Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 4
Landsfundarræða Geirs Hallgrimssonar
stjórn. Skoðanakönnun fór fram í þing-
flokknum og var mjótt á munum um af-
stöðu manna, en við sameinuðumst þrátt
fyrir það, um að fylgja meirihlutaniður-
stöðu.
Athyglisvert er, að ýmsir þeir, sem þá
fylgdu utanþingsstjórn töldu sig við
myndun núverandi ríkisstjórnar, vera að
bjarga sóma alþingis 4 mánuðum seinna
með því að koma í veg fyrir myndun
utanþingsstjórnar.
Auðvitað má segja, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi haft litla ástæðu til að
veita Alþýðuflokknum hlutléysi úr því
hann vildi ekki veita stærsta flokki þings-
ins slíkt hlutleysi. En tvennt réði úrslit-
um í mínum huga. Úr því ekki var unnt
að halda öllumvinstristjómarflokkunum
við stjórnarábyrgð sína fram yfir kosn-
ingar 1979, þá var næstskásti kosturinn
að halda Alþýðuflokknum við þá ábyrgð
sem einum stjórnarflokkanna. Önnur
ástæðan var sú að rétt þótti að undirbúa
skilyrði fyrir mögulegu stjórnarsamstarfi
eftir kosningar. Hins vegar hefur minni-
máttarkennd krata gagnvart Sjálfstæðis-
flokknum eftir viðreisnarstjórnarsam-
starfið fyrir áratug verið með ólíkindum,
eins og fram kom eftir desemberkosn-
ingamar. Þá neituðu kratar samstarfi
við sjálfstæðismenn við kosningar til efri
deildar. Og nú er svo komið að kratar
eru jafnvel að reyna að daðra við
Kommúnistasamtökin og Marxleninista til
þess að stilla sér upp vinstra megin við
Alþýðubandalagið.
Kosningarnar 1979
Úrslitin í kosningunum í des. 1979
urðu okkur sjálfstæðismönnum mikil
vonbrigði. Við unnum að vísu fylgi frá
árinu áður en langt frá því sem vonir
stóðu til.
Skoðanakannanir síðdegisblaða höfðu
spáð okkur hreinum meirihluta og sýnir
það, að slíkum könnunum er ekki hægt
að treysta, en niðurstöður skoðanakann-
ana geta haft áhrif og þeir, sem á þeim
byggja munu jafnvel hafa hugsað sem
svo, að víst væri rétt að refsa vinstri
flokkunum fyrir slæma frammistöðu og
svik á kosningaloforðinu ,,Samningana
í gildi” en veg Sjálfstæðisflokksins vildu
þeir ekki svo mikinn, að hann ynni
hreinan meirihluta og hurfu því til
annarra eða fyrri flokka.
Klofningur flokksins í tveim kjör-
dæmum, Norðurlandi eystra og Suður-
landi, hafði mjög skaðleg áhrif á fylgi
flokksins ekki eingöngu í þessum tveim
kjördæmum heldur og annars staðar á
landinu. Astæðurnar fyrir þessum klofn-
ingi voru ef til vill fleiri en ein, en megin-
ástæðurnar voru annars vegar persónu-
legs eðlis og hins vegar héraðametnaður
Á Norðurlandi eysta hafði áður eri til
ágreinings kom verið samhljóða sam-
þykkt af öllum málsaðilum á kjördæmis-
ráðsfundi að viðhafa ekki prófkjör. Og á
Suðurlandi var með naumum meirihluta
fellt að hafa prófkjör en því til viðbótar
náðist þar ekki samkomulag um hvernig
raða skyldi á framboðslista eftir úrslitum
prófkjörs.
Ég lagði mig, sem formaður flokksins,
fram um að leita lausnar á þessum
ágreiningsmálum en án árangurs. Sam-
kvæmt skipulagsreglum flokksins hafa
kjördæmisráðin úrslitavald um það,
hvernig framboðum flokksins skuli
hagað og það væri andstætt stefnu Sjálf-
stæðisflokksins um dreifingu valdsins, ef
miðstjórn, hvað þá formaður einn,
ætlaði að draga valdið í sínar hendur.
Nú hefur tekist um það samkomulag í
kjördæmisráði Suðurlands, hvernig
standa skuli að framboðsmálum þar næst
ogerþað vel.
