Feykir


Feykir - 24.08.2022, Page 11

Feykir - 24.08.2022, Page 11
Hugurinn er ekki ílát til að fylla heldur eldur til að kveikja. – Plutarch KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Ást-ríður. Sudoku Krossgáta Vísnagátur Sveins Víkings. Finna skal út eitt kvenmannsnafn. Ótrúlegt – en kannski satt... 3D kvikmyndir, eða þrívíddarbíó, hafa verið til í einhverri mynd síðan 1915 og voru áberandi á fimmta áratugnum í bandarískum kvikmyndahúsum. Þær nutu sífellt meiri velgengni um aldamótin og náðu hámarki með Avatar í desember 2009 en eftir það minnkuðu vinsældir þeirra aftur. The Stewardesses er bandarísk 3D gamanmynd frá árinu 1969 og ótrúlegt, en kannski satt, þá er „Stewardesses“ lengsta enska orðið sem slegið er með vinstri hönd á lyklaborð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Flottur er hann Buffalo Bill. FEYKIFÍN AFÞREYING F Tilvitnun vikunnar Feykir spyr... Hver finnst þér vera besti drykkur í heimi? Spurt á Facebook UMSJÓN: klara@nyprent.is „Mér finnst vatnið best.“ Særós Gunnlaugsdóttir „Vatnið úr fjallinu hjá mér. Íslenska vatnið er besti dykkurinn.“ Ingvar Daði Jóhannsson „Heyrðu, það er erfitt að velja á milli Southern Comfort í Sprite eða mjólk beint frá býli.“ Baldur Haraldsson „Jeminn,. ég veit ekki alveg, það er svoldið erfitt að svara en akkúrat núna, þar sem að ég er í Feneyjum í 30 stiga hita, þá verð ég að segja vatn... og Prosecco kemur sterkt inn í öðru sæti. Og þú mátt gefa Óla Arnari risa knús frá Arnheiði systur minni!“ Svanfríður Tómasdóttir ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is HUGMYND 1 Grillaður maís með rjómaostasmyrju Uppskrift dugar fyrir 6 stk. 6 stk. ferskur maís 230 g Philadelphia-rjómaostur með lauk og graslauk 30 g rifinn parmesan-ostur 1 msk. lime-safi 1 tsk. Tabasco-sósa ½ tsk. hvítlauksduft ½ tsk. paprikuduft ¼ tsk. chilli-flögur salt og pipar eftir smekk smá smjör til penslunar ferskur kóríander til að strá yfir í lokin Aðferð: Sjóðið maísinn og hitið grillið í botn. Hrærið öllu öðru saman nema kóríander og smjöri. Takið maísinn upp úr pottinum þegar hann er tilbúinn, makið á hann vel af smjöri og smyrjið með þunnu lagi af rjómaostasmyrjunni. Grillið í stutta stund á öllum hliðum. Toppið síðan með miklu af rjómaostasmyrju, parmesan og smá chili flögum ef þið þorið. Uppskrift og mynd tekin af gotteri.is HUGMYND 2 Grillaður maís maísstönglar, ferskir 4 sneiðar smjör, kalt 1-2 hvítlauksrif, skorin í örþunnar sneiðar timían, ferskt, nokkrar greinar gott chilikrydd salt og pipar Aðferð: Leggið maís í kalt vatn í 5-15 mínútur. Takið maísinn upp úr vatninu og þerrið. Losið hýðið utan af honum, en slítið það ekki frá stilknum. Losið um þræðina sem eru innst og slítið þá frá. Skerið kalt smjör í sneiðar með ostaskera og hverja sneið í nokkra bita. Leggið bitana jafnt yfir maísinn. Kryddið með nokkrum sneiðum af hvítlauk, greinum af tímían, chiliflögum, pipar og salti. Leggið hýðið utan um maísinn aftur, snúið upp á endann og bindið fyrir hann með einu blaðinu. Grillið á meðalheitu grilli og snúið reglulega. Grilltíminn er um það bil 10-15 mínútur. Uppskrift tekin af kryddogkrasir.is HUGMYND 3 Maís með pestó 1 pakki maísstönglar með smjörolíu og steinselju (4 stk) 2 öskjur grænt pestó frá Sóma (140g) Aðferð: Setjið maísstönglana á grillið (hægt að setja beint á grillið eða á álbakka). Grillið í átta mínútur á 200°C. Raðið á disk og dreifið grænu pestói yfir, magnið fer eftir smekk hvers og eins. Uppskrift og mynd af thykkvabaejar.is Verði ykkur að góðu! Er maís besta meðlætið? Já, stórt er spurt… En ég get allavega talað fyrir mig að maís er á topp tveimur sem meðlæti með grillmat. Þá segja þeir sem hafa smakkað ferskan maís að hann sé þúsund sinnum betri en ég hef því miður ekki komist í hann ferskan. Þá hef ég reyndar líka verið svolítið „praktísk“ þegar kemur að mínum maís og eingöngu notað smjörva og salt en er ekki kominn tími til að breyta út af venjunni og prufa eitthvað nýtt. Fann þessar flottu hugmyndir sem ég mæli með að reyna næst þegar þið grillið. Njótið! Grillaður maís með rjómaostasmyrju. Maís með pestó. 31/2022 11 Vísnagátur Sveins Víkings Gátan er hvað um gjörvallt land gerir farsælt hjónaband. Fyrr og síðar þess finnum stað að fólkið á hestbaki geri það.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.