Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 12

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 12
Stjórnmálayfirlýsing rekstri þarf að auðvelda samvinnu og samstarf stjómenda og starfsmanna í því skyni að auka ábyrgð allra þeirra, er í atvinnulífinu starfa. Greiða þarf götu hagræðingar og starfshvatningar og mæta nýjum kröfum tækni og tölvuvæð- ingar. Öryggi um atvinnu sé ennfremur treyst og starfsgleði örvuð með aukinni verkmenntun og endurþjálfun, sveigjan- legum vinnutíma og bættum aðbúnaði á vinnustað. Stuðlað sé að því að heilbrigðar lífs- venjur fái að þróast og að fjölskyldulíf eflist á grundvelli kristinnar lífsskoðunar. Aílir njóti öryggis ef heilsubrestur sæki að og þegar aldur færist yfir og hafi sama rétt til orlofs og verðtryggðs lífeyris. Takist á grundvelli framangreindrar stefnu í atvinnu- og kjaramálum að auka framleiðslu og örva nýja starfsemi, geta kjör að nýju farið batnandi. Um leið verður unnt að treysta atvinnu, efla menningu og bæta umhverfi. Jafnframt geta frelsi og lýðræði dafnað og eining þjóðarinnar styrkst á grundvelli dýr- mætrar arfleifðar hennar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að öryggi landsins verði að tryggja miðað við aðstæður hverju sinni. A alþjóðavettvangi ekki síður en innanlands takast þeir á, nú sem fyrr, sem eru fylgjandi frelsi einstaklings- ins, og þeir sem vilja hefta þetta frelsi. Atburðirnir í Póllandi sýna vilja fólks til að brjótast undan oki sósíalismans, en innrásin í Afganistan staðfestir enn á ný að Sovétmenn hika ekki við að beita valdi sínu, þegar svo býður við að horfa. Aróðursherferð Sovétmanna í Evrópu um þessar mundir, ekki síst á Norður- löndum, vekur ugg og gefur sérstakt til- efni til þess að vara við undanlátssemi. Það er því miður staðreynd að hern- aðarlegt mikilvægi íslands hefur aukist. Útþensla sovéska flotans heldur áfram og umsvif hans og sovéskra herflugvéla í nágrenni íslands fara vaxandi. Það er augljóst, að enn sem fyrr verður öryggi þjóðarinnar ekki tryggt með öðru en áframhaldandi þátttöku í því friðarkerfi, sem Jslendingar hafa átt þátt í að móta á Norður-Atlantshafi. Yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar kýs eins og áður virka þátt- töku í varnarsamstarfi lýðræðisþjóðanna og vill gera þær ráðstafanir til varnar, sem nauðsynlegar eru til þess að íslend- ingar fái að lifa í friði í landinu. Sjálf- stæðisflokkurinn mun vinna að því að sem víðtækust eining náist um varnir landsins, en telur ekki að við núverandi aðstæður komi til greina að draga úr þeirri öryggisgæslu, sem fram fer í landinu og umhverfis það. Framundan eru viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi og miklir erfiðleikar í atvinnumálum landsmanna. Sjálfstæðis- flokkurinn, einn stjórnmálaflokka, getur veitt þjóðinni þá forustu, sem hún þarfnast. Brýna nauðsyn ber því til að sjálfstæðismenn sameinist í einarðri baráttu fyrir öryggi landsins, frelsi og rétti einstaklingsins og frjálsu og heil- brigðu atvinnulífi, er sé grunnur velferð- ar hvers og eins og samhjálpar allra á komandi árum. Sjálfstæðismenn vilja gera þessa stefnu sína að þjóðarstefnu mannréttinda, frelsis og lýðræðis. II. Afstaðan tU ríkis- stjórnarinnar Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur, að stefna og störf núverandi ríkis- stjómar séu í ósamræmi við sjónarmið Sjálfstæðisflokksins og efli áhrif þeirra, sem andvígastir eru þeim sjónarmiðum. Þetta hefur leitt til þess, að æ meir hefur þrengt að atvinnuvegum landsins og að atvinnurekstur einstaklinga og félaga þeirra á hvarvetna í vök að verjast. Jafn- framt hefur verið látið undir höfuð leggjast að marka og framfylgja stefnu í orku- og iðnaðarmálum, sem orðið gæti grundvöllur að atvinnu og framfömm á komandi árum. Ekkert það hefur verið aðhafst gegn verðbólgunni, sem áhrif hefur nema skamma hríð, enda fer hún nú vaxandi á ný. Verðlagshöft hafa grafið undan fjárhag fyrirtækja og stofn- ana, rýrt sjálfstæði þeirra og í reynd haft öfug áhrif við tilganginn. Stefnt hefur verið áratugi aftur í tímann með fjöl- gengi og millifærslum milli atvinnu- greina. Háum sköttum hefur verið við haldið, erlendar lántökur hafa farið sí- vaxandi og meðal annars komið í stað innlendrar skuldasöfnunar ríkissjóðs og ríkisstofnana. Dregið hefur verið úr að- stöðu einstaklinga til að eignast eigið húsnæði og umráð þeirra yfir eignum sínum takmörkuð. Umsvif ríkisins og af- skipti hafa enn verið aukin. Tvíbent af- staða ríkisstjómarinnar í varnarmálum og frestun mikilvægra framkvæmda á þeim vettvangi stefnir öryggi landsins í hættu. Fundurinn lýsir því yfir eindreginni andstöðu við ríkisstjómina. Stefna stjómarinnar og framkvæmd hennar er bersýnilega ekki í samræmi við grund- vallarhugsjónir ráðherra úr röðum sjálf- stæðismanna. Fundurinn skorar á þessa ráðherra að ganga úr ríkisstjórninni og þá þingmenn flokksins, sem stutt hafa hana, að láta af þeim stuðningi. Sjálf- stæðisflokkurinn getur þá einhuga og sameinaður staðið að nýrri stjómar- myndun á grundvelli stefnu sinnar.

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.