Leíftursóknin
Oftar en einu sinni hefur því verið
slegið föstu að kosningastefna Sjálf-
stæðisflokksins hafi verið ástæðan fyrir
því, að við náðum ekki því fylgi, sem við
töldum okkur eiga skilið. Nafngiftin,
leiftursókn, hefur sjálfsagt verið misráð-
in, en efnislega var stefnan byggð á
stefnuyfirlýsingunni „Endurreisn í anda
frjálshyggju”, sem síðasti landsfundur
var sammála um. Auðvitað var stefnan í
kosningunum 1979 byggð á aðstæðum þá
og þarfnast endurskoðunar með tilvísun
til skilyrða nú og þegar næst verður
gengið til kosninga, en það er mikill mis-
skilningur, að skoðanaágreiningur varð-
andi stefnu Sjálfstæðisflokksins í
kosningunum 1979 liggi til grundvallar
mismunandi afstöðu sjálfstæðismanna til
núverandi ríkisstjórnar.
Við Gunnar Thoroddsen, varafor-
maður flokksins, kynntum sameiginlega
stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir kosning-
arnar 1979 og hann skrifaði og talaði fyrir
þeirri stefnu og er mér sérstaklega
minnisstæð grein hans í Morgunblaðinu í
nóvemberlok 1979, þar sem hann benti
m.a. á að unnt væri að lækka ríkisút-
gjöldin um 10%, m.a. með lækkun á
niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum.
Við getum hins vegar verið sammála
um, að betri tími hefði þurft að gefast til
að útfæra kosningastefnuna 1979 og bera
saman ráð frambjóðenda, svo að túlkun
þeirra yrði samhljóða og árangursrík, en
á því varð misbrestur.
Á þingi ungra sjálfstæðismanna ný-
verið sagði fráfarandi formaður rétti-
lega, að ,,þá var stefnumörkun fyrir
kosningarnar að miklu leyti í höndum
ungra sjálfstæðismanna”.
Eru líkur á því að ungir menn séu
þröngsýnir íhaldsmenn eins og látið
hefur verið í veðri vaka, að kosninga-
stefnan hafi borið vitni um? Ég svara
þeirri spurningu neitandi.
En ungir menn hafa löngum gert þá
kröfu að stefnuskrá flokksins væri
ákveðin varðandi úrlausn aðsteðjandi
vandamála í einstökum atriðum, og
horfði meira til framtíðar en fortíðar, og
aflaði beinlínis umboðs kjósenda til
ákveðinna aðgerða eftir kosningar. Þessi
skoðun kom ákveðið fram þegar eftir
kosningarnar 1978.
Auk þess sem sannfæring kjósenda um
voða óðaverðbólgu var ekki nægilega
sterk fyrir kosningarnar, þá vaknar sú
spurning, hvort kjósendur almennt taki
ekki fremur afstöðu í kosningum sam-
kvæmt reynslu hins liðna en eftirvænt-
ingu varðandi framtíðina. Hvorttveggja
skiptir vafalaust máli, en íhugunarefni
er, hvort vegur þyngra og hve nákvæmt
er unnt í sakirnar að fara í kosninga-
stefnuskrá.
AUt orkar tvímælis þá gert er og í engu
verður fullyrt eftir á, hver úrslit hefðu
orðið, ef öðru vísi hefði verið að staðið.
Einn þáttur kemur ekki í stað annars svo
að unnt sé að einangra áhrif hans frá
fjölmörgum öðrum þáttum. Stjórnmála-
átök og stefnur verða ekki frekar en
önnur mannleg samskipti sett inn í töl-
fræðilíkön og tölvur.
Stjórnarmyndun 1980
Þegar til stjórnarmyndunartilrauna
kom eftir kosningar, var það ætlun
Alþýðubandalags og framsóknarmanna
að einangra sjálfstæðismenn. Þetta kom
fram, þegar formanni Framsóknar-
flokksins, Steingrími Hermannssyni, var
falin stjórnarmyndun. Hann sneri sér
ekki til Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi
Alþýðubandalagsins sendi aðeins skrif-
leg gögn til Sjálfstæðisflokksins varðandi
stjórnarmyndun, þegar hann fór með
stjórnarmyndunarumboðið. Ætlunin var
að koma á nýrri vinstri stjórn.
Hlutverk mitt sem formanns Sjálf-
stæðisflokksins var að brjóta þá ein-
angrun, vinstri múrinn, og það var gert
með því að bjóða öllum st jórnmálaflokk-
um til viðræðna um myndun þjóðstjórn-
ar, er hefði tvö verkefni aðallega, lausn