Nýja skákblaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 16

Nýja skákblaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 16
30 NÝJA SKÁKBLAÐIÐ 25. Bf4xb8 a7—a5 26. Bb8—c7 Rd8—e6 27. Bc7Xa5 h7—h5 28. h2—h4 Kg8—g7 29. Kgl—g2 g6—g5 30. h4Xg5 Gefið. Athugasemdir lausl. þýddar úr Tidskrift för Schack. Ó. V. Skákannáll. Haustmót Taflfélags Hafnar- fjarðar var haldið í nóvember- Þátttakendur voru 12. Efstir urðu Guðmundur Þorláksson og Jón Kristjánsson með 9Vé vinn- ing hvor. 3. Edvard Helgason með IV2 vinning. Einnig gekkst félagið fyrir öðru skákmóti sem haldið var í janúarbyrjun. Þátttakendur voru 13. Þar af tveir úr meist- araflokki Taflfélags Reykjavík- ur. Úrslit urðu þau, að efstur varð Sturla Pétursson með IIV2 vinning. 2. Bjarni Magn- ússon með 10 vinninga og 3- Sæmundur Ólafsson með 9V2 v. Félagið hefir auk þess háð kapptefli við Taflfélag Alþýðu í Reykjavík og vann það með 6 gegn 3. — Taflfélag Vífilsstaða og vann með 9—1, og einnig við Taflfélag Reykjavíkur eins og getið var um í 1. tölublaði. Stjórn félagsins skipa: For- maður Bjarni Magnússon, ritari Guðmundur Þorláksson og gjaldkeri Edvard Helgason. Skákþing Akureyrar var haldið í byrjun febrúar. Þátt- takendur voru 23. Teflt var í tveim flokkum. Sigurvegari í fyrsta flokki og þar með skák- meistari Akureyrar 1940 varð Júlíus Bogason með AV2 vinn. Næstur honum var Guðmundur Jónsson með 3V2 vinning. 3.—5. Hallgrímur Benediktsson, Jó- hann Snorrason og Unnsteinn Stefánsson með 3 vinninga hver. 6. Jón Þorstinsson með 2Vz vinning og 7. Stefán Sveinsson með 2 vinninga. Af sérstökum ástæðum hætti Jón Þorsteins- son í keppninni eftir fjórðu um- ferð og tapaði þar með þeim skákum, sem hann átti ótefldar- Skákmeistari Akureyrar 1939 var Jóhann Snorrason. í öðrum flokki A varð efstur Margeir Steingrímsson með 6 vinninga. 2. Halldór Ólafsson með 5V2 vinning. 3. Hörður Guðbrandsson með 5 vinninga. í öðrum flokki B varð Þor- steinn Gunnarsson efstur með 6 vinninga. 2. Vilmar L. Hjálm- arsson með 5 vinninga og 3. Sig- urður Jóhannesson með AV2 vinning.

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.