Feykir


Feykir - 06.04.2022, Page 13

Feykir - 06.04.2022, Page 13
14/2022 13 óskar fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn! Sími 455 6010 www.farskolinn.is Tölvulæsi fyrir 60 ára og eldri Eftir að hafa tekið þátt í útboði hefur Farskólinn gert samning til eins árs við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um að skipuleggja og kenna sjö námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk á Norðurlandi vestra (60 ára og eldri). Hvert námskeið er átta klukkustundir í staðnámi og kennt í fjórum tveggja klukkustunda lotum. Þar sem kennslan er einstaklingsmiðuð verða að hámarki átta manns á hverju námskeiði. Námskeiðin verða haldin á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi. Helstu áherslur verða: - Notkun rafrænna skilríkja á netinu. - Heimabankinn, bókarnir og netverslun. - Samfélagsmiðlar. - Rafræn samskipti; tölvupóstar. Þátttakendur mæta með sínar tölvur eða snjallsíma. Farskólinn getur lánað fartölvur ef á þarf að halda. Námskeiðin verða haldin í maí og september og verða auglýst aftur nánar síðar. Áhugasamir geta þó haft samband í síma 455 – 6010 og skráð sig. Ekki þarf að greiða fyrir þátttökuna á námskeiðinum. Gróa Guðmunda Haraldsdóttir býr í Dalatúninu á Sauðárkróki en fermdist í kirkjunni á Flateyri 26. maí 1975. Gógó starfar í Árskóla á Sauðárkróki. Hvernig var fermingar- dressið? Svört jakkaföt, hvít blússa með grænum blómum og sjúllaðir svartir ökklaháir skór með breiðum hæl og botni og svo svartur leðurjakki utan yfir. Hvar var fermingar- veislan haldin? Hún var haldin í foreldrahúsum. Hvað bauðstu upp á í fermingarveislunni? Það var kökuhlaðborð, alvöru hnallþórur og læti. Hver var heitasta gjöfin á þeim tíma? Skatthol og orðabók voru heitustu gjafirnar. Hver er eftirminnilegasta gjöfin sem þú fékkst? Silfur- hringur með fjólubláum steini. Ef þú ættir að fermast í dag, hver væri óskagjöfin? Óskagjöfin í dag væru gönguskíði og tilheyrandi plús námskeið. HEITASTA GJÖFIN | klara@nyprent.is Gróa Guðmunda Haraldsdóttir Fermdist í sjúlluðum svörtum ökklaháum skóm með breiðum hæl og botni! Anna Klara Hreinsdóttir býr í Reykjanesbæ og fermdist 4. apríl 1974 í Sauðárkrókskirkju. Anna Klara starfar í Bláa Lóninu. Hvernig var fermingar- dressið? Fermingar- dressið var blátt sítt flauelspils með smekk og bláskræpótt blússa. Hvar var fermingar- veislan haldin? Hún var haldin heima. Hvað bauðstu upp á í fermingarveislunni? Það voru brauðtertur og kökur, það var í fyrsta skiptið sem ég smakkaði brauðtertu. Hver var heitasta gjöfin á þeim tíma? Skatthol var heitasta gjöfin á þessum tíma. Hver er eftirminnilegasta gjöfin sem þú fékkst? Eftirminnilegasta gjöfin eru eigin- lega tvær; pelsjakki úr kanínuskinni og appelsínugult segulband með handfangi. Ef þú ættir að fermast í dag, hver væri óskagjöfin? Myndi örugglega vilja pening eða flugmiða til útlanda. Anna Klara Hreinsdóttir Appelsínugult segulband með handfangi Sólveig Birna H. Elísabetardóttir er Skagfirðingur en uppalin í Breiðholtinu, býr á Akureyri og starfar sem formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Sólveig fermdist í Seljakirkju þann 22. maí 2011. Hvernig var fermingardressið? Ég valdi mér ferskjubleikan kjól úr Cosmo, mamma vildi að ég yrði í sumarlegum kjól. Svo má ekki gleyma hvítu ermunum sem voru í tísku þá. Hvar var fermingarveislan haldin? Veislan var haldin í veislusal Selja- kirkju. Hvað bauðstu upp á í fermingar- veislunni? Ég bauð upp á kjötsúpu en afi tók ekki annað í mál en að bjóða einnig upp á humarsúpu, svo það voru tvær súpur í boði ásamt kökum í eftirrétt. Hver var heitasta gjöfin á þeim tíma? Ég vil meina að það hafi verið hálsmen með nafninu sínu á. Það var efst á óskalistanum mínum en ég fékk það ekki í fermingargjöf svo mamma leyfði mér að kaupa hálsmenið fyrir fermingarpeninginn. Hver er eftirminnilegasta gjöfin sem þú fékkst? Ætli það hafi ekki verið fartölvan frá pabba og Rósu Dóru. Mér fannst mjög töff að fá tölvu í fermingargjöf. Ef þú ættir að fermast í dag, hver væri óskagjöfin? Ætli það sé ekki hlutabréf í einhverju fyrirtæki, bara því mig langar til að eignast hlutabréf en kann bara ekki að kaupa það, hahahaha. Sólveig Birna H. Elísabetardóttir Mamma vildi að ég yrði í sumarlegum kjól

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.