Muninn - 01.08.2021, Page 72
vinnunni
rebekka sif
ástríður helga
Það er mjög gaman að vinna á bar þetta er svona eins og
að vera edru vinurinn sem man alltaf eftir öllu
vandræðalega sem gerðist. Það er mikið mjög áhugavert
sem gerist á ölstofunni, unreal fyndið og gaman að sjá
skinkur labba út með skottið á milli lappanna því þeim
var hent út lolz, gerir líka allt skemmtilegara að horfa á
stelpur snýkja drykki af random gaurum við barinn.
Lendi líka reglulega í því að kærópör eða vinkonur eru
að rífast (veit all the tea), en án efa það áhugaverðasta
sem hefur gerst þegar ég var í vinnuni var á virkum degi
og það var verið að loka og við héldum að enginn væri
þarna inni, neinei svo er bara einhvað par inná klósti að
ríða heyrðist alveg óþægilega mikið í þeim tbh og við
þurftum að banka hjá þeim og reka þau út, aldrei séð
neinn skammast sín jafn mikið eins og þau tvö að labba
út.
Það gerist aðeins of mikið af fyndnum hlutum í sundlauginni og ég
held að verslunarmanna helgin sé ein fyndnasta og skrítnasta helgi
sem ég hef upplifað í þessari laug, hvað kom bara ekki fyrir þessa
helgi. Því einu sinni var ég á ekkert eðlilega góðri bakkavakt og fékk
vinkonu mína til þess að vera með mér á bakkanum. við stóðum þarna
og fylgdumst grant með hvort það væru ekki alveg örugglega allir að
fylgja reglunum í rennibrautinni og enginn að drukkna. Ég lít síðan í
pottinn fyrir aftan mig sem var fullur af fólki og sér þar par sem var
svo SANNARLEGA að njóta ástarinnar, en auðvitað þorði litla ég ekki
að fara og tala við þau. Ekki nóg með það heldur sömu vakt fór ég upp í
turn og tek þar eftir öðru pari í myndavélunum í
rennibrautaturninum, þau voru alltaf að hleypa börnunum á undan
sér og loks þegar öll börnin voru farin niður rennibrautina og þau ein
eftir duttu þau í hörku sleik. Nenniði bara plís að gera þetta einhvers
annars staðar en í sundlauginni þetta er ekkert eðlilega óþægilegt fyrir
okkur starfsfólkið og hina gestina, takk
arna rún
ma-ingar í
jóli
Ég semsagt vann á N1 á Blönduósi og lenti í allskonar
kjaftæði á þessum 3 mánuðum að það var hreinlegs erfitt
að velja bara eitt. En heyrðu klukkan var semsagt 10:30 á
sunnudagskvöldi, ég var búin að vinna alla helgina 12
tíma á dag og var gjörsamlega BÚIN. Það kemur einhver
dúddi sem var í svaka stuði og fannst geggjað fyndið að
gera grín af nafnspjaldinu mínu og hló og sagði “Arna,
run”, mér var svo sannarlega ekki skemmt þar sem ég
var EKKI í stuði fyrir svona pabbabrandara og gat ekki
einu sinni fakeað það að hlægja, þannig ég horfi bara á
hann og svona brosi smá… þessi random gaur horfir
beint í sálina mína og sagði “hvað eru einhverjir
tussustælar í þér” og fór…….. ég hef aldrei verið jafn
orðlaus á ævinni minni.
Í sumar vann ég sem næturvörður á Hótel Eddu, ein nótt stóð upp
úr. Þá var hann Jósep sem vann alltaf með mér, var veikur svo nafni
minn, hann Jóhannes senior, stóð vaktina með mér. Þetta var mjög
venjuleg vakt, við afgreiddum á barnum, tókum á móti fólki og um
ellefu var allur umgangur hættur. Þá ákváðum við Jóhannes að
byrja bara að þrífa móttökuna svo ég næ í ryksuguna, setti í eyrun
og hófst handa. Tíminn leið og klukkan var orðinn tvö, þrifinn
gengu vel og ég var byrjaður að skúra. Svo allt í einu kemur maður
labbandi inn ganginn af nýju vist, ég pældi lítið í því en þegar hann
kom nær tók ég eftir einu. Maðurinn var ekki í neinu að neðan og
ekki nóg með það heldur lak piss úr klofinu á honum. Hann var
greinilega að ganga í svefni svo það eina sem við Jóhannes gátum
gert var að vona að hann vaknaði. Þegar maður hélt að þetta gæti
ekki versnað þá löbbuðu aðrir hótelgestir inn um innganginn og
sáu allan cirkusin. Sem betur fer þá fór maðurinn bara á klósettið
og var vaknaður þegar hann kom út, við gáfum honum handklæði
til að vefja um mittið á sér og allir fóru brosandi út í nóttina, nema
ég sem þurfti að þrífa upp pissið.
70