Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Síða 7
Landsfundur 1981
þess hefur á Vesturlöndum verið unnt að
tryggja félagslegt öryggi og samhjálp
betur en nokkru sinni áður í sögu mann-
kyns,
Þessi þróun hefur átt sér stað hér á
landi ekki síður en annars staðar og Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur staðið þar í farar-
broddi og því forystuhlutverki er skylda
hans að halda. En forsenda þess er að
undirstaðan sé réttilega fundin, að fram-
leiðsla og framleiðni, hagvöxtur haldist,
svo að meira sé til skiptanna með fjölg-
andi þjóð, ella brestur flótti á lið lands-
manna.
Við verðum fyrst að afla, áður en við
eyðum. Því ber ekki að neita að á þeim
vandamálum ber meðal vestrænna ríkja,
að velferðarríki eru á villigötum, eins og
fram kemur í nýútkominni bók Jónasar
Haralz, vegna þess að of mikið er tekið af
framleiðslunni og verðmætasköpuninni
til sameiginlegra þarfa, að umsvif og
frjáls samskipti einstaklinga eru skert og
færð hinu opinbera í hendur. Afleiðingin
hefur annars vegar orðið sú, að hagvöxt-
ur hefur staðnað, en það sem verra er, að
fjármunir þeir, sem fara um hendur ríkis-
ins rýrna og þjónusta hins opinbera
kemst ekki nema að hluta til skila þótt
skattaálögur þyngist og kostnaður vaxi.
Hér verður að leita nýrra leiða, ekki með
því að draga úr samhjálp og félagslegu
öryggi heldur með því að gera meiri
kröfur til árangurs og nýta kosti ábyrgðar
og framtaks einstaklinga og samtaka
þeirra, sem mest er að þakka sú verð-
mætasköpun og framleiðsluaukning sem
félagsleg samhjálp byggist á.
Hættan er sú, sem jafnvei þróunin hér
á landi leiðir í ljós, að því meiri verkefni
sem ríkið tekur til sín, þeim mun meira
vald hafa stjórnarherrarnir yfir borgur-
unum, ákvörðunarvaldið flyst frá ein-
staklingunum til hins opinbera, frá
héruðum til höfuðborgar, frá sveitar-
stjörnum til ríkisstjórnar. Atleiðingin er
sú, að í stað þess að maðurinn sjálfur sé í
öndvegi, þá er hann týndur og villtur í
kerfinu og fær ekki notið sín í lífi og
starfi. Þessari þróun verður Sjálfstæðis-
flokkurinn að snúa við.
Sáttaviðræður
Öllum er kunnugt um, að fram hafa
farið viðræður milli formanns Sjálf-
stæðisflokksins og stjórnar þingflokks
annars vegar og ráðherra úr Sjálfstæðis-
flokknum og Eggerts Haukdal hins vegar
til þess að leita samkomulags meðal sjálf-
stæðismanna eftir þann ágreining, sem
upp kom vegna myndunar núverandi
ríkisstjórnar, stefnu hennar og starfa.
Tillögur þessa efnis komu fram á
báðum þeim flokksráðsfundum ásíðasta
ári,, sem lýstu ákveðinni stjórnarand-
stöðu. Tillögur þessar voru ekki sam-
þykktar en vísað til miðstjórnar og þing-
flokks. Ég hét því að beita mér fyrir sam-
komulagstilraunum og ég tel mér skylt
að skýra landsfundarfulltrúum frá því í
höfuðatriðum, hvernig málin standa.
Við stjórnarandstæðingar höfum
haldið því fram, að til þess að ná sam-
komulagi verði að komast fyrir rætur
ágreiningsins, mismunandi afstöðu til
ríkisstjórnar. Við höfum lagt áherslu á,
að slíkt samkomulag yrði að komast á
sem fyrst, fyrir sveitastjórnakosningar
og í allra síðasta lagi fyrir næstu alþingis-
kosningar.
Við höfum aðeins heyrt þá yfirlýsingu
að núverandi ríkisstjórn ætlaði sér að
sitja út kjörtímabilið og ekki fengið upp-
lýst, hvað menn hugsuðu sér að þá tæki
við.
Stjórnarsinnar hafa borið fyrir sig að
þeir teldu ágreininginn einnig snúast um
stefnumál almennt, um ályktanir þings
SUS í skipulagsmálum og um forystumál
flokksins.
