Feykir - 24.08.2022, Síða 10
Að þessu sinni er það Inga
Rós Suska Hauksdóttir
sem svarar Tón-lystinni
en hún er Blönduósingur,
fædd 2006. Hún er því
alveg 16 ára gömul og
þegar farin að láta til sín
taka í músíkinni. Hún
steig á stokk á Húnavöku
nú í sumar við fínar
undirtektir og söng sig
inn í hjörtu viðstaddra við
gítarundirleik Elvars Loga
tónlistarkennara.
Inga ólst upp í Vatnsdalnum en
pabbi hennar er Haukur Suska
Garðarsson, ferðaþjónustu-
bóndi í Hvammi II, en mamma
Ingu er Sonja Suska sem
starfar við Blönduskóla. Inga
hefur lært á píanó í tíu ár og
getur að auki bjargað sér við
trommusettið. Hún segir að
helsta afrek sitt á tónlistarsvið-
inu til þessa, auk þess að hafa
tvisvar tekið þátt í Samfés, hafi
verið að semja lag og senda inn
í Upptaktinn 2021 og komast
inn í úrslit. Upptakturinn er
tónsköpunarverðlaun barna
og ungmenna en þar er ungu
fólki gefið tækifæri til að senda
inn tónsmíð og vinna markvisst
úr hugmyndum sínum með
listnemum og listamönnum.
Lagið var svo útsett og flutt í
Hörpunni í fyrra.
Í haust stefnir Inga síðan á
söngnám við Tónlistarskólann
á Akureyri og ætlar að stunda
nám á sviðslistabraut við
MA. „Ég er rosalega spennt
fyrir því!“ sagði hún þegar
blaðamaður Feykis lagði fyrir
hana nokkrar spurningar í
Facebookskilaboðum í lok júlí.
Hvaða lag varstu að hlusta á?
Ég var að hlusta á West End
Girls með Pet Shop Boys.
Uppáhalds tónlistartímabil?
70’s disco.
Hvaða tónlist fær þig til að
sperra eyrun þessa dagana?
Ég hef gaman af nánast allri
tónlist, það fer eftir því hvernig
skapi ég er í. En ég er alltaf í
skapi fyrir smá ABBA.
Hvaða lag er í uppáhaldi
akkúrat núna? Ég á mér mörg
uppáhálds lög en Holding On
með Tirzah og The Difference
Inga Rós Suska Hauksdóttir | söngur, píanó og trommur
Folsom Prison Blues var fyrsta
lagið sem Inga fílaði í botn
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
með Flume og Toro y Moi eru
uppáhalds núna.
Hvers konar tónlist var hlust-
að á á þínu heimili? Það var
hlustað á Johnny Cash, Bob
Dylan og slíkt.
Hver var fyrsta platan/disk-
urinn/kasettan/niðurhalið
sem þú keyptir þér? Fyrsta
platan sem ég keypti mér var
The Dream með Alt-J.
Hvaða græjur varstu þá með?
Ég var með plötuspilara.
Hvert var fyrsta lagið sem þú
manst eftir að hafa fílað í botn?
Það var sennilega Folsom
Prison Blues með Johnny Cash.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir
þér daginn eða fer óstjórnlega
í taugarnar á þér? Ég læt
ekkert eyðileggja fyrir mér
daginn en lagið Baby Shark er
í pirrandi kantinum.
Þú heldur dúndurpartí í
Inga Suska í Vatnsdalnum.
MYND AÐSEND
kvöld, hvað læturðu hljóma í
græjunum til að koma öllum í
stuð? Auðvitað ABBA!
Þú vaknar í rólegheitum á
sunnudagsmorgni, hvað viltu
helst heyra? Ég stilli á lagið
Today með Tirzah og Mura
Masa, það lætur mér líða
afskaplega vel.
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella
þér á tónleika. Hvert færirðu,
á hvaða tónleika og hvern
tækirðu með þér? Ég myndi
fara hvert sem er til að fara á
tónleika með Alt-J með honum
Hauki bróður mínum.
Hvað músík var helst blastað
í bílnum þegar þú varst ný-
kominn með bílpróf? Ég er nú
bara 16 ára og þar með ekki
komin með bílpróf en ég hugsa
að það verði einhvers konar
popptónlist.
Hvaða tónlistarmaður hefur
þig dreymt um að vera eða
haft mest áhrif á þig? Aðal
fyrirmyndin mín er Bríet, mér
finnst rosalega flott hvernig
hún er alltaf hún sjálf og lætur
engan stöðva sig!
Hver er að þínu mati besta
plata sem gefin hefur verið út
eða sú sem skiptir þig mestu
máli? Úff það eru allt of margar
góðar plötur til! En þrjár plötur
eru hjá mér á endurspilun, og
það eru þær The Dream eftir
Alt-J, Friends That Break Your
Heart eftir James Blake og
Kveðja, Bríet eftir BRÍETI.
toppurinn
„Það eru 797 alls konar lög
inni á Pleylistanum hjá mér
og það fer eftir því hvað
ég er að gera hvaða tónlist
ég hlusta á,“ segir Inga
en eftirtalin lög voru hvað
vinsælust hjá henni þegar
Feykir hafði samband:
Holding On
TIRZAH
The Difference
FLUME OG TORO Y MOI
Heyrðu mig
BRÍET
Travelling Riverside Bluse
LED ZEPPELIN
Ísbjarnablús
BUBBI MORTHENS
Með þér
BUBBI MORTHENS
10 31/2022