Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 16
Leiðin til bætlra lifskjaia
Setningarfundurinn í Háskólabíói.
atvinnuvegunum. Leiðir |)að jafnan til
hallareksturs fyrirtækja. A þessu verður
að ráða bót, áður en varanlegt tjón hefur
af hlotist.
Frjáls verslun - undirstaða
velmegunar þjóðarinnar
Verslun er upphaf og lokastig fram-
leiðslunnar. Ekki má gleyma þeirri stað-
reynd, að missir verslunarinnar úr Iandi
árið 1262 Ieiddi til glötunar sjálfstæðis
okkar. Viðskiptalegt sjálfstæði er því
hymingarsteinn frjáls þjóðfélags. Á því
sviði gegnir verslunin lykilhlutverki, ef
hún nýtur jafnræðis á við aðra atvinnu-
vegi.
Vel reknum fyrirtækjum sé ekki refsað
með upptöku hagnaðar. Atvinnufyrir-
tækin þurfa að hagnast og fá að nýta
þann hagnað til atvinnuuppbyggingar.
Utrýma þarf þeim hugsunarhætti, að
hagnaður eða ágóði sé af hinu illa. Sjálf-
stæðisflokkurinn bendir á, að áratuga
óhróður af hálfu vinstri aflanna hefur
komið óorði á verslunina sem valdið
hefur þjóðinni allri ómældum skaða og
um leið tafið eðlilegar efnahagslegar
framfarir.
Koma þarf á frjálsari viðskiptum með
erlendan gjaldeyri og tryggja versluninni
frjálsan aðgang að erlendum vörukaupa-
lánum í öllum vöruflokkum. Rýmka þarf
heimildir til töku erlendra fjárfestingar-
lána og heimila öllum bönkum verslun
með erlendan gjaldeyri. Brýnt er að
dugnaður einstaklinga fái að njóta sín í
útflutningsversluninni, komið verði á nú-
tímalegri verslunarháttum og horfið frá
ríkjandi einokun, þar sem heilbrigð sam-
keppni tryggir bestu verð og markaði á
hverjum tíma.
Tímabært er að endurskoða tollskrána
með tilliti til samræmingar á tollaálög-
um, þannig að skyldar vörur verði toll-
aðar eins. Lækka þarf hæstu tolla, af-
nema vörugjald og einfalda alla tollmeð-
ferð og eftirlit. Heimila þarf gjaldfrest á
greiðslu aðflutningsgjalda.
Vakin skal sérstök athygli á því hættu-
ástandi sem nú ríkir í innflutningsversl-
un. Vörubirgðir í innlendri eigu eru
nánast engar í landinu auk þess sem
heildverslun hefur í stórum stíl flust á
hendur erlendra aðila að nýju.
Afnema þarf þá sérstöku skatta, sem
lagðir eru á verslunina umfram aðrar
atvinnugreinar.
Sanngjarnt er, að þóknun sé greidd
fyrir það mikla innheimtustarf, sem
verslunin innir af hendi fyrir opinbera
aðila.
Með frelsi í verðmyndun og sam-
keppni mun verða unnt að leysa þann
vanda, sem dreifbýlisverslunin býr nú
við.
Iðnaður - vaxtarbroddur
atvinnulífsins
íslenskur iðnaður hefur tekið sér
stöðu sem einn af undirstöðuatvinnu-
vegum þjóðarinnar. Hann mun í vaxandi
mæli taka við því hlutverki að vera
vaxtarbroddur atvinnulífsins og ein
helsta undirstaða aukinnar atvinnu og
batnandi lífskjara þjóðarinnar. Við
mikilvægar ákvarðanir í efnahagsmálum
verður því að taka fullt tillit til hagsmuna
hans, afkomu og atvinnuöryggis þeirra,
sem í iðnaðinum starfa. Iðnaðurinn þarf
að njóta jafnréttis um aðstöðu og starfs-
skilyrði á öllum sviðum gagnvart öðrum
innlendum atvinnugreinum og erlendum
keppinautum.
Nauðsynlegt er að iðnaður fyrir
heimamarkað endurheimti sína fyrri
stöðu og eflist frekar, en skilyrði þess er
að hér á landi verði atvinnulíf í blóma,
þjóðinni fjölgi eðlilega og sæmilegur
stöðuleiki ríki í efnahagsmálum. Fyrir
aðra undirstöðuatvinnuvegi landsins
hefur sterkur iðnaður ómetanlega þýð-
ingu, hvort sem litið er til mannvirkja- og
vélaframleiðslu og þjónustu eða dag-
legra nauðsynja. Þannig má minna á
skipasmíðar og viðgerðir, smíði fisk-
vinnslutækja og veiðarfæragerð í þágu
útgerðar og fiskvinnslu.
Rafeindatækni og örtölvur opna nýjar
leiðir í iðnaði. Á því sviði eru framtíðar-
möguleikar bæði hvað varðar fram-
leiðslu fyrir innlendar þarfir og útflutn-
ing. Stóraukin nýting jarðhita og vatns-
orku hefur opnað nýja markaði innan-
lands, sem iðnaðurinn sinnir í auknum
mæli. Uppbyggingu stóriðju til útflutn-
ings munu á sama hátt fylgja fjölbreytt
iðnaðarverkefni í öllum landshlutum.
Framleiðsla iðnaðarvöru til útflutn-
ings hefur aukist meira en bjartsýnustu
menn þorðu að vona. Framleiðsla ullar-
og skinnvöru er nú ein sér orðin mikil-
vægur þáttur í þjóðarbúskapnum og
veitir mikla atvinnu á fjölmörgum stöð-
um á landinu.
Annar útflutningur, sem á sama hátt
byggir á sérhæfðri þekkingu og reynslu
landsmanna, hugviti og verkhönnun er
einnig óðum að hasla sér völl á erlendum
mörkuðum.
Lað væri hörmulegt, ef aðgerðir ísl-
enskra stjómvalda yrðu til þess að
erlendir markaðir, sem aflað hefur verið
í harðri samkeppni við erlendan keppi-
naut töpuðust.
Höfuðnauðsyn er að eðlileg skilyrði og
efnaleg hvatning séu ætíð fyrir hendi til
þess að íslenskt hugvit og þekking og
sérstök hráefni nýtist til atvinnuupp-
byggingar. Hér hafa einstaklingsframtak
og lítil fyrirtæki sérstöku brautryðjanda
hlutverki að gegna þjóðarheildinni til
hagsbóta.
Sjálfstæðisflokkurinn telur jafnframt
að nú séu hagstæð skilyrði til þess að
nýta orkulindir þjóðarinnar í stórum stíl
til iðnaðar víða um land eins og gerð
hefur verið grein fyrir hér að framan.