Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1977, Blaðsíða 104
94
ATVINNUGREINAR OG TEKJUR
Inngangur
Þau gögn, sem birt eru um vinnuaflsnotkun helztu atvinnugreina,landsins,
leiða í ljós, að nær öll aukning atvinnutækifæra í Reykjavík á síðasta
áratug átti sér stað í þjónustu og viðskiptagreinum. Vinnuaflsnotkun í
öðrum greinum dróst ýmist saman, eða stóð að mestu leyti í stað. í heild
jókst vinnuaflsnotkun í Reykjavík um 6.242 mannár á tímabilinu 1965-1975.
Þjónustugreinar juku vinnuaflsnotkun sxna um 4.873 mannár á þessu 10 ára
tímabili. Þar munar mest um heilbrigðis- og velferðarstofnanir, sem bættu
við sig yfir 2.000 mannárum. Mannaflanotkun viðskiptagreina jókst um
1.900 mannár á umræddu tímabili. Samdrátturinn var mestur í sjávarútvegi,
bæði í fiskveiðum og fiskvinnslu, vinnuaflsnotkun þessara greina minnkaði
um 880 mannár á árunum 1965-1975.
«•
Tölur um atvinnuskiptingu eða vinnuaflsnotkun í einstökum atvinnugreinum
eru byggðar á upplýsingum um slysatryggingu vinnandi fólks, svonefndar
slysatryggðar vinnuvikur. Vinna fastráðins fólks er gefin upp í vinnuvikum
en lausráðins í vinnustundum. Taldar eru 52 vinnuvikur í hverju mannári en
48 klukkustundir eru taldar í hverri vinnuviku lausráðins fólks. Með því
að deila með 52 í vinnuviknafjöldann fæst sá fjöldi vinnandi fólks, sem
þurft heði til að skila sama fjölda mannára, ef hver einstaklingur hefði
unnið samfellt í ár.
Til þessa hefur verið algengt að leggja fjölda mannára að jöfnu við fjölda
starfandi fólks í hverri atvinnugrein, en sú samlíking verður af ýmsum
sökum, hæpnari með ári hverju. Upplýsingar um fjölda mannára gefa að vísu
til kynna, hve mikilli vinnu var skilað á tilteknu ári, en af þeim verður
hvorki ráðið, hvernig vinnuaflsnotkun dreifist á einstakar árstíðir, né
hve margir eru við störf á hverjum tíma. Samanburður á fjölda mannára milli
ára á tilteknu tímabili varpar því litlu ljósi á breytingar á hegðan vinnu-
aflsins til dæmis með hliðsjón af atvinnuþátttöku kvenna, breytilegum
vinnutíma og hlutastörfum.
Engu að síður eru þessi gögn um atvinnuskiptinguna mikilvægasta heimild sem
völ er á, þegar bera þarf saman þróun atvinnugreina milli ára.
1 þessum kafla er auk atvinnuskiptingunnar gerð nokkur grein fyrir þróun
tekna með hliðsjón af fjölda íbúa framteljenda og mannára.