Feykir - 24.08.2022, Síða 7
Á dögunum kom út
ljóðabókin Dýrin á Fróni
eftir Alfreð Guðmundsson,
grunnskólakennara á
Króknum. Hér er um að
ræða myndskreytta
vísnabók um nokkur
algeng íslensk dýr fyrir
alla aldurshópa.
Alfreð Guðmundsson þekkja
allir Króksarar enda verið starf-
andi grunnskóla- og íþrótta-
kennari til margra ára í skólum
bæjarins. „Ég er fæddur og
uppalinn á Króknum, sonur
Guðmundar Helgasonar og
Ernu Ingólfsdóttur. Ég hef verið
í íþrótta- og æskulýðsmálum
frá því að ég man eftir mér og
kennt íþróttir í aldarþriðjung.
Eitt af mínum aðaláhugamálum
er vísna- og kvæðagerð, en ég
hef ort ansi mörg tækifærisljóð
í gegnum tíðina og kollegar
mínir kalla mig Skólaskáldið í
gamni,“ segir Alfreð.
Bókin hefur að geyma 42
myndskreyttar vísur um fjórtán
algeng íslensk dýr. „Vísurnar
eru samdar í bragarhætti er
nefnist langhenda en hún hefur
í öllum braglínum einu atkvæði
meira en ferskeytla. Listamaður-
inn Jérémy Pailler sá um mynd-
skreytingarnar og uppsetningu
bókarinnar,“ segir Alfreð sem sá
um útgáfu hennar undir dyggri
stjórn sonarins Guðmundar
Alfreðssonar en Prentmiðlun
ehf. sá um prentunina.
Það var fyrir tveimur árum
sem Alfreð fékk þá hugmynd
að gera vísur um íslensk dýr.
Lagði hann upp með það í
byrjun að semja eina vísu um
karldýrið, aðra um kvendýrið
og þá þriðju um afkvæmi
þeirra.
„Markmiðið var að nota
íslensk heiti á dýrunum, svo
sem hrútur, ær og lamb. Einnig
vildi ég gefa flestum dýrun-
um nafn, ásamt því að lýsa
einhverjum af séreinkennum
þeirra. Síðsumars 2021, í
miðjum kóvíðfaraldrinum, fór
ég að skoða það alvarlega að
gefa efnið út. Vinir og
vandamenn hvöttu mig til
útgáfunnar. Um haustið bætti
ég fleiri dýrum við þannig að
þau voru orðin alls fjórtán
talsins. Um það leyti fór ég að
leita að listamanni til að
myndskreyta bókina. Mér var
bent á frábæran franskan
listamann, Jérémy Pailler en
hann hefur haft sterkar
tengingar við Skagafjörð. Um
miðjan nóvember hafði ég
samband og hann tók að sér
myndskreytingarnar og einnig
alla uppsetningu þar sem hann
er grafískur hönnuður að
mennt. Um miðbik ársins 2021
tók Guðmundur sonur minn
að sér útgáfustjórnun á verkinu.
Við þýddum ljóðin með helstu
áherslum og útskýringum yfir á
ensku fyrir Jérémy. Í byrjun
febrúar á þessu ári sendi hann
okkur fyrstu uppköst af
myndunum og sjá má nokkur
þeirra fremst í bókinni. Þann
29. mars var svo síðasta mynd-
in tilbúin og um það leyti voru
vísurnar tilbúnar. Uppsetning
á bókinni var í kjölfarið keyrð
í gang og Prentmiðlun ehf.
fékk hana til lokafrágangs og
prentunar í júní. Bækurnar
komu svo til landsins núna í
júlí.“
Af hverju valdir þú þetta efni?
„Ég fékk þá hugmynd allt í einu
að semja að gamni vísur um
dýr. Hugmyndin þróaðist svo
út í að efnið yrði fræðandi um
dýrin sjálf, heiti þeirra og
umhverfi sem og að viðhalda
þessum menningararfi okkar,
Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út
Alfreð Guðmundsson með sína fyrstu bók, Dýrin á Fróni. Stefnir hann á að gefa út ljóðabók að ári.
MYNDIR AÐSENDAR
Áhugamál
skáldsins og
kennarans
sameinast í
bókinni
vísnaforminu. Því má segja að
áhugamál mín sameinist, þ.e.
kveðskapurinn og kennarinn í
mér,“ segir Alfreð sem kveðst
ekki hafa haft neina sérstaka
fyrirmynd að bókinni en
hugmyndin hafi þróast síðustu
árin.
Eins og að framan greinir er
bókin nýkomin út en pantanir
þegar byrjaðar að berast þeim
feðgum sem segjast ánægðir
með viðtökurnar. Segist Alfreð
vilja sjá bókina nýtta til kennslu
í íslensku og fleiri námsgreinum
innan grunnskóla, ekki síður
en til yndislesturs á heimilum.
Hundurinn Húni
Ljós og fagur hundur heitir,
Húni sá vel nafnið ber.
Eyrum vel uppbrettum beitir,
brattur oft um hlaðið fer.
Ærin Unda
Unda dygg ein ærin heitir,
með ullar þel og togið sítt.
Fimum stuttum fótum beitir,
fer um haga og jarmar títt.
Ertu með hugmynd að næstu
bók? „Já, ég er með í bígerð að
gefa út ljóðabók og hef ég
undirbúning hennar á næsta
ári þegar ég er búinn að fylgja
þessari eftir,“ segir í Alfreð í
lokin en áhugasömum er bent á
að frekari upplýsingar um
verkið má finna á Fésbókar-
síðunni Dýrin á Fróni þar sem
einnig er hægt að panta bókina.
Þá má einnig senda inn pöntun
á tölvupóstfangið ljodakver@
gmail.com eða hafa samband
við höfundinn í síma 865 0819.
Útgáfufögnuður bókarinnar
verður haldinn laugardaginn
27. ágúst nk. kl. 16, í sal Árskóla
á Sauðárkróki. Öll þau sem hafa
áhuga á að koma og kynna sér
bókina og næla sér í eintak eru
hjartanlega velkomin, segir
Alfreð, og bendir á að í boði
verður kaffi og kruðerí í tilefni
dagsins.
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Bókin er einlæg og falleg og á erindi til allra aldurshópa.
Franski listamaðurinn Jéremy Pailler myndskreytti bókina.
31/2022 7