Kaupsýslutíðindi - 08.10.1940, Qupperneq 2
Gjaldeyris- og bankamál
Aðstaða bankanna gagnvart útlöndum
var 19,5 milj. kr. hagstæSari í lok ágúst-
mánaSar s.l. en um sama leyti í fyrra.
Inneignir bankanna erlendis 1. sept s.l.
námu 3.4 milj. kr. en skuld þeirra í fyrra
á sama tíma nam 16.1 milj. kr. í ágúst-
mánuði einum batnaði hagur bankanna
út á við um 2.7 milj. kr. — Br hjer átt
við mismun á inneignum og skuldum við
erlenda banka í víxlum, sem greiðast eiga
erlendis eða seldir eru erlendis. Hinsvegar
hafa ekki verið teknar með innheimtur
fyrir Norðurlönd, sem ekki hafa orðið
yfirfærðar vegna stríðsins.
Innlög í sparisjóði og hlaupareikninga
bankanna námu 103.5 milj. kr. 31. ágúst
s.l. á móti 92.2 milj. kr. 31. júlí og 73.1 milj.
31. ágúst í fyrra. Með innstæðufénu mun
nú vera talið fé það, sem brezka setuliðið
hefir flutt hingað til sinna þarfa.
Útlán bankanna námu í ágústlok sam-
tals 116.4 milj. kr. og jukust um rúmar 6
milj. kr. í ágúst. Á sama tíma i fyrra
námu útlánin 104.2 milj. kr.
Seðlar í umferð 31. ágúst s.l. voru 18.1
milj. kr., en 12.7 milj. kr. í fyrra á sama
tíma. í ágúst þ.á. jókst seðlaumferðin um
1.6 milj. kr.
Innlög í 10 stærstu sparisjóðunum námu
10.9 milj. kr. i lok júlímánaðar, á móti
9.1 milj. kr. 31. júli í fyrra. Útlánin námu
rúmum 9 milj. kr. á móti 8 milj. kr. í júli-
lok í fyrra.
Atvinnumál.
Óvenju mikil atvinna hefir verið hér
í bænum undanfarna mánuði, samanborið
við nokkur undanfarin ár. En þrátt fyrir
það er alltaf nokkuð atvinnuleysi, og hefir
það fremur aúkizt en minnkað nú upp á
síðkastið, enda þótt bætt hafi verið við
mönnum í Bretavinnuna. Stafar það fyrst
og fremst af því, að menn eru nú sem
óðast að koma í bæinn úr sumarvinnunni.
Lang minnst var atvinnuleysið i ágústmán-
uði s.l. T. d. voru þann 23. ágúst s.l. skráð-
ir 96 menn atvinnulausir en 7. október
162 menn, og eru flest allir þeirra dag-
launamenn, eða 131 og 15 sjómenn. Til
samanburðar má geta þess, að skráðir at-
vinnulausir menn voru:
7. október 1939 485
7. október 1938 522
7. október 1937 258
7. október 1936 413
7. október 1935 628
— Kaup verkamanna hækaði um siðustu
mánaðamót, þannig að tímakaup í dag-
vinnu er nú kr. 1,84 (áður 1,78), í eftir-
vinnu kr. 2,73 (áður 2.63) og í nætur-
og helgidagavinnu kr. 3,43 (áður 3,31)
Gildir kauptaxti þessi til áramóta.
Ýms stéttartíðindi.
Vfðskiptaháskóli íslands tók til starfa i
síðastliðinni viku. Sú breyting hefir orðið
við skólann, að ráðinn hefir verið að hon-
um fastur kennari með sömu réttindum og
kjörum og dósentar við Háskólann, og er
þeð Gylfi Þ. Gíslason, hagfræðingur. Hefir
komið til orða, að skólinn yrði nú á
þessu hausti sameinaður Háskólanum. Ur
þvi verður ekki að sinni, en Alþingi mun
taka það mál til meðferðar. Aðgangur að
skólanum var áður takmarkaður en sök-
um þess, að leiðir allar til náms við er-
lenda háskóla eru nú lokaðar, mun það
ekki verða nú.
Samkvæmt nýútkomnum „Ægi“ hefir
fiskur seldur i ísfiskflutningaskip frá ára-
mótum til 1. sept. numið 27.936 smál. og
hefir framleiðendum verið greitt fyrir það
5.447 þús. kr. í ágústmánuði keyptu ísfisks-
flutningaskip 1.578 smál. af fiski fyrir
390 þús. kr.
Merkiseðlar
\ HERBERTSprent Bankastrœti Simi 3635
230
KAUPSÝSLUTÍÐINDl