Muninn

Volume

Muninn - 01.08.2021, Page 25

Muninn - 01.08.2021, Page 25
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Fæðingastaður: Akureyri Fæðingaár: 1996 Áhugamál: Prjóna, tónlist og uppeldi barna Á hvaða braut í MA: Sál- og uppeldiskjörsvið Í hvaða námi í HA: Kennarafræði - leikskólakjörsvið Hvers vegna valdirðu HA? Langaði að fara í kennarann og hafði heyrt góða hluti um námið í HA Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Leikskólakennari Hvað er það skemmtilegasta við námið í HA? Loturnar eru það skemmti leg asta. Að hitta samnemendur af öllu landinu, vinna saman í verk- efnum og skapa minningar með þeim í skólanum sem og utan skóla. Hvernig er félagslífið í HA? Félagslífið er mjög gott, þrátt fyrir Covid þá er búið að vera virkt félagslíf sem var aðlagað eftir þörfum Hver er munurinn á MA og HA? Í Kennaradeildinni er einungis í boði að vera í sveigjanlegu námi þar sem nemendur hittast 2-3 á önn í lotum. Ég tel þetta vera stærsta muninn á náminu. Nám- ið í MA undirbjó mig mjög vel fyrir háskólanám. Heilræði að lokum? Farðu með opin huga í námið og taktu þátt í félagslífinu. Þú munt kynnast nýju fólki og eignast vini fyrir lífstíð! Gunnur Vignisdóttir FÓLKIÐ Í HA: Sveigjanlegt nám að settu marki unak.is Það kostar styrk og aga að ná markmiðum sínum — ekki síst af löngu færi. Sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri gerir kröfur til nemenda um aga og skipulag. Með rafrænum lausnum og nútímalegum kennsluaðferðum gerum við fleirum fært að setja markið hærra. Kynntu þér hvernig sveigjanlegt nám getur komið til móts við þín markmið í lífinu. 23

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.