Ég skal ekki vera fjölorður um álykt-
anir þings SUS í skipulagsmálum. Ég hef
áður lýst því yfir, að ég get ekki fallist á
þær óbreyttar. Ég bæti því og við að við
sjálfstæðismenn ætlumst fyrst og fremst
til að leikreglum sé fylgt án þess að viður-
lög séu sett. Við höfum orðið fyrir biturri
reynslu og miklum vonbrigðum. Það er
ekki óeðlilegt að ungir menn sem eldri
bregðist við og íhugi, hvemig koma megi
í veg fyrir að sagan endurtaki sig, en við
skulum í þessum efnum gæta þess að
engar reglur geta verið afturvirkar og
leitast við að halda samkomulagsleiðum
opnum.
Framboð mitt
Stjórnarsinnar segja, að ágreiningur
sé um forystu Sjálfstæðisflokksins. Það
er öllum augljóst. Þeir frambjóðendur,
sem fram eru komnir við formanns- og
varaformannskjör sýna það svo ekki
verður um villst. En það er ekki okkar að
ná sáttum eða samkomulagi um kjör for-
manns og varaformanns. Það er lands-
fundarins sjálfs að kveða upp úr um það.
En þá er eðlilegt að menn spyrji: Hvers
vegna gef ég kost á mér á ný til for-
mennsku í Sjálfstæðisflokknum?
Sagt hefur verið, og undir það tek ég af
hjartans sannfæringu, að enginn maður
sé merkilegri en Sjálfstæðisflokkurinn og
hugsjónir sjálfstæðismanna.
Andstæðingar okkar í öðrum flokkum
hafa sérstaklega beint skeytum-sínum að
mér sem formanni flokksins og séð sér
hag í því að ráðleggja sjálfstæðismönn-
um að skipta um formann. Ég tel hat-
rammar árásir andstæðinga okkar mér til
lofs.
Forverar mínir sem formenn Sjálf-
stæðisflokksins hafa og orðið slíks
heiðurs aðnjótandi. Andstæðingar hafa
fyrr ætlað sér að fella formann Sjálf-
stæðisflokksins, en ekki tekist. Sjálf-
stæðismenn velja sína eigin forystu-
menn. En þess eru dæmi úr öðrum ísl-
enskum stjórnmálaflokkum, að þeirhafa
látið andstæðinga sína segja sér fyrir
verkum og það hefur ekki orðið þeim til
fylgisaukningar.
Þeir sjálfstæðismenn, sem nú hafa
tekið saman við höfuðandstæðinga
okkar í ríkisstjórn gegn vi)ja meirihluta
þingflokks, eru sammála andstæðingum
okkar um að skipta þurfi um forystu. Ég
væri að bregðast flokkssystkinum mínum
og hugsjónum okkar, ef ég féllist á
neitunarvald þeirra sem brotið hafa sam-
þykktar leikreglur flokksmanna.
Andstæðingar okkar skemmta sér við
að skipta flokki okkar upp í ,,arma” eftir
mönnum, auðvitað án tillits til málefna.
Sumir samherjar okkar gera það sama
andstæðingum okkar til ánægju og upp-
örvunar.
Ef ég er spurður, hvaða armi fylgir þú,
svara ég. Ég fylgi engum armi. Ég fylgi
Sjálfstæðisflokknum, eins og hann hefur
markað stefnu sína á lýðræðislegan hátt
af réttkjörnum fulltrúum í samræmi við
skipulagsreglur.
Ég spyr hins vegar, hverjum þjónar
þetta „armatal” og ímynduð skipting?
Ekki formanni flokksins. Hann er for-
maður allra sjálfstæðismanna.
Það hefur verið talað um á ýmsum
tímum:
Bjarna menn og Gunnars menn,
Jóhanns menn og Gunnars menn,
Geirs menn og Gunnars menn,
en það var aldrei talað um
Ólafs menn og Bjarna menn,
Bjarna menn og Jóhanns menn, eða
Jóhanns menn og Geirs menn.
Þetta segir sína sögu.
Við megum ekki lengur láta andstæð-
inga okkar, og stundum samherja draga
okkur í dilka í þeim tilgangi að við
gleymum og vanrækjum hugsjónir sjálf-
stæðisstefnunnar í einskisnýtum inn-
byrðis mannjöfnuði líðandi stundar,
þannig að við gleymum að berjast við
andstæðingana.
Það er því miður óskhyggja og sjálfs-
blekking að halda að vandi okkar verði
leystur með nýjum nöfnum á mönnum í
trúnaðarstöðum.