Feykir - 24.08.2022, Page 12
Það var líf og fjör á
golfvellinum sl. fimmtudag
þegar Golfmaraþon barna- og
unglingastarfs Golfklúbbs
Skagafjarðar fór fram í frábæru
veðri. Markmið hópsins var að
ná að leika 1000 holur og var
stór hluti af þeim krökkum sem
hafa verið á æfingum í sumar
þátttakendur en einnig máttu
foreldrar, ömmur, afar, systkini,
frændur, frænkur og auðvitað
meðlimir Golfklúbbs
Skagafjarðar leggja hönd á plóg
og hjálpa krökkunum að ná
settu marki.
Alls tóku 80 manns þátt og er
gaman að segja frá því að yngsti
þátttakandinn var ekki nema 6 ára
og elsti 72. Sá sem fæstu holurnar
fór lék tvær á meðan sá sem fór
flestar lék hvorki meira né minna
en 66 holur. Þá voru allir sem
lögðu inn holur verðlaunaðir með
heitri vöfflu með sultu og rjóma
og að auki fengu krakkarnir ís.
Markmiðið náðist á slaginu
18:00 þegar Tómas Bjarki Guð-
mundsson skilaði inn skorkortinu
sínu við mikil fagnaðarlæti í skál-
anum. Það var því tekið á það ráð
að reyna við holumetið sem var
sett árið 2018 en það hljóðaði upp
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
31
TBL
24. ágúst 2022 42. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Bláa ullin
Fyrir mörgum árum bjó sá
maður að Skeggsstöðum í
Svartárdal er Þorkell hét.
Hann átti konu þá sem Rósa
er nefnd. Einu sinni gekk
Rósa að fé um vor með
vinnumanni þeim er Jónas
hét. Fjall er bratt fyrir ofan
bæinn, en gil nokkurt gengur ofan eftir því fyrir
utan bæinn. Rósa og Jónas gengu upp með gilinu,
og er þau voru komin alllangt upp í fjallið sáu þau
flekk af blárri ull er auðsjáanlega var breidd til
þerris. Jónas vildi þegar taka ullina, en hún vildi
það eigi og kvað nógan tíma til að taka hana er þau
kæmi aftur; og varð það úr. Settu þau vel á sig hvar
ullin var. En þegar þau komu þangað seinna um
daginn var ullin horfin með öllu. Sögðu þau þegar
frá þessu er þau komu heim og vissu menn fyrir
víst að þar var eigi ull þvegin af öðrum bæjum.
/PF
Þjóðsögur Jóns Árnasonar
Álfar
Golfklúbbur Skagafjarðar
1604 holur leiknar í golf-
maraþoninu á Hlíðarendavelli
Séð yfir hluta Hlíðarendavallar á keppnisdaginn. MYND: SIGRÍÐUR SVAVARSDÓTTIR
Ýmsir hafa velt fyrir sér hvar mál standa með upp-
byggingu á verkstæðisreitnum við Freyjugötu á
Sauðárkróki. Til stóð að reisa þar nokkur fjölbýlishús
en aðeins eitt er risið og hafa framkvæmdir gengið
hægar en ætlað var.
Vinna hófst snemma árs 2021 og stefnt var að því að
íbúðirnar yrðu tilbúnar að hausti. Framkvæmdaaðilinn,
Hrafnshóll, er nú að ljúka við húsið og er stefnt að
verklokum um næstu mánaðamót samkvæmt upp-
lýsingum Feykis.
Framkvæmdaaðili er jafnframt með deiliskipulag
svæðisins í vinnslu en það var síðast í umfjöllun hjá
skipulagsnefnd sveitarfélagsins 20. júní sl. en er áfram í
vinnslu. Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra
Skagafjarðar, þarf deiliskipulagið að klárast svo menn viti
hvernig áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu verður
nákvæmlega hagað.
Íbúðirnar átta í húsinu við Freyjugötu eru hses íbúðir
(húsnæðissjálfseignarstofnun) þannig að þær fara allar í
útleigu og verða því ekki til sölu. / ÓAB
Freyjugötureitur á Sauðárkróki
Styttist í að húsið
verði tilbúið
á 1541 holu. Um kl. 19:30 var
ákveðið að stoppa leikana og var
þá búið að fara 1604 holur frá kl. 9
um morguninn og því nýtt met
slegið sem verður erfitt að toppa
þegar næsta maraþon verður
haldið, sem er áætlað árið 2024.
Að lokum langar Barna og
unglingaráði að þakka öllum
einstaklingum, fyrirtækjum og
félagasamtökum fyrir þá styrki
sem veittir voru. /SG
Fyrsta húsið á Freyjugötureitnum verður senn tilbúið. MYND: PF
Auglýsing um skipulagsmál
- Skagafjörður
Tillaga að deiliskipulagi – Varmahlíð: grunn- og leikskóli, sundlaug
ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhúsið Miðgarður
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 3. fundi sínum þann
17. ágúst 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæði Varmahlíðar
og nærumhverfi skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið
er um 5,6 ha að stærð og afmarkast til austurs af Birkimel, til suðurs
af Reykjarhólsvegi, til vesturs af landnotkunarreitum AF-501 og SL-501 og
til norðurs af lóð við Norðurbrún. Markmið skipulagsins er að setja fram
heildstæða framtíðarsýn fyrir svæðið og skilmála um uppbyggingu.
Helstu viðfangsefni eru meðal annars skilgreining á lóðarmörkum,
byggingarreitum, stígakerfi og aðkomu.
Skipulagstillagan er auglýst frá 24. ágúst til og með 5. október 2022.
Tillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa,
Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15
og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is
Athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillöguna skulu vera skriflegar og
berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550
Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is
í síðasta lagi 5. október 2022.
Skipulagsfulltrúi
Tómas og Markús. MYNDIR: SYLVÍA DÖGG Nína, Nína og Rannveig með Atla þjálfara.