Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Qupperneq 3

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Qupperneq 3
Landsfundur 1981 j Brjóstvörn frelsis og sjálfstæ&is Landsfundarræda Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstœðisflokksins Hér fer á eftir ræða Geirs Hallgríms- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins á setningarfundi 24. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins fímmtudaginn 29. októ- ber1981. Agætu landsfundarfulltrúar og gestir. Eg býð ykkur alla velkomna til þessa setningarfundar 24. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins og ekki síst þá, sem tekist hafa á hendur langa ferð til að sækja þennan fund. Eg læt í upphafi máls míns þá ósk og von í ljós, að við gerum okkur öll grein fyrir, hvaða ábyrgð hvílir á okkur, sem sækjum þennan landsfund. 24. landsfundur Sjálfstæðisflokksins er settur. Síðan síðasti landsfundur var haldinn, hefur Jóhann Hafstein fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins fallið frá, en hann lést í maímánuði 1980. I hópi sjálfstæðismanna skal nú ekki hafa mörg orð um Jóhann Hafstein, störf hans í þágu Sjálfstæðisflokksins, lífs- hugsjón hans sem féll svo vel að Sjálf- stæðisstefnunni, og Jóhann átti svo mikinn þátt í að móta og boða um ára- tuga skeið. Jóhann var maður stór í sniðum og hafði mikinn metnað þjóð sinni til handa, hreinskiptinn dreng- skaparmaður, sem mat ávallt heill flokks og þjóðar meira en persónulegan nietnað. Sjálfstæðismenn og þjóðin öll standa í mikilli þakkarskuld við Jóhann Hafstein og frú Ragnheiði Hafstein. Við sendum frú Ragnheiði og fjölskyldu hennar blessunaróskir. Við minnumst lokaorða landsfundar- ræðu Jóhanns Hafstein 1973: ,,Góðir sjálfstæðismenn. Við skulum gera okkur fulla grein fyrir því mikilvæga hlutverki, sem flokkur okkar á að rækja nú sem endranær. Sjálfstæðisflokkurinn er víðfeðmasta og sterkasta aflið í þjóðfélaginu til þess að viðhalda trausti og festu, trú á landið og framtíð þjóðarinnar. í lífsskoðun og hug- sjónum sjálfstæöisstefnunnar er kjöl- festa komandi kynslóða. I trausti á Guð og góðan málstað Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstœðisflokksins. viljum við heyja baráttu okkar fyrir vax- andi samhug og heill allra íslendinga, sem lifa og stríða við nyrstu höf í nábýli við elda og ísa. Ég biðþess, að miskunn forsjónarinn- ar verði Islandi holl um alla framtíð til farsældar fyrir aldna og óborna.” Eessi orð Jóhanns Hafstein, okkar látna leiðtoga, munu verða okkur leiðar- ljós á24. landsfundi Sjálfstæðisflokksins ogendranær. Við rísum úr sætum og minnumst Jóhanns Hafstein. Þótt flokksstarfið og skipulagsmál verði sérstaklega til umræðu á kvöld- fundi, þykir mér rétt að minnast þess á setningarfundi að fyrir réttu ári lét Sigurður Hafstein af störfum fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins sam- kvæmt eigin ósk. Ég vil sérstaklega þakka Sigurði mikil og góð störf, fórnfýsi og dugnað um 9 ára skeið og óska honum velfarnaðar í nýju starfi. Kjartan Gunnarsson hefur nú starfað sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins um eins árs skeið og jafnframt hefur Inga Jóna Þórðardóttir starfað sem framkvæmdastjóri fræðslu- og út- breiðslumála. Veit ég að ég mæli f.h. allra þeirra, sem unnið hafa með þeim, þegar ég segi, að góð reynsla hafi þegar fengist af starfi þeirra og sjálfstæðismenn bindi miklar vonir við mikilvæg hlutverk þeirra í framtíðinni. Eftir og fyrir síðasta landsfund 1979 og kosningarnar 1978 fór fram víðtækt starf að stefnumótun. Niðurstöður þessar birtust í stefnuyfirlýsingu um efnahags- mál. ,,Endurreisn í anda frjálshyggju”, sem almenn samstaða var um, sem og aðrar ályktunartillögur. Mínnihlutastjórn Alþýðu- flokksins Á síðasta landsfundi var og almenn samstaða um andstöðu við þáverandi ríkisstjórn Alþýðubandalags, Alþyðu- flokks og Framsóknarflokks. Slit þess stjórnarsamstarfs komu þó fyrr en búist var við, eða í byrjun október 1979. Sjálfstæðismenn höfðu þegar áður krafist afsagnar þeirrar stjórnar og nýrra kosninga og töldu rétt að vera sjálfum sér samkvæmir eftir að stjórnarslitin voru staðreynd. Ástæðurnar voru einkum tvær. Annars vegar var talið, að lengri aðdragandi kosninga gæfi vinstri flokk- unum tækifæri til að kenna öðrum um ófarir sínar og hins vegar var talið nauð- synlegt í ljósi kosningaúrslitanna 1978 að fá ótvírætt umboð frá kjósendum til nauðsynlegra aðgerða eftir kosningar. Æskilegast var talið að vinstri stjórnin sæti fram að kosningum, en þar sem Alþýðubandalag og Framsókn hlupu einnig frá var þess ekki kostur. Fljótlega lá fyrir að minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins var þá ekki mögu- leg, þar sem enginn annar flokkur vildi veita henni hlutleysi. Spurningin var því um minnihluta- stjórn Alþýðuflokks eða utanþings-

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.