.
Stólarnir mörðu Samherja
Það er orðið ansi langt síðan
meistaraflokkur karla hjá
Tindastóli skeiðaði út á knatt-
spyrnuvöllinn en það hafðist
loks sl. sunnudag þegar spil-
að var við lið Samherja í
Boganum á Akureyri. Aðeins
eitt mark leit dagsins ljós og
það gerði spænski varnar-
jaxlinn Domi, fékk boltann
inn á vítateig eftir laglegt
þríhyrningaspil með Adda og
negldi boltanum í markið frá
vinstra markteigshorni. Donni
þjálfari var ánægður með
spilamennsku liðsins. /ÓAB
Frjálsar íþróttir
Skagfirsk ættaður
Íslandsmeistari
Björgvin Kári sæll. MYND AÐSEND
12/2022 5