Muninn

Volume

Muninn - 01.08.2021, Page 35

Muninn - 01.08.2021, Page 35
tips frá umhverfisnefnd Vistvæna búðin Vistvæna búðin er verslun í Sunnuhlíð sem einblínir á umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl. Vantar þig rakvél, raksápu, svitalyktareyði, hreinsiefni og sápur? Þá er vistvæna búðin fyrir þig. Brjálað úrval af alls konar vörum á sanngjörnu verði þar sem vistvænn lífsstíll á ekki að vera lúxus lífstíll heldur sjálfsagður lífsstíll. Vistvænt og náttúrulegt ehf. Er samstarfsaðili OneTreePlanted sem vinna stíft að því að planta trjám í stað þeirra sem hafa brunnið eða fallið af mannavöldum. Um fjórðungur af gróðurhúsaloftegundum sem við Íslendingar losum frá okkur kemur frá samgöngum. Að minnka þá losun er með því helsta sem einstaklingur getur tekið að sér til að koma í veg fyrir hnattræna hlýnun. En til þess getur þú: Nýtt þér almennings samgöngur. Fengið far í skólann með einhverjum skólafélögum sem búa í nágrenni þínu. Gengið eða, ef þú ert grjótharður/hörð, hjólað. Minnka bifreiða notkun Að flokka er örugglega það léttasta sem maður getur gert og erum við í MA svo heppinn með að það eru margar mismunandi tunnur með myndum á svo maður viti hvað skal setja í hvað. Létt er að finna þær og er skylda að nota þær samkvæmt lögum hjá okkur Munda og Krissa, og ef einhver skal brjóta þessi lög er okkur að mæta. Engu að síður er það mjög mikilvægt fyrir jörðina okkar góðu að flokka þar sem það veldur mun minni mengun, minnkar þörfina á því að framleiða fleiri hluti sem enda bara á ruslahaugunum, sparar rafmagn og sparar pening. Mikilvægi flokkunarEf þú vilt finna upp á nýrri leið til að hjálpa umhverfinu og minnka kolefnissporið þitt þá er tilvalið að byrja að nota leitar forritið Ecosia.org. En það virkar þannig að þú ferða inn á netið og notar Ecosia.org í staðinn fyrir Google.is því að í hvert sinn sem þú leitar með Ecosia.org safnast peningur saman sem er notaður til að planta trjám! Það er verið að planta trjám í yfir 30 löndum sem þurfa mest á því að halda með yfir 500 trjátegundum og eru yfir 60 verkefni í gangi í dag. Ecosia.org eru í samstarfi með fólki sem á heima í þessum löndum og þetta skapar mörg tækifæri fyrir fólkið sem býr þarna og bætir líf þeirra til muna. Svo er það sem er skemmtilegt, því að þú getur fylgst með hversu oft þú ert búin að leita með síðunni . Talan stendur uppi í hægra horninu og þú getur reiknað út hvað þú ert sirka. búin að hjálpa til við að planta mörgum trjám. En þú þarft að leita sirka 45 sinnum fyrir hvert tré. 12 nóvember 2021 þá er búið að planta 137.678.378 trjám og talan er alltaf að hækka, 15 milljónir manna nota Ecosia.org. Ætlar þú að vera með í Ecosia.org samfélaginu? Ecosia Það er gaman að vapea, en það er ekki gott fyrir umhverfið. Bæði plastið og batteríið í vapinu er ekki gott fyrir umhverfið, sérstaklega út af því að einnota vape verða oftast hent í almennt rusl. Vape á djamminu Mun spaghettið passa í glasið? sjá bls 81 fyrir svar ;) 33

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.