Muninn

Volume

Muninn - 01.08.2021, Page 85

Muninn - 01.08.2021, Page 85
Minningargrein geðorða Ó elsku hjartans geðorð, hvert fór tíminn? Mér finnst eins og það hafi bara verið í gær þegar við hlógum saman yfir þínum fallegu og hvetjandi orðum. Það er þér að þakka að ég komst í gegnum samkomubann og endalausan heimaskóla. Ég var spenntari fyrir mánudögum en fössörum vegna þess að ég vissi að þú kæmir í pósthólfið í hvert skipti. Ég vil þakka þér fyrir allt, grátinn og hláturinn. Spakmælið "you don't know what you got until it's gone" hefur aldrei átt jafn mikið við. Elska þig að eilífu<3 ABBMA Hver elskar ekki ABBA? ABBA á svo marga bangera að það er erfitt að velja á hvað maður á að hlusta. ABBMA leysti þetta vandamál forðum með því að birta lag vikunnar á Instagram reikningnum sínum. Þegar við reynum að hlusta á ABBA núna fáum við víðáttubrjálæði og getum ekki valið:’( Menningarferðin Ferð til stærsta Menningarseturs Evrópu, Reykjavíkur, aflýst tvö ár í röð. Það er mikill missir að missa þessa ferð þar sem hún átti svo stóran þátt í því að siðmennta busana. Skorturinn á Menningarferðinni hefur valdið því að stór hluti nemenda MA eru siðlausir, menningarsnauðir plebbar. Trúnó Á þessum síðustu og verstu, horfum við til baka á gömlu góðu dagana. Trúnó var hið eina sanna sveitaball Menntskælinga, bezta djamm haustannarinnar. Síðustu tvö ár hefur það ekki verið haldið. Vér syrgjum. KaffMA Ó, það sem hefði getað orðið. Útópían sem MA hefði getað verið ef KaffMA hefði staðið við loforð sitt um heitt kaffi á hverjum morgni. Enginn væri þreyttur, allir væru glaðir. Minningargreinar 83

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.