Muninn

Årgang

Muninn - 01.08.2021, Side 55

Muninn - 01.08.2021, Side 55
Hvað er þitt stoltasta verk og afhverju ? - ætli það sé ekki allar plöturnar okkar Jóa. Það að vinna með besta vini sínum að einhverju sem að verður svo að heilstæðu verki er gefandi ferli sem að mér þótti alltaf óheyrilega skemmtilegt. Geturu þú lýst upplifun þinni á því að vera rauðhærður ? - frábært og flott bara nema hvað að ég ætlaði að fá mér perm nema hvað að það er víst ekki æskilegt fyrir rauðhærða þar sem að rautt hár er svo gróft þannig að þegar það kemur aftur í tísku þarf ég að sætta mig við það að geta ekki verið kúl KRISTin ÓLA Hvenær byrjaði áhuginn á leiklistinni/tónlistinni? - Ég hef alltaf verið klikkaðslega athyglissjúkur og var í sönglist lengi. Ætli ég hafi ekki fengið leiklistarbakteríuna þar. Hvað er eitthvað sem fólk heldur alltaf um þig en er bara alls ekki satt? - heyri mikið um það að ég sé eða hafi verið í einhverju rugli þegar staðan er að ég hef ekki ennþá smakkað áfengi eða prófað önnur vímuefni. Mér finnst það nú bara skondið. VIÐTAL VIÐ Er eitthvað sem þú sérð eftir að hafa eða hafa ekki gert í menntaskóla ? - Mig langaði alltaf að vera með í leikritunum í flensborg en þau því miður komust ekki að því ég var alltaf á hvolfi í öðrum félagsstörfum. En ætli það að hafa aldrei klárað menntó sé ekki líka einhverstaðar á þessum lista. Hver er uppáhalds minning þín úr menntaskóla ? - allar MORFÍs keppnirnar og allt ruglið sem okkur krökkunum datt í hug. Hvernig var MENNTASKÓLAGANGAN ÞÍN? - Úff, námslega séð var hún vægast sagt hræðileg en allt annað var bara geggjað. Félagslífaði yfir mig og hætti á þriðja ári en gerðu ótrúlega margt ótrúlega skemmtilegt. Geturu sagt okkur hvað er svona heillandi við Morfís og afhverju þú ákvaðst að keppa í því? - Pabbi var í MORFÍs liðinu í Flensborg í den og ég byrjaði að fylgjast með keppnum þegar ég var ennþá í grunnskóla. Þetta er svo ótrúlega gaman, að móta sér skoðun á einhverju tilteknu umræðuefni og ná að koma því frá sér á einfaldan og sannfærandi máta er eitthvað sem að allir hefðu gott af að læra. 53

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.