Harmonikublaðið - 15.12.2019, Side 16

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Side 16
•í» urSIHU 2019 " w - Av * $? „. • Aðalfundur SIHU var haldinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, laugardaginn 28. september sl. Það voru ósviknir fagnaðarfundir þegar þingfulltrúar tólku að tínast á þingstaðinn upp úr miðjum föstudeginum og hugur í mörgum. Það var Harmonikufélag Héraðsbúa sem skipulagði fundinn og var það allt þeim til mikils sóma. Boðið var upp á súpu um kvöldið og síðan hófu menn að stilla saman strengi. Var kvöldið allt hið notalegasta. Jón Sigfusson, GuttormurSigjusson ogHreinn Halldórsson, en Lög eftirpá tvo síðarnefndu voru leikin peim til heiðurs d laugardagskvöldinu Næsta morgunn var farið með makana í óvissuferð, meðan aðalfundarfulltrúar settust að fundi. Mættir voru fulltrúar frá þrettán af íjórtán félögum sambandsins. Það var skarð fyrir skildi að þrír stjórnarmenn, Melkorka, Sigrún og Pétur forfölluðust á síðustu stundu. Eftir skýrslu Filippíu formanns og yfirferð um reikninga sambandsins urðu nokkuð líflegar umræður um harmonikudaginn og ýmislegt sem tengdist fjárhagsáætlun sambandsins. Við stjórnarkjör var upplýst að Melkorka gæfi ekki kost á sér og var Anna Guðrún Vigfúsdóttir, fulltrúi Húnvetninga, kjörin gjaldkeri í hennar stað. Aðrir stjórnarmenn sitja áfram. Að þessu sinni hafði borist tillaga um lagabreytingu frá Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík. Var í henni lagt til að hagnaðarskiptingu eftir landsmót yrði breytt á þann veg að félagið sem héldi landsmótið fengi 60 hundraðshluta, en SÍHU 40. Áður hafði skiptingin verið 60/40 SÍHU í vil. Ekki urðu miklar umræður um breytinguna. Stjórnin lýsti sig andvíga breytingunni, en tjáði sig ekki frekar um málið. Elísabet formaður FHUR dró fram rök fyrir dllögunni og fékk stuðning frá Karítas á Isafirði og Þórólfi í Keflavík, auk þess sem Friðjón lýsti sig jákvæðan. Var gengið til atkvæða og tillagan samþykkt með 17 atkvæðum gegn 8, en tvo þriðju hluta þarf til að breyta Iögum SIHU. Á aðalfundi í Keflavík 2016 var skiptingunni breytt úr 70/30 f 60/40 og voru þá margir á þeirri skoðun að lengra ætti að ganga. Var nú komið að liðnum önnur mál og kenndi 16 þar ýmissa grasa, enda fundarstjórinn Jónas Þór ólatur við að hvetja fólk til umræðna. Lauk fundinum upp úr þrjú. Um kvöldið var gengið til hátíðarkvöldverðar. Þar buðu Héraðsbúar upp á skemmtilega tónlistarveislu til heiðurs þeim Guttormi Sigfússyni og Hreini Halldórssyni, sem verið hafa máttarstólpar félagsins á margan hátt í gegn um tíðina. Lék Hreinn Iítið sýnishorn af sinni tónlist, en Torvald Gjerde flutti tvö lög eftir Guttorm Sigfússon. Að öllu þessu loknu var stiginn dans til klukkan eitt. Kvöldið var allt hið ánægjulegasta, sem og helgin og allar mótttökur til fyrirmyndar hjá þeim Héraðsbúum. Morguninn fór í góðar ferðaóskir til handa vinum sem nú héldu heimleiðis þó ekki allir í sömu átt. Friðjón Hallgrímsson Ljósmyndir: Sigurður Olafison Aðalfundarfulltrúar á Egilsstöðum r ■\ v. Ritstjórinn á Dalvík sumarið 1998 með harmoniku Jóhanns Svarfdælings. J

